Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 32
Gef
mér líka!
Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Sjáðu bara hvernig
mamma fer að: Lítið í einu en oftar.
En þú hefir rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snyrtingu. Mamma ])ín hefir lika frá
æsku liaft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er Nieva!
Nivea inniheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá því stafa
hin góðu áhrif þess.
skær og stór augu. Hvernig gat hon-
um pabba komið til hugar að giftast
konu, sem var svo ólík henni?
Ef hann varð að gifta sig, því gat
hann þá ekki fengið Sallýjar fyrir
konu? Kaja stóð grafkyrr og starði
á hann. í stofunni var lamandi
])ögn, en hún gat ekki rofið hana.
Loks var það Pétur, sem tók til
máls: — Þú ert ekki vitund lík
mömmu minni. Þú getur ekki komið
í stað hcrnnar. Ég vil ekki hafa þig
hérrja.
— Við vissum ekki, að hún
mundi segja þér frá þvi, var hið
eina, sem Kaja gat komið fram á
varirnar.
— Mér þykir vænt um, að hún
skyldi gera það, og nú veiztu, hvað
mér finnst. Það stoðar ekkert fyrir
ykkur pabba að reyna að fara á
bak við mig.
Þau horfðust lengi í augu, og loks
mælti Kaja: — Og þú ert ekki vit-
und líkur honum. Hún mælti þetta
í hálfum hljóðum, eins og hún væri
að tala við sjálfa sig. Þú getur ekki
komið í staðinn fyrir hann.
Pilturinn reyndi að dylja for-
vitni sína, en gat ekki leynt ákaf-
anuin í augum sér. — f staðinn
fyrir hvern? spurði hann.
Hún leit undan, eins og hún væri
lirædd við að hafa hugsað upphátt,
og hikaði, áður en hún svaraði.
Eiginlega vissi hún ails ekki, hvort
hún ætti að svara. Loks mælti hún:
—• Ég er búin að þrá og vona svo
lengi. Þess vegna var ég hrædd við
að hitta þig. Um mig hefurðu heyrt
talað, en þú veizt ekkert um hann.
— Um hvern?
Það er erfitt að finna orð, þegar
svo einbeitnislega er á mann horft.
— Maðurinn minn fórst í bílslysi,
sagði hún með hægð. Ég var líka
með honum, þó að ég meiddist ekki
mikið. En ég fékk alvárlegt tauga-
áfall ...
Hún hikaði að nýju. Pétur beið,
kuldalegur, en þó forvitinn gegn
vilja sínum. Honum fannst sem
einhver ýtti við hurðinni að myrk-
urhúsi þvi, er hann hafði um langt
skeið lokað sig inni i með sorg
sína. Utan við það var ársól og
fuglasöngur. Þangað vildi hann ekki
fara — og langaði þó til þess.
— Ég átti von á barni, hélt hún
áfram. Og ég var alltaf að hugsa
um, hve hamingjusöm ég væri að
eiga þó eitthvað eftir, eitthvað til
að lifa fyrir. Þú ert kannski ekki
nógu gamall til að skilja það, ...
en hann fæddist daginn eftir — og
var þá dáinn.
Það var sem gneisti hrykki milli
þeirra, — konunnar og drengsins,
— hans sorg mætti hennar. Og
dyrnar að myrkurhúsinu opnuðust
í hálfa gátt.
—- En með vissum hætti var barn-
ið mitt lifandi, og hann hefur
þroskazt með mér, eftir þvi sem ár-
in hafa liðið, sagði Kaja. Ég var
vön að hugsa sem svo: Nú hefði
hann verið að læra að ganga, nú
hefði hann verið að byrja að ganga
i skóla. Þetta lætur ef til vill und-
arlega í eyrum, var kannski kjána-
legt af mér. En ég gat ekki varnað
því, að hann yxi svona upp í huga
mér. Liklega hefur það verið vegna
þess, að nú átti ég ekkert eftir.
Ég reyndi að hugsa mér, hvernig
svipur hans breyttist frá ári til árs.
Ég gaf honum meir að segja heiti
það, sem við höfðum verið búin að
koma okkur saman um. Það var
Stefán. Hann hefði verið tólf ára
gamall núna, — nákvæmlega jafn-
gamall þér.
Pétur hafði gengið nær lconunni,
eins og eitthvað drægi hann að
henni gegn vilja hans. Hann rétti
feimnislega fram höndina, — og allt
í einu var sem dyrum myrkurhúss-
ins væri hrundið upp á gátt.
— Vertu ekki með þenna svip!
hrópaði hann, og röddin var hás
af þjáningu. Ég vii ekki, að þú sért
svona raunamædd.
Augu iiennar höfðu verið afar
fjarræn, en nú leit hún við drengn-
um.
— Þú ert góður, sagði hún með
hægð.
— Nei, svaraði hann, og röddin
var enn hrjúf. Ég vil alls ekki vera
góður. En svona máttu ekki vera.
Hvernig leit hann út?
— Ég fékk aldrei að sjá hann.
Hann hefur bara verið til í huga
mínum — og hjarta. Þar hefur hann
svart hár og brún augu ...
KKERT rauf hina löngu þögn
nema hjartsláttur þeirra einn.
— Geturðu ... geturðu ekki
hugsað þér hann með svart
hár og gráleit augu? Pétur var sjálf-
ur undrandi á orðum sínum.
Hún kinkaði kolli. — Jú, það
mundi ég vel geta.
Aftur rétti hann hikandi fram
iiöndina, og nú mættust þau í inni-
legu handtaki. Nú varð þögn að
nýju, þangað til hann sagði loks:
— Ég hef aldrei kunnað við nafn
mitt, að minnsta kosti ekki þótt það
fallegt. Þetta var erfitt að segja,
því að mamma hafði valið honum
það. Mér þykir Stefán að minnsta
kosti eins fallegt og Pétur. Þú mátt
gjarna kalla mig Stefán, ef þú vilt.
Eitthvert hljóð kom af vörum
henar, eins og hún reyndi að hlæja
við. En það var enginn hlátur. —
Nei, mér þykir Pétur svo fallegt.
— Hvar er pabbi? spurði hann.
-— Annaðhvort situr hann úti í
bíl eða hann er á gangi hér úti fyr-
ir. Eigum við að fara út og leita að
honum?
— Já. En Sallý má ekki sjá okk-
ur, þá fer hún bara að spyrja.
Sallý. Þessi „heiðarlega mann-
eskja“, sem eyðilagði ráðagerð
þeirra viljandi, þegar þau ætluðu
að gera drengnum viðbrigðin létt-
ari. Hann skildi það kannski ekki
beinlinis, en grunaði það áreiðan-
lega ósjálfrátt.
Hann hafði spurl sjálfan sig:
Hvers vegna getur pabbi ekki gifzt
Sallý? Ef til vill hafði hún alltaf
ætlazt til þess sjálf. Ef hún skyldi
nú hafa liagað gerðum sínum i dag
til þess eins að koma eigin áformum
í framkvæmd, en ekki af umhyggju
fyrir honum!
— Við skulum laumast út, sagði
hann. En bíddu, fyrst ... Hann
rétti sig upp, líkt og hann hefði
tekið fasta ákvörðun.
— Mamma kallaði mig nú alveg
sérstöku nafni, mælti hann svo. Það
var eiginlega kjánalegt nafn, en ég
kunni svo vel við það. Hún kallaði
mig Túmma. Vilt þú ekki kalla mig
það líka? ★
JÓMFRÚRÆÐAN
Framh. af bls. 8.
er eitthvað kotungslegt við það nafn,
og efsti sessinn hefur ævinlega hæft
inér bezt.
Ég renndi enn augunum yfir sal-
inn og að stóli forsetans. Ef að lík-
um léti mundi leið mín liggja þang-
að, þegar stundir liðu. Handleggir
mínir hvíldu á brúnum ræðustólsins,
snjóhvitar skyrtulíningar gægðust
fram undan dökkum ermum. Ræðu-
stóllinn og ég hæfðu hvor öðrum,
og ég fann, hve vel hann fór mér.
Enn einu sinni leit ég yfir salinn,
dró andann djúpt, sveiflaði hend-
inni og . . .
Þá heyrðist röddin. Hún kallaði,
liásum, hrjúfum rómi, hin kalda
miskunnarlausa rödd verulleikans.
Hún sleit jómfrúræðuna úr huga
mér og drap þingmanninn í brjóst-
inu.
Ég stóð hér að vísu í ræðustóli
efri deildar Alþingis, en áheyrend-
ur voru óskhyggjan og stólar auðir.
Þingfundi var löngu lokið, og þing-
menn allir á braut. Ég var reyndar
vistmaður í þessu húsi, en til þessa
stóls lágu spor min ekki.
Röddin, kalda viðbjóðslega rödd-
in, kallaði enn — Pétur, Pétur.
Hvern skrattann sjálfan ertu að slæp
ast þarna inni i efri deild. Viltu
láta loka þig inni?
Það var samstarfsmaður minn sem
kallaði. Þingmaðurinn minn hafði
launað mér langan og tryggan
stuðning. Hann hjálpaði mér til að
komast að sem pallvörður á Alþingi,
þegar ég hætti að búa og flutti suður
i haust.
Valborg Bentsdóttir.
Hreinsum
gólfteppi
ÞRIF H.F.
Sími 35357.
32 VIKAN