Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 15
BORGÞÓR H. JÓNSSON, veðurfrœðingur: Veðráttan mótar manninn 1 Veðrið, 1. iiefti 1959, ritaði Björn L. Jónsson læknir grein, er hann kailaði „Ert þú veðurnæmur?" og aðra grein ritaði Björn í sama tímarit 2. hefti 1962, er hann nefndi „Er hitabeltisloftslag eftirsóknarvert?" í báðum greinunum ræðir Björn áhrif veðurfarsins á heilsu og skapgerð manna og dýra. Greinar- höfundur vitnar í rannsóknir, seni gerðar liafa verið erlendis á þessu sviði, svo og i það, sem skráð hefur verið hér á landi, t. d. í Islenzkum þjóðháttum og Austan- tórum, einnig er vitnað í reynslu lækna hérlendis. „Kafaraveiki" og þrýstingur á líkama mannsins, gigtveiki og rakastig loftsins, kynmök og lofthiti, allt þetta og Ileira er tekið til meðferðar í greinum Björns læknis. Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Japan og víðar, virðist loft- hitinn hafa áhrif á frjósemi mannsins, en ekki á kynorkuna. Dýr eru baldnari, þegar loftvog er ört faUandi, og allsterk rök virðast hníga að því, að tilfinninga- ríkt og veðurnæmt fólk verði þunglynt, þegar loftvog fellur ört og loft er kaf- þykkt af skýjum. Það er ekki einungis, að veðráttan hafi áhrif á líkamlega og andlega líðan manna, heldur virðist hún eínnig ráða Iíkamsbyggingunni að eínhverju Ieyti. I Bandaríkjunum hafa mannfræðilegar rannsóknir sýnt, að niðjar innflytjenda frá Austur-Evrópu eru frábrugðnir ioreldrum sínum, a. m. k. hvað höfuðlag snertir. Sumir mannfræðingar halda því einnig fram, að íbúar kaldtempruðu beltanna séu yfirleitt langnefjaðir og með þröngar nasir, af því að loftið þurfi að hitna svo á leið sinni til lungnanna, en íbúar hitabeltisins, svo sem negrar, séu yfirleitt stuttnel jaðir og með víðar nasir, vegna þess að lofthitinn er þar svijjaður og h'kamshitinn. Erlendis hafa ljölþættar rannsóknir verið gerðar á áhrifum veðráttu á skordýr. Á hinni þekktu tilraunastöð í Rothamsted í Englandi var t. d. rannsakað sam- bandið milli fjölgunar og fjölda skordýra í einum mánuði og veðurfars undan- farandi mánaðar, og kom þá í Ijós náið samband þar á milli. Sem dæmi um áhrif veðursins á mannslíkamann má nefna þau áhrif, sem rakastig loftsins hefur á mannshárið. Enn sem komið er, hefur ekki fundizt annað betra efni til þess að mæla raka loftsins en mannshár, og rannsóknir hafa sýnt, að ljóst hár er næmara fyrir rakanum en dökkt hár. Þess vegna er ljóst hár notað í raka- mæla. Þetta er staðreynd, sem flestar konur þekkja, og þess vegna forðast þær eins og unnt er að láta liða hár sitt í votviðrum. Áhrif veðursins á skap manna eru einnig kunn, og má t. d. nefna, að veðurvilarnir svonefndu voru hér áður fyrr og eru ef til vill enn eftirsóttir í skipsrúm. Ahrif veðrabrigða og fallandi VEÐRIÐ — 13

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.