Veðrið - 01.04.1963, Page 15

Veðrið - 01.04.1963, Page 15
liORGÞÓR H. JÓNSSON, veðurfrœðingur: Veðráttan mótar manninn 1 Veðrið, 1. lieíti 1959, ritaði Björn L. fónsson læknir grein, er hann kallaði „Ert þú veðurnæmur?" og aðra grein ritaði Björn í sama tímarit 2. hefti 1962, cr hann nefndi „Er hitabeltisloftslag eftirsóknarvert?" J báðum greinunum ræðir Björn áhrif veðurfarsins á heilsu og skapgerð manna og dýra. Greinar- liöfundur vitnar í rannsóknir, sem gerðar hafa verið erlendis á þessu sviði, svo og í það, sem skráð liefur verið hér á landi, t. d. í Islenzlium þjóðhdttum og Austan- lórum, einnig er vitnað í reynslu lækna hérlendis. „Kafaraveiki" og þrýstingur á líkama mannsins, gigtveiki og rakastig loftsins, kynmök og lofthiti, allt þetta og fleira er tekið til meðferðar í greinum Björns læknis. Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Japan og víðar, virðist loft- hitinn hafa áhrif á frjósemi mannsins, en ekki á kynorkuna. Dýr eru baldnari, þegar loftvog er ört fallandi, og allsterk riik virðast hníga að því, að tilfinninga- ríkt og veðurnæmt fólk verði þunglynt, þegar loftvog fellur ört og loft er kaf- þykkt af skýjum. Það er ekki einungis, að veðráttan hafi áhrif á líkamlega og andlega líðan manna, lieldur virðist hún einnig ráða líkamsbyggingunni að einhverju leyti. í Bandaríkjunum hafa mannfræðilegar rannsóknir sýnt, að niðjar innflytjenda frá Austur-Evrópu eru Irábrugðnir foreldrum sínum, a. m. k. livað höfuðlag snertir. Suniir mannfræðingar halda því einnig fram, að íbúar kaldtempruðu beltanna séu yfirleitt langnefjaðir og með þröngar nasir, af Jrví að loftið Jntrfi að hitna svo á leið sinni til lungnanna, en íbúar hitabeltisins, svo sem negrar, séu yfirleitt stuttnefjaðir og með víðar nasir, vegna jtess að lofthitinn er Jtar svipaður og líkamshitinn. Erlendis hafa fjölþættar rannsóknir verið gerðar á áhrifum veðráttu á skordýr. Á hinni Jtekktu tilraunastöð í Rothamsted í Englandi var t. d. rannsakað sam- bandið milli fjölgunar og fjölda skordýra í einum mánuði og veðurfars undan- farandi mánaðar, og kom Jrá í ljós náið samband Jrar á milli. Sem dæmi um áhrif veðursins á mannslikamann má nefna þau áhrif, sem rakastig loftsins hefur á mannshárið. Enn sem komið er, hefur ekki fundizt annað betra efni til þess að mæla raka loftsins en mannshár, og rannsóknir hafa sýnt, að ljóst hár er næmara fyrir rakanum en dökkt hár. Þess vegna er ljóst hár notað í raka- mæla. Þetta er staðreynd, sem flestar konur Jrekkja, og Jress 'vegna forðast Jrær eins og unnt er að láta liða hár sitt í votviðrum. Áhrif veðursins á skap manna eru einnig kunn, og má t. d. nefna, að veðurvitarnir svoneíndu voru hér áður lyrr og eru ef til vill enn eftirsóttir í skipsrúm. Álirif veðrabrigða og fallandi VEÐRIÐ 13

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.