Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 58
2 matur
Jólin eru tími hefða. Hvort sem hefðin snýr að mat, skrauti eða athöfn-um er einna víst að einhverjar slíkar er að finna á öllum heimilum. Á mínu heimili eru til dæmis engin jól án jólabúðingsins gómsæta
sem ég hlakka til að borða allt árið.
Búðingur þessi, sem er í raun frómas og jafnvel upphaflega fínasta
triffli, á sér langa sögu innan fjölskyldunnar. Upphafið má rekja til þess
þegar Salóme, amma mín, fór ung að aldri í vist til fínnar frúar á Stokks-
eyri en sjálf var amma mín formannsdóttir úr Vestmannaeyjum. Fína
frúin kenndi henni ýmislegt varðandi heimilishald en þó lagði hún mesta
áherslu á eldhússtörfin. Til dæmis kenndi hún ömmu að gera „heimsins
bestu súpu“ og var amma ævinlega stolt af því að vera hálfgerður súpu-
gerðarmeistari, útskrifuð úr eldhúsi frúarinnar á Stokkseyri. Súputækn-
in týndist þó með láti ömmu en trifflið sem hún lærði einnig að gera frá
grunni lifir enn góðu lífi í örlítið breyttri mynd.
Amma átti aðeins einn son, föður minn, og hún var af þeirri kynslóð
sem stjanaði í kringum karlmennina og fékk sting í hjartað ef þeir ætl-
uðu sér svo mikið sem ganga frá disknum sínum eftir matinn. Það kom
því í hlut móður minnar að læra búðingsgerðina á áttunda áratugnum. Á
þeim tíma hafði uppskriftin breyst nokkuð enda matarlím orðið algengt
í verslunum sem gerði allt umstangið auðveldara. Þó getur matarlímið
verið til ófriðs ef það er of heitt eða of kalt þegar því er hrært út í graut-
inn. Það getur móðir mín staðfest. Í fyrsta sinn sem hún bjó til búðing-
inn sjálf klúðraðist matarlímið og búðingurinn varð svo kekkjóttur að
nauðsynlegt reyndist að tyggja hann. Amma var hins vegar svo glöð yfir
að þurfa ekki að elda sjálf, auk þess sem hún kunni sannarlega að hrósa,
jafnt sjálfri sér sem öðrum, að hún hrósaði tengdadóttur sinni í hástert
og átti ekki til orð yfir gæðum búðingsins. Hún hefði bara aldrei smakk-
að hann betri. Mamma varð því lítið bangin að gera aðra tilraun að ári
því hún vissi að búðingurinn gat ekki orðið verri.
Ég tók síðan sjálf við keflinu fyrir þremur árum þegar ég hélt í fyrsta
sinn mín eigin jól. Stressið var mikið. Skyldi búðingurinn kekkjast? Ég
var með móður mína í símanum og hún leiðbeindi mér skref fyrir skref
hvernig ég ætti að bera mig að. Og viti menn, allt tókst með einstakri
prýði. Mér til mikillar furðu voru stjúpdæturnar ekki jafn himinlifandi
yfir búðingnum góða, þær voru vanar að fá ís …
Jólabúðingurinn góði
6 egg
10-12 msk. sykur
12-14 stk. matarlímsblöð
750 ml rjómi
jarðarberjasafi
makkarónukökur
sérrí
súkkulaðirasp
Þeytið rjóma og geymið í ísskáp. Þeytið egg og
sykur út í hið óendanlega. Setjið matarlím í kalt
vatn í u.þ.b. 6 mín. Vindið blöðin og hitið yfir gufu
ásamt jarðarberjasafa. Blandið rjóma og eggja-
blöndu saman. Hellið volgu matarlími í mjórri
bunu í blönduna og hrærið varlega í á meðan. Bætið
súkkulaði út í. Makkarónukökurnar eru muldar og
settar í botn á skál. Jarðarberjasafa og smá sérrí
bætt út í og látið bíða smá stund. Rjómablöndunni er
síðan hellt ofan á. Búðingurinn er skreyttur með rjóma
og jarðarberjum áður en hann er borinn fram.
JÓLATRIFFLI FÍNU FRÚARINNAR
Sólveig Gísladóttir skrifar
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins.
Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Forsíðumynd: Gunnnar V. Andrésson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Roald Viðar
Eyvindsson, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir og Unnur H. Jóhannsdóttir.
Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
Ha n n a seg-ist hlakka til jólanna og
börnin hennar, Mar-
grét Birta og Ólafur,
taka svo sannarlega
undir það. Þau hlakka þó mest til
að fá pakkana. „Mér finnst aðvent-
an skemmtilegur tími og ég nýt
þess að skreyta og fegra heimilið.
Bökunarilmurinn setur punktinn
yfir i-ið.“
Hanna er með uppskrift að
súkkulaðibiscotti sem er tilval-
ið með jólakaffinu eða sérrítári.
„Ég fékk uppskriftina hjá einum
kennara mínum í Myndlistaskól-
anum í Reykjavík,” segir Hanna
sem finnst gaman að gefa óvæntar
gjafir. „Á aðventunni pakka ég oft
nokkrum biscottistöngum fallega
inn og gef öðrum. Það vekur
iðulega lukku þótt lítið sé.“
Enn er ónefnd sú ástríða Hönnu
að leggja á borð. „Japanir segja
að maður borði tvisvar, fyrst með
augunum og svo með munninum.
Fallega framreiddur matur geymir
þannig minninguna um góða mál-
tíð. Ég legg því mikið upp úr matar-
stelli og skreytingum við hátíðlegt
borðhald. Oft nota ég hluti sem ég
hef gert sjálf og í skreytingum
leyfi ég hugmyndafluginu og inn-
blæstri þá stundina að ráða og nota
jafnvel eitthvað úr leikfangakassa
barnanna,“ segir Hanna, sem einn-
ig er mikið fyrir kertaljós. „Þá má
ekki gleyma kertum og blómum.
Kerti lýsa upp skammdegið, gefa
notalega og sérstaka birtu og eru
nauðsynlegur staðalbúnaður í góðu
boði.“ - uhj
Kökur sem kæta
Hanna Margrét með börnum sínum sem
hlakka til að gæða sér á gotterínu.
100 g smjör, mjúkt
190 g sykur
2 stór egg
280 g hveiti
1 tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
1 dl kakó
100 g pistasíu- eða heslihnetur
50 g súkkulaði, saxað
Hitið ofn í 200° C. Hrærið saman
smjör og sykur þar til blanda verð-
ur létt og ljós. Bætið eggjum við
einu í einu og hrærið vel á milli.
Setjið hveiti, matarsóda, salt og
kakó út í og hnoðið. Hnoðið hnet-
um og súkkulaði saman við. Mótið
tvo hleifa úr deigi, ca. 7x30 cm, og
setjið á ofnplötu þakta bökunar-
pappír. Bakið í 25 mín. og kælið
í 20. Skerið hleifa í 1 cm þykk-
ar sneiðar, raðið á plötu og bakið
aftur í ca. 10-15 mín. Seinni bökun-
artími fer eftir kökuþykkt.
SÚKKULAÐI-BISCOTTI
40–60 kökur
Hann leikur í höndunum á henni, baksturinn, ekkert síður en keramikið. Hanna
Margrét Einarsdóttir, kennari og hönnunarnemi, segir að ekki sé svo ólíkt að móta
hluti í leir og að baka. Þeir sem vinna í keramiki kannist vel við þessi tengsl.
Biscotti bætir, hressir og kætir. Bollarnir
eru úr keramik og eftir Hönnu Margréti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08
MUFFIN BAKERY
„Við erum hér með alls kyns gerð-
ir, einar sjö til átta tegundir á
hverjum degi og meira að segja
eina í piparkökustíl fyrir jól,“
segir Jón Gunnarsson, eigandi
kaffi- og veitingahússins Muffin
Bakery, við Hamraborg 3 í Kópa-
vogi, en staðurinn gefur sig út
fyrir að vera sá eini á landinu sem
sérhæfir sig í múffubakstri. Þótt
múffurnar sem þar fást séu af
ýmsum gerðum eiga þær allar það
sameiginlegt að vera mun stærri
en menn eiga að venjast. „Með því
móti tekst okkur að halda þeim
mjúkum, matarmiklum og betri en
almennt gerist,“ útskýrir Jón og
bætir við að Íslendingar hafi tekið
vel í framtakið. Til marks um það
hafa um 30.000 múffur selst á staðnum frá því hann var opnaður fyrir ári. Fleira er þó þar á boð-
stólum, til dæmis salöt, súpur, ristaðar samlokur, pastaréttir, fiskur og réttur dagsins. Jón hvetur
sem flesta að kíkja í heimsókn og tekur fram að þar rúmist vel allt að 15 til 20 manna hópar.
Betri en almennt gerist
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Gott á
jólunum!
Til hátíða-
brigða
Hvunndags/til
hátíðabrigða KökurE
Eftir-
réttur Sætindi