Veðrið - 01.09.1964, Side 24

Veðrið - 01.09.1964, Side 24
unni og fram til 22. var rakin sunnan átt meí! stórrigningu vestan lands og einnig úrkoma á Suðurlandi og vestanverðu Norðurlandi. L Kvígindisdal mæld- ist 89 mm sólarhringsúrkoma og er það meir en nokkru sinni síðan athuganir hófust þar 1927. Næstu þrjá daga var áttin ýmist austan eða suðvestan og vætu- tíð nema á Norðausturlandi. Þar var dagana 18.—25. mjög hlýtt og góður þurrkur. Þann 26. var svo norðvestan kalsarigning vestan lands og norðan en slydda á annesjum og til fjalla. Var vindur við norðrið og kalt næstu tvo daga, en batn- aði síðan. Júli. Veðráttan í júlí var óstöðug og crfið til heyskapar sunnan lands og vestan og það svo, að þetta mun sums staðar hafa verið versti júlí frá 1955. Mikið betra veður var á norðaustanverðu landinu. Einkum voru jrar dagarnir 16—23. góðir. Þá var suðlæg átt með miklum hita og þurrki. í lok mánaðarins var víða fullhirt á Jressum slóðum, en á Suður- og Vesturlandi var varla jmrrk- uð tugga nema súgþurrkun kæmi til. Víða var næturfrost norðan lands jrann 10. og rétt fyrir mánaðarlokin einnig á Vesturlandi. Sums staðar skemmdist kartöflu- gras strax jiessa daga. Ágúst. Framan af var hæg austan og norðaustan átt algengust. Þá var sól- ríkt og þurrviðrasamt á Vesturlandi og góð heyskapartíð, en ekki eins góð á suðurströndinni. Aftur var þurrviðrasamt á Austfjörðum og í A.-Skaftafells- sýslu. Norðan lands var sæmilega hlýtt og fremur úrkomulítið, en ekki hey- þurrkur. Upp úr miðjum rnánuði og til 28. var sífelkl norðanátt. Fyrir norðan og á Vestfjörðum var oltast rigning á láglendi, en snjókoma eða slydda til fjalla. Vestan lands og með suðurströndinni til Austfjarða var hins vegar jrurrt, en kalt og oft talsverður strekkingur. Svo mikill snjór var í sveitum nyrðra, að sums staðar hafði ekki sézt annað eins í ágústmánuði í tugi ára. Mikil næturfrost voru síðari hluta mánaðarins og kolféll þá allt kartöflugras, en á síldarmiðunum fyrir austan land var stöðug bræla. Hiti, 0 C. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931 — 1960) Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Reykjavík 4,4 7,9 9,5 10,3 9,8 (8.1) (6,9) (9,5) (H.2) (10,8) Akureyri 3,1 6,6 8,5 11,0 8,2 (1-7) (6,3) (9.3) (10,9) (10,3) Hólar 4,4 7,0 9,6 10,3 9,7 (3,0) (6,5) (9,3) (10,9) (10.4) 64 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.