Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 62

Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 62
6 matur Heillandi marsípanheimur Víða á Norður-löndunum, og þá sérstaklega í Svíþjóð og í Dan- mörku, er rík hefð fyrir því að bakar- ar fylli borðin hjá sér af skraut- legum marsípanfígúrum um þetta leyti árs en sama hefð hefur ekki skapast hér. Fréttablaðið leitaði skýringa hjá Ásgeiri Þór Tómassyni, fagstjóra bakaradeildar Hótel- og matvæla- skólans. Skandinavísk munaðarvara „Í Svíþjóð og Danmörku er rík hefð fyrir því að borða svínasteik á jólunum og hafa dísætir marsípan- grísir sem minna á steikina notið sams konar vinsælda. Hér á landi þótti svínasteik lengst af munað- arvara og náði hún ekki sömu fót- festu og hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. Það sama held ég að eigi við um marsípangrísina,“ segir Ásgeir. Hann segist vita til þess að þegar afi hans, Ásgeir Sandholt heitinn, og fleiri voru að koma sprenglærðir heim úr bakaranámi í kringum 1930 þá hafi þeir búið yfir þeirri þekkingu sem þurfti. „Þá skorti hins vegar rétta hrá- efnið þar sem þá ríkti kreppa eins og nú. Þekkingin lá því í dvala og hefðin varð aldrei til. Í dag er hrá- efnið og þekkingin til staðar en ég held að bakarar gefi sér ekki tíma til að búa til marsípanfígúr- ur enda að drukkna í öðru. Okkar jólabakstursarfleifð er randalínan auk þess sem enska jólakakan hefur sótt í sig veðrið en það væri hins vegar gaman ef marsípan- fígúruhefðin kæmist á því fígúr- urnar eru óneitanlega mikil prýði, bæði fyrir bakarí og veisluborð.“ Upprunið í Suður-Evrópu Ásgeir segir að vissu leyti hægt að gera hann ábyrgan fyrir því að íslenskir bakarar leggi ekki meiri áherslu á marsípanfígúr- ur. „Ég hef lagt höfuðáherslu á að þeir kunni að hjúpa kökur og búa til rósir og annað kökuskraut. En þegar þú komst að máli við mig fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara að gera meira úr þessu, þó að auðvitað sé það líka á ábyrgð hvers og eins að æfa sig. Þegar ég vann hjá Sandholt- bakaríi um árið gerði ég mikið af svona fígúrum. Þær seldust vel auk þess sem þær prýddu búð- ina svo hugmyndin er alls ekki fjarstæðukennd.“ Marsípanið nýtur víðar vin- sælda en á Norðurlöndum en það er upprunnið í Suður-Evrópu. „Þar er mikil og löng hefð fyrir því að búa til alla skapaða hluti úr marsípani og er til dæmis mikið úrval af litríku marsípan- grænmeti og ávöxtum.“ Eftir að hafa grennslast fyrir hjá nokkrum bakaríum í Reykja- vík komst blaðamaður að því að lítið sem ekkert er um marsípan- fígúrur. Þorvaldur Borgar Hauks- son hjá Jóa Fel féllst þó á að gera nokkrar. „Það var gaman að rifja upp gamla takta en marsíp- an er nánast eins og leir. Það er skemmtilegur efniviður og upp- lagður í fjölskylduföndur.“ Þor- valdur segir víða hægt að kaupa marsípan í ljósum litatónum en vilji fólk skærari liti sé hægt að hnoða matarlit inn í marsípanið. Hann segir svolítið föndur að gera fígúrur í þrívídd og að auðveld- ara sé að stinga þær út með pipar- kökuformum. „Hvort heldur sem er þá punta þær mikið.“ Fígúrurn- ar liggja ekki frammi hjá Jóa Fel en Þorvaldur segir hægt að panta nánast hvað sem er. - ve Til að fá sterkari liti hnoðar Þorvaldur matarliti inn í marsípanið. Ásgeir segir ekki fráleitt að leggja meiri áherslu á marsípanfígúrur. Heill ævintýraheimur gerður úr ljúffengu marsípani. Litríkt lostæti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Um víða veröld svigna hillur undan jólalegum marsípanfígúrum um þetta leyti árs en það sama á ekki við hér heima. Það hefur ekkert með getu íslenskra bakara að gera eins og meðfylgjandi myndir sýna heldur hefur hefðin ekki orðið til.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.