Veðrið - 01.09.1964, Síða 9
íslands, og þá ekki heldur það, sem því fylgdi. íumt beygði vestur í haf, svo að
þar hefur mergð fiðrilda farizt, en sumt beygði til austurs, áður en það næði
hér landi, og hafnaði í Noregi. Þar hefur bví án efa orðið vart við aðmíráls-
fiðrildi fyrstu dagana í september. Dagana næst á undan 29. ágúst og eftir 1.
september lágu loftstraumar alls ekki hingað til lands frá Bretlandseyjum
eða öðrum löndum Evrópu Samkvæmt áðursögðu hlýtur því koma fiðrilda-
göngunnar hingað til lands að takmarkast við dagana tvo sinn hvorum megin
við mánaðamótin. Fyrstu fiðrildin, sem náðust, hafa því verið þreytt eftir
langa ferð, hvort heldur þau hafa þá verið nýkomin frá írlandi eða beina leið
frá Frakklandi kvöldið og nóttina áður.
Meðfylgjandi kort sýnir, hvernig veðri og vindum var háttað á hádegi 31.
ágúst, en þá hefur fiðrildasveimurinn annað hvort xeyifS kominn hálfa leið
áleiðis frá Frakklandi eða um það bil að leggja af stað frá sunnanverðum Bret-
landseyjum. Er eðlilegt, að fiðrildin hefji langflug um hádaginn, eins og áður
er vikið að. Á veðurkortið er dregin leiðin, sem lægi frá suðvesturodda írlands.
Veðrið á þessum slóðum var gott, og er fyrst og fremst því að þakka, hve þum
Ioftið var. Næst frlandi var heiðskírt, en smám saman óx skýjahulan, og þegar
kom á móts við veðurskipið India var oröíð nær alskýjað. Við strönd íslands
er komið mistur í loft og sums staðar þoka, en þurrt að mestu. Úrkoma hefur
því ekki orðið fiðrildunum til trafala, en hætt er við, að regn og skúrir hefðu
með tímanum þreytt þessar viðkvæmu flugverur og dregið þær niður í hafið.
Af því, sem hér hefur verið sagt, er Ijóst, að fiðrildagangan í haust hefur
komið með vindinum frá Norðvestur-Frakklandi eða sunnanverðum Bretlands-
eyjum dagan 31. ágúst og 1. september. F’lugskilyrði voru óvenju góö, og pess
vegna heíur jafn mikið magn og raun ber vitni komizt alla leið. í öðru lagi
kemur fram, að þessi fiðrildi leggja á opið haf í góðu skyggni, en villast ekki
þangað í dimmviðri. Þau hafa þol til að vera á lofti eða fljúga í heilan sólar-
hring eða jafnvel lengur í þurru veðri. Þrátt fyrir þetta mikla þrek hljóta þau
að farast hrönnum saman í hafi árlega, þegar loftið, sem þau berast til hafs í
kemur ekki nálægt landi fyrr en að nokkrum dögum liðnum. En af nógu er
að taka. Og á meðan veðurfarið á Norður-Atlantshafi ekki breytist frá sínum
sífellda síbreytileik, munu þessir fögru gestir halda áfram að heimsækja okkur
öðru hverju á vori og hausti.
Nýr hö)undur
í þetta hefti skrifar Ásgeir Sigurðsson fróðlega grein urn öndvegisveturinn
1963/64 og bendir á nærtækustu orsakir hins milda tíðarfars.
Ásgeir er fæddur í Reykjavík 6. apríl 1937, en ólst upp hjá foreldrum sínum,
Sigurði Ásgeirssyni og Valgerði Magnúsdóttur, að Reykjum í Lundarreykjadal.
Hann tók landspróf í Reykholti 1953, stúdentspróf á Laugarvatni 1957, fyrri-
hlutapróf í verkfræði við Háskóla íslands 1960, en hóf nám í veðurfræði við
háskólann í Kaupmannahöfn 1961 og mun ljúka þar meistaraprófi í fræðigrein
sinni á næsta ári.
VEÐRIÐ — 49