Veðrið - 01.09.1964, Síða 10

Veðrið - 01.09.1964, Síða 10
ÁSGEIR SIGURÐSSON stúd. wag. Hinn hlýi vetur 1963-1964 og baksvið hans Síðast liðinn vetur var nteð eindæmum lilýr hér á landi. Desember var vel yfir meðallagi og fyrstu {>rír mánuðirnir 1964 langt yfir því eða 3°—4°. Janúar varð sá hlýjasti á þessari öld. Oþarfi er hér að rckja annál tíðarfarsins þennan vetur eða nefna einstök talnagildi þess, þar eð um það liafa birzt tvær grcinar í 1. hefti VEÐURSINS 1964: Haustið og veturinn 1963—1964 eftir Knút Knud- sen og Hitastig yfir Keflavik eftir Jónas Jakobsson. Marga mun nú eflaust fýsa að vita nokkuð um orsakir þessara einmuna hlýinda og sambandið milli þeirra og annarra þátta tíðarfarsins hér á landi og annars staðar. Mun nú reynt að gera því liér nokkur skil og þá einkum því siðarnefnda, enda er oft léttara að finna rökrétt samhengi milli fyrirbrigða, er gerast samtímis en að grafast fyrir frumorsakir þeirra. Ef athyglinni er nú fyrst beint að mánaðameðaltölum hitans, er eðlilegt að bera þau saman við önnur meðaltöl sama ntánaðar. Er þá æskilegt að fá yfirlit yfir allstórt svæði, því að aldrei er að vita nema samband kunni að vera á milli jákvæðra hitafrávika hér á landi og einhverra frávika á fjarlægum stöð- um. Hér verður þó látið duga að líta á norðanvert Atlantshaf, og eru hér birt mcðalkort yfir loftþrýsting og frávik hitastigs frá venjulegunt mánaðarmeðal- hita frá janúar og marz (1. og 2. mynd). Skal þá rifjuð upp sú rcgla um samband- ið milli vinda og jafnþrýstilína, að vindurinn l)læs samsíða þeim, þannig að lægri loftþrýstingur er á vinstri hönd, ef horft cr undan vindi, og hann því hvass- ari sem línurnar liggja þéttar (þrýstingsmunur meiri milli nærliggjandi staða). Af kortunum má því sjá sambandið milli hitastigsfrávika og meðalloftstrauma sama mánaðar. Gott væri reyndar að hafa meðalkort loftþrýstingsins fyrir þann tíma, sem lagður var til grundvallar hitafrávikunum, til samanburðar, en á slíku janúarkorti er lægðarmiðjan við Suður-Grænland aðeins lítið dýpri en hér og liggur norðar, og sjálf lægðin tekur þar eiginlega yfir allt kortið. Loft- þrýstingurinn í Mið-Evrópu er þar innan við 1012 mb. l>etta þýðir, að þrýstings- fallið frá Mið-Evrópu til Suður-Grænlands var óvcnju mikið í ár, cn það þýðir aftur, að suðvestlægi loftstraumurinn, sem ríkjandi er á þessum slóðum, hefur verið mun sterkari en venjulega. Á 1. mynd sést, að hann greinist, og fer önnum kvíslin yfir Island og Grænland, en hin yfir Skandinavíu, þar sem bæði óvana- lega hár loftþrýstingur yfir Mið-Evrópu og lágur milli Svalbarða og Noregs or- saka óvanalega sterkan álandsvind. Einmitt þar nær jákvæða hitafrávikið há- marki, allt að 110! Annað jákvætt frávikshámark sést yfir íslandi. Þetta bendir til þess, sem flesta mun gruna, að hlýindi að vetri til stafi af óvenjumiklu aðstreymi hlýs, suðræns lofts, en ekki því að loftið sjálft hlýni meira en venjulega, staðbundið eða almennt. 50 — VEORID

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.