Vikan


Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 2
Elska ég hann nóg? Kanter’s Sundbolir model ársins 1961 eru nú að koma á markaðinn í fjölbreyttara úrvali en nokkru sinni áður. Biðjið um - og þér fáið það bezta Kæri Póstur. í guðanna bænum svaraðu mér nú fljótt og segðu ekki að ég cigi að snúa mér eittlivað annað. Svo er mál með vexti, að í haust og fram yfir áramót var ég með þýzkum strák, sem hér var, og var svolítið hrifin af honum. Þegar hann var farinn heim, komst ég að raun um, að ég var orðin ófrisk. Ég skrifaði honum og sagði honum af þvi, og hann skrifaði aftur og sagði að það væri þá bezt að við giftumst. Ég veit að hann er hrifinn af mér, en ég er ekki viss um að hann elski mig, og held líka að ég elski hann ekki nóg til þess að geta alltaf verið hjá lionum. Nú vita allir að ég á von á barni, en enginn veit, liver er pabbinn. Ég veit, að það er erfitt fyrir ógifta stúlku að sjá fyrir barni og hugsa nægilega vel um það, en hvað á ég að gera? Svaraðu mér nú fljótt og vel. Úlla. í þessu máli getur þú í rauninni ekki sótt ráð til utanaðkomandi manna, og þótt ég vilji gera mitt bezta til þess að hjálpa þér, er ekki þar með sagt, að orð inín séu lög. En sjónarmið mitt sem ókunnugs ráðgjafa er þetta: Þótt erfitt sé að ala önn fyrir barni ein og sjálf, er það þó betra en binda trúss við mann, sem maður kærir sig ekki nema takmarkað um, og endurgeldur þær tilfinn- ingar alveg á sama máta. Hjónaband, sem þannig er til stofnað, getur að vísu orðið hamingjusamt og gott, en h'kurnar fyrir því, að á hinn veginn fari, eru samt alveg jafn miklar, ef ekki meiri. Erfiðasti og varasam- asti grundvöllur hjónabands er barn, sem aldrei átti að verða til. Siðmenning og þorrablót. Kæra Vika! Mig langar að biðja þig að koma þessu á framfæri fyrir mig: Ég fór á þorrablót í þorpi cinu á suðurnesjum í vetur og varð bæði hissa og reið. Miðinn koslaði 100 krónur, en þar voru innifalin ágætis skemmtiatriði, sem heimafólk annaðist, og dansað til kl. 3%, en matinn hafði fólk með sér, og látum þvi verð miðans vera. En að borðhaldi loknu var auðvitað nauðsyn- legt að þvo sér um hendur því borðað var bara með einum hníf og svo guðsgöfflunum. En þegar á salerni kom var þar elcki sápa handklæði eða salernispappír, og það sem merkilegast var að kvenfélagið hélt þessa samkomu. Og svo að lokum langar mig að spyrja einnar spurningar: Er leyfilegt að selja gosflöskuinni- haldið á 15 kr. þegar ekki legst á það þjónustu- gjald, ekki lireinsaðar tómar flöskur eða ösku- bakkar af borðunum? Hvað mundi heilbrigðiseftirlitið segja við ofangreindu? Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Maggý. Til að byrja með ætla ég að segja þér það, Maggý mín, að söluákvæði um gosdrykki í samkomuhúsum eru ekki skýrari en svo, að sjálfsagt má finna einhverja bókstafaflækju,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.