Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 32

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 32
verið til tlæmis vindátt, vindhraði, skyggni og skýjahula á flugvellinum níu stundum íyrr, eða klukkan tólf á hádegi. Ekki er nauðsynlegt, að neitt þekkt eðlisfræðilögmál tengi saman veðuratriðið og spástuðlana, en að sjálfsögðu verð- ur þó val þeirra auðveldara, ef svo er að einiiverju leyti. Segjum nú að spá- stuðlarnir séu þrír, við getum nefnt þá r, s og t. Veðurþáttinn köllurn við V. Gert er nú ráð fyrir að milli veðurþáttar og spástuðla sé eitthvert samband, ef til vill ókunnugt. Það er sett fram í stærðfræðilíkingu, V = ar + bs + ct drs + ert + fst +............ Fleiri liðir geta verið í líkingunni, og í jjeim eru })á veldi eða margfeldi eins og r2s, r2, r3, s2t og svo framvegis. Þegar hér er komið sögu, cru gamlar veðurathuganir dregnar fram í dagsljósið, helzt nokkur Jjúsund jjeirra, ef til eru. Samsvarandi gildi V, r, s og t eru sett inn í líkinguna hér að framan, og gildi þáttanna a til f reiknuð. Að sjálfsögðu fæst fjöldi tölugilda fyrir livern þátt, en sé líkingin nokkurs verð, má mis- rnunur gildanna ekki vera mjög mikill. Dreifist gildin um of, verður að reyna að leita annarra og betri spástuðla. En jjegar búið er að finna viðhlítandi gildi þáttanna a til f, er hægt að nota líkinguna framvegis til að segja fyrir um gildi veðurþáttarins, í livert skipti og veðurathuganir veita upplýsingar um gildi spá- stuðlanna. Reiknivinna sú, sem framkvæma Jrarf til að finna líkinguna cr að sjálfsögðu mjög tímafrek, því ekki mun ofmælt, að reikna Jjurfi tugjjúsundir talna, jafn- vel Jjótt líkingin sé ekki flóknari en lýst var. Ef spástuðlarnir eru fleiri, marg- faldast vinnan. Menn hafa Jjví að sjálfsögðu leitað á náðir rafeindareiknivéla með þessa vinnu, sem án Jjeirra væri vart framkvæmanleg. Þegar líkingin er fengin, er hins vegar fremur fyrirhafnarlítið að nota hana, er semja skal veður- horlur. Eitt er sérstaklega athyglisvert unt notkun hennar, veðurhorfur gerðar eftir henni byggjast ekki að neinu lcyti á persónúlegu mati veðurfræðings á aðstæðum, heldur eingöngu á veðurathugununum sjálfum. Getur Jjetta verið bæði kostur og galli. Ef hægt er að komast af með einn cða tvo spástuðla, er mjög einfalt að finna spálíkinguna. Þá er jafnvel óþarft að reikna hana út, heldur er nóg að setja veðurafhuganirnar, sem líkingin byggist á, inn á kerfisblað. Þegar Jjví er lokið, er oftast hægt að teikna línu á blaðið, er greini milli tveggja eða fleiri skilyrða. Dæmi þessu líkt langar ntig til að nefna. Oft er Jjýðingarntikið að vita, hvort úrkoma, sem búizt er við, verður rigning eða snjór. Sérstaklega á Jjetta við um flugvelli. í snjókomu er skyggni oftast miklu minna en í rigningu, svo ekki Jjarf mjög rnikla snjókomu til að gera flugvöllinn ónothæfan í bili vegna lélegs skyggnis. Þá Jjarf einnig að hafa snjó- plóga til taks, til að hreinsa völlinn, er upp styttir. A Keflavíkurflugvelli var þess vegna reynt að finna samband milli snjókomu og annarra veðuratriða, og til þessa voru notaðar gamlar veðurathuganir. í ljós kom, að mjög náið sam- band var milli snjókomu, og bilsins milli 1000 og 700 mb jafnþrýstiflatanna yfir flugvellinum, en Jjetta bil er aftur nátengt liita loftlagsins milli flatanna. 30 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.