Veðrið - 01.09.1964, Qupperneq 23

Veðrið - 01.09.1964, Qupperneq 23
KNÚTUR KNUDSEN: Vor og sumar 1964 Apríl. Fyrstu 9 dagana var bezta vorveður. Oftast var liæg stiðlæg átt, Jiurrt fyrir norðan, en smávægis úrkoma sunnan lands og vestan. Föstudaginn 10. fór alldjúp lægð austur yfir land. Var fyrst rigning norðanlands, sem sfðan breyttist í slyddu eða snjókomu, þegar vindur gekk meir lil norðurs. Náði snjó- koman einnig til Vesturlandsins. Þessi norðan átt stóð fram undir 20. með kalsa og éljum fyrir norðan. Upp úr miðjum mánuði setti niður 30—40 cm jafnfallinn snjó á Suðurlandsundirlend- inu, en bann var að mestu liorfinn þann 20. Eftir þetta var hægviðri með næt- urfrosti um allt land til 24. Næstu 3 daga var mild austlæg átt, en þann 28. gerði allhvassa norðaustan hrinu með mikilli rigningu og síðar slyddu á Norð- austurlandi. I Fagradal í Vopnafirði mældist þann 29. 122 mm sólarhringsúr- koma. Þann 30. var veðrið svipað, enda tepptust víða vegir fyrir norðan í mánaðarlokin. I-Iitinn í Apríl var rúmu stigi fyrir ofan meðallag, en samt öðru eins undir hitanum í marz. Gróðri fór lílið fram, sums staðar vegna næturfrosta og annars staðar kom einnig til vætuskortur. í lok mánaðarins var gróður samt víða um mánuði á undan því, sem vanalegt er. Alni. Fyrri helmingurinn var sífellt austan eða norðaustan átt. Norðanlands rigndi flesta daga, á Austfjörðum var dumbungsveður og sólarlítið, en vestan lands Jjurrviðrasamt. Heldur var kalt, og gróður stóð mikið í stað. Upp úr miðjum rnánuði breytti um. Áttin var nú suðaustlæg um skeið og hlýnaði. Nokkuð vætusantt var sunnan Iands, en úrkomulítið og Idýtt í inn- sveitum fyrir norðan. Aftur var þokusamt og kaldara þar á annesjum og sömu- leiðis á Austfjörðum. Eftir 24. var hájnýstisvæði yfir landinu í nokkra daga. Þá var stillt veður og Jjurrt, en oft næturþoka norðan lands og austan. Síðustu Jsrjá dagana var norðan áttin aftur alls ráðandi. Norðan lands var kalsarigning í fyrstu, síðan snjóslitringur, og loks næturfrost Jjegar birti. Hiti mánaðarins varð Jjrátt fyrir þetta heldur yfir meðallagi. Jitni. Fram yfir miðjan mánuð var ríkjandi austan og norðaustan átt. Tuirrt var um allt land nema á Norðausturlandi upp iTr 8. A suðvestanverðu landinu var sæmilega hlýtt, oft 10—12 stig um miðjna daginn, en kalt norðan lands og austan. Norður í Kelduhverfi mældist t. d. frost í fimm nætur og Jjar af þrjár nætur meir en tvö stig. Dagana 10.-18. var hæg vestlæg átt, víða léttskýjað, og hlýnaði i veðri. Nokkur úrkoma var vestan lands strax upp úr miðjum ntánuði en á jónsmess- VEÐRIÐ — 63

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.