Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 86
10 matur
Unnur Dóra Einarsdóttir fór ásamt vin-
konum sínum úr
flóknum konfektupp-
skriftum í einfaldari.
„Við vinkonurnar erum í sauma-
klúbb og á hverju ári höldum við
jólasaumaklúbb þar sem við búum
til konfekt, skiptumst á pökkum og
fáum okkur eitthvað gott að borða.
Þetta eru okkar litlu-jól. Við byrj-
uðum á því að búa til konfekt eftir
flóknum uppskriftum í anda Moz-
art-kúlna, en það gekk illa,“ segir
Unnur Dóra og hlær. „Við vorum
farnar að reyta hár okkar því ekk-
ert gekk upp og konfektið ekkert í
líkingu við fallegu myndirnar sem
fylgdu uppskriftunum. Þetta voru
oft langir og strangir vinnudagar
og jólaandinn sveif ekki beinlínis
yfir vötnum. Við ákváðum því að
einfalda konfektgerðina og njóta
samvistanna betur við hver aðra,“
segir Unnur Dóra. „Konfektgerð-
in er nú ekki bara auðveldari held-
ur er líka miklu skemmtilegra að
gera það og litlu-jólin ánægjulegri
og afslappaðri en á Mozart-tíma-
bilinu! Mér finnst konfektið heldur
ekkert síðra á bragðið.“
Það finnst börnum Unnar Dóru
ekki heldur. Þau Einar Freyr, 10
ára, Arna Ýr, 7 ára og Þórður Andri,
2 ára, gátu varla beðið eftir að
smakka á konfektinu. „Jólastemn-
ing kemur oft með börnunum, sem
eru farin að hlakka til jólanna, enda
taka þau virkan þátt í undirbún-
ingnum á heimilinu,“ segir mamm-
an en hann byrjar um mánaðamótin
nóvember/desember.
En hvað með jólasveinana, gefa
þeir konfekt í skóinn? „Nei, þeir
gera nú ekki mikið af því þótt
krökkunum þyki konfektið gott,“
segir Unnur Dóra og hlær. „En ef
til vill fær hvert barn að setja smá
bita í gluggann sinn, svona til þess
að múta honum.“
- uhj
Einfalt og gott
Unnur Dóra ásamt börnum sínum en öll njóta þau aðventunnar og það sem hún
hefur upp á að bjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÖKKT SÚKKULAÐIKON-
FEKT með hnetum og
sultuðum engifer
dökkt súkkulaði
blanda af ósöltuðum hnet-
um, saxað missmátt
sultaður engifer, saxaður
mjög smátt
örlítið af salti
Bræðið gott, dökkt súkkulaði
yfir vatnsbaði. Á meðan súkk-
ulaðið bráðnar undir-
búið það sem fara
á í það. Brjótið
hnetublönduna
mis smátt og saxið
sultaðan engifer mjög
smátt. Þegar súkkul-
aðið er alveg bráðið hellið því
þá á smjörpappír. Gott er að
strá örlitlu af sjávarsalti yfir
og svo er hnetunum og engi-
ferinu dreift yfir súkkulaðið.
Unni Dóru finnst bæði fallegra
og betra að hafa súkkulaðið
ekki of þunnt og svo meira
af góðgæti en minna. Setjið
konfektið í ísskáp eða frysti í
smástund og njótið svo kræs-
inganna.
DÖKKT SÚKKULAÐIKON-
FEKT með graskers fræjum
og heslihnetum
dökkt súkkulaði
heslihnetur
graskersfræ
örlítið af salti
Sama aðferð og að
ofan. Unnur
Dóra mælir með
því að fólk láti
hugmyndaflugið
ráða og noti til dæmis
raspaðan appelsínubörk,
rúsínur, fræ eða jafnvel
smátt skorið chilli til að fá hita
í kroppinn. Þá bendir hún á að
þetta geti verið skemmtileg
lítil tækifærisgjöf sem maður
getur pakkað í sellófon eða
smjör pappír og skellt fallegri
slaufu á og glatt einhvern sem
manni þykir vænt um.
KONFEKT AÐ HÆTTI UNNAR DÓRU
Fljótlega og
einfalda konfektið.
Konfektið hentar vel í
tækifærisgjöf að sögn
Unnar Dóru. Því má til
að mynda pakka inn í
sellofón og skella á
slaufu.
Nammi
namm!
Sítrónufrómas er frábær eftirrétt-
ur með frísklegu bragði. Gerð-
ur á sama hátt og aðrir frómasar
en rifinn sítrónubörkur og safi notað-
ir sem bragðefni. Þeir sem kaupa sítr-
ónur mörgum dögum fyrir notkun
þeirra ættu að pakka þeim inn í
álpappír og koma þeim fyrir í ís-
skápnum svo þær haldist lengur ferskar
og safaríkar. Það á þó aðeins við um
heilar sítrónur en ekki skornar því safinn úr
þeim getur leyst upp álþynnuna. Hið sama
gildir um skorna tómata og rauðrófur.
FRÓMAS FRÁBÆR EFTIRRÉTTUR
Unnur Dóra Einarsdóttir hefur fyrir venju að útbúa konfekt ásamt vinkonum sínum
fyrir jól. Einfaldleikinn er þar hafður að leiðarljósi og útkoman bæði falleg og góð.
Ómótstæðilega góð!
Grímur kokkur mælir með:
Gott er að bæta út í steiktum humarhölum
eftir að búið er að hita súpuna upp.
Gott ráð til að gera góða súpu enn betri. 500 ml.
Gríms
humarsúpa