Veðrið - 01.09.1964, Síða 20

Veðrið - 01.09.1964, Síða 20
vegna þess, hve mikið er af því í andrúmslofti jarðarinnar. Franskur stjörnu- fræðingur, G. de Vaucouleurs álítur sennilegt að í lofthjúpi Mars séu 98,5% af rúmmáli lofthafsins köfnunarefni, 1,2% argon, 0,25% kolsýra og samtals 0,05% súrefni, vatnsgufa og ýmsar aðrar lofttegundir. Á jörðinni eru samsvarandi tölur þessar: 78,1% köfnunarefni, 20,9% súrefni, 0,94% argon, 0,03% kol- sýra, og auk þess breytilegt magn af vatnsgufu. Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að áætla loftþrýstinginn á Mars. Byggjast þær flestar á samanburði á endurkasti Ijóss frá miðju hnattmyndarinnar og jöðrum hennar. Samkvæmt þeim er líklegt að loftþrýstingurinn við yfirborð Mars sé milli 80 og 95 millibör, sennilegast nálægt 87 millibörum. Sami loft- þrýstingur cr í Iofthafi jarðar í 17 km hæð yfir sjávarmáli. En þar sem þyngdar- afl Mars er minna en jarðarinnar, heltlur hann lofthjúp sínum ekki eins jiétt að sér, loftjirýstingurinn minnkar hægar mcð hæð. í 27 kílómetra hæð er loft- þrýstingurinn jafn á báðum hnöttum, 17 mb, og þar fyrir ofan er hærri loftjirýst- ingur á Mars en í sömu hæðum á jörðinni. Hitinn er sennilega jiað vcðurfarsatriði á Mars, scm minnstum ágizkunum er háð. Hægt er að reikna út meðalhita Jiar, og ætli hann að vera milli —32 og — 17 gráður. Samkvæmt sams konar útreikningum ætti meðalhiti á jörðinni að vera +10 til +17 gráður, en hann er +15 gráður. En einnig hefur reynzt kieift að niæla hitann við yfirborð Mars með mjög nákvæmum og næmum geislamæl- um, er notaðir hafa verið í sambandi við stóra stjörnukíkja. Til dæmis má geta þess, að geislamælir, sem notaður var árið 1924 við stjörnukíkinn á Mount Wilson í Kaliforníu, var svo næmur, að hann gat greint geislun frá kertaljósi í 3000 km fjarlægð, en það er álíka fjarlægð og frá Reykjavík til Suður-Frakk- lands. Síðar hafa ennjiá næmari tæki verið smíðuð. Samkvæmt mælingum með tækjum af þessu tagi, er Mars talsvert kaldari en jörðin, eins og við var að búast. Kringum miðjarðarlínu er hitinn jió um 20 stig skömmu eftir hádegið, og á sunnmi stöðum komst hann jafnvel yfir 30 stig. En eftir hádegið lækkar hann ört og skömmu íyrir sólarupprás er komið milli 20 og 30 stiga frost. Þessi hitamunur stafar ekki af því að Mars snúist hægar en jörðin, lengd sólarhringsins Jiar er 24 stundir 37 mín. og 22,6 sek., örlítið lengri en á jörðunni. En hinn þunni lofthjúpur hindrar lítt geislun út í geiminn, og því er kólnunin svo (>r. Við heimsskautin er að sjálfsögðu ennþá kaldara. Snúningsás Mars hallast 25 gráður miðað við braut hans um sólu. Samsvarandi tala fyrir jörðina er 23^j gráður, svo árstíðaskipti eru svipuð á báðum hnöttum, þó cru J>ær lengri á Mars, j>ar sem marsárið er 687 dagar. Á suðurskautinu er meðalhiti sumarsins um + 10 stig en -7-10 á norðurskautinu. Munurinn stafar af j>ví, hve braut Mars umhverfis sólu er sporöskjulöguð, og svo vill til að hnötturinn er miklu lengra frá sólu Jiegar sumar er á norðurhvelinu. Að vetrarlagi cr meðalhitinn á norðurskaut- inu —80 gráður, en —100 á suðurskautinu. Skýjafar hefur sézt á Mars, |>ó miklu minna en á jörðinni, og flest jieirra senni- lcga annars eðlis. Hægt hefur verið að greina milli jiriggja skýjategunda. í 10 til 30 kílómetra hæð svífa hin svonefndu „bláu“ ský. Nafnið fá þau þó ekki af litnum, j>ví satt að segja er ekki vitað hver hann er, heldur því, að jiau koma bezt fram á ljósmyndum teknum í bláu ljósi. Þessi ský eru mjög ]>unn, og ef til vill væri réttara að kalla þau slikjur en ský. Verið getur að J>au séu mynduð tlr 60 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.