Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 30
HLYNUK SIGTRYGGSSON, deildarstjóri, Keflavik: Um Parísarferð og statistiskar veðurspár Einn góðan veðurdag í vor sem leið spurði veðurstofustjóri mig, hvort ég vildi taka þátt í námskeiði, sem halda ætti í París í haust. Alþjóðaveðurfræði- stofnunin boðaði til námskeiðs þessa, og námsefnið væri statistisk veðurfræði og statistiskar veðurspár. Ég hafði ekki mjög mikinn áliuga á ferðinni til að byrja með. Námsefnið var mér að mestu framandi, en ég vissi þó, að hvað veður- spárnar snerti var beitt öðrum aðferðum en þeim, sem ég hafði vanizt og notað með sæmilegum árangri, að mínu áliti. En ég ályktaði í fyrsta lagi, að því minna sem ég vissi, því meira gæti ég lært, og í öðru lagi, að menn höfnuðu yfirleitt ekki ókeypis ferð til Parísar, og þess vegna þáði ég boðið með þökkum. Snemma í október hélt ég af stað. Frakkar sáu námskeiðinu fyrir húsnæði á mjög myndarlegan hátt. Var það haldið í þeim hluta utanríkisráðuneytisins, sem ætlaður er til alþjóðafunda, og fyrirlestrar voru þýddir úr ensku á frönsku, eða öfugt, um leið og þeir voru fluttir. Þarna voru saman komnir um fjörutíu veðurfræðingar frá flestum löndum Evrópu, og auk þcss frá Bandaríkjunum, Jórdan og ísrael. Flestir komu til að fræðast, en margir fluttu fræðsluerindi, og lýstu því, hvernig statistiskar veðurspár eru notaðar í heimalöndum þeirra. Forstöðumaður námskeiðsins var Norðmaður, prófessor C. L. Godske frá Bergen, hár maður og grannur svo af bar, á sextugsaldri. Glaðvær var liann og fyndinn, og hafði sérkennilcgt lag á að fylla fyrirlestra sína lífi og fjöri, þótt þeir fjölluðu um efni, er ætla mætti þurrt og strembið að óreyndu. Uti fyrir fundarherbergjunum skartaði París í fegursta haustskrúða, laufið á trjánum var orðið marglitt, og sólin skein dag eftir dag. Ætla mætti því, að einhverjum þátttakenda fyndist leiðigjarnt að vera tilneyddur að hlusta á fyrirlestra fulla af stærðfræðiformúlum tímunum saman. En prófessor Godske sá við þessu. „Ef ykkur leiðist hérna inni,“ sagði hann, „eða getið ekki fylgzt með efninu ein- hverra hluta vegna, þá er París hérna íyrir utan, með listasöfnum, fögrum bygg- ingum, búðum og breiðgötum, og síðast en ckki sízt, les Parisiennes! Farið þið þá bara og njótið Parísar. Þið menntizt áreiðanlega eins mikið á því og að láta ykkur leiðast hér." Afleiðing þessara orða var sú, að engum fannst hann bundinn inni, en ekki varð ég annars var, en að hið góða boð prófessorsins væri notað í fyllsta hófi. Lesendum mínum finnst nú líklega kominn tími til að ég segi þeim, hvað átt er við, þegar talað er um statistiskar veðurspár. Ég get ekki stillt mig um að vitna hér til gamallar veðurspár, sem ýmislegt er sameiginlegt með og hinunt statistisku vcðurspám nútímans: 28 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.