Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 34
MINNISLEYSI
ítalska tannkremið —
— sem fer sigurför um alla Evrópu, og er nú komið í
flestar verzlanir. Sannfærist um gæðin og reynið túpu
næst er þér þurfið á tannkremi að halda, og þér munuð
verða ánægðari með tennur yðar, en nokkru sinni fyrr.
Heildsölubirgðir:
JSnyrtivórur b.f.
Box 834 — Simi 17177.
Framh. af bls. 5.
að ég hef ekki fengið matarbita.
Ég er hungraður eins og úlfur.
Edna tók allt i einu eftir því, að
hún hélt enn á talnemanum, og þótt
röddin kurraði ennþá í þvi, iagði
hún það á.
— Auðvitað, þú hlýtur að vera
dauðsvangur. Komdu með mér út i
eidhús og þá skal ég athuga hvað
ég finn handa þér.
Ég gekk á eftir henni og tók aftur
eftir nettum vexti hennar og grönn-
um ökklunum.
— Ég meiddi mig töluvert í höfð-
inu, sagði ég kæruleysislega. Er^
nokkuð kvalastillandi til hér heimá?
Hún opnaði skáp og tók fram litla
flösku.
— Þetta bætir kannski eitthvað.
Það er gias á vaskinum. En væri
ekki bezt að þú færir til læknis?
Ég fyllti glasið af vatni og tók
tvær töfiur, áður en ég svaraði.
— Ég fer til hans á morgun, ef
þetta verður ekki batnað þá. Það
er ekki nauðsynlegt að ómaka hann
þetta seint að kvöldi fyrir svona
smákúlu. Þetta var nú full vægt
til orða tekið, þvi að þessi smákúla
var alveg að sprengja höfuðið á mér.
Ég fór að hugsa um allt sem hafði
gerzt siðustu stundirnar. Ég hafði
setið hugsandi nokkra stund, þegar
ég tók eftir því, að Edna starði
undrandi á mig.
Ég fór að gefa henni nánar gæt-
ur. Meðan hún bjó til matinn, leit
hún oft á klukkuna á veggnum.
— Hver hringdi? spurði ég og
lét eins og ég hel'ði ekki áhuga fyrir
þvi.
Eg sá hvernig hún kipptist við og
óvæntri tortryggni skaut upp hjá
mér.
— Enginn sérstakur — bara vin-
kona.
Mér likaði ekki alls kostar hvernig
hún sagði þetta. Ég var einhvers
konar sölumaður og að öllum lik-
indum þurfti ég að vera að heiman
á næturnar öðru hverju.
Mér fór að skiljast hvernig i þessu
lá. Hálsinn á mér herptist saman,
og höggin i höfðinu jukust þrátt
íyrir töflurnar.
— Vinkona — hvaða vinkona?
Bláu augun hennar voru galopin
í náhvitu andlitinu. Hún byrjaði að
stama. — B — bara, hara ...
Ég réð ekki við mig. Ég beygði
mig yfir hana og rödd mín skar mig
í eyrun.
— Hvað heitir hann? Ha? Hvaða
Dick, Tom eða Harry er það í þetta
sinn? Þegar hún kipraði sig saman
heyrði ég sjálfan mig öskra: —
Skepnan þín! Þú hefur verið mér
ótrú.
Mér faunst eins og þetta hefði
gerzt einhvern tíma áður, — en
hvenær?
Edna var frávita af skelfingu.
Munnur hennar var ekki lengur
freistandi. Hann var opinn og af-
skræmdur.
— Við livað áttu? stamaði hún.
— Þú veizt vel, við hvað ég á.
Ég veit hver hringdi. Þú hafðir
hugsað þér að hitta hann í kvöld
og hann hringdi til að ganga úr
skugga um að ég væri fjarverandi.
Játaðu það — játaðu það.
Rödd mín var há og gjallandi og
ég sagði við sjálfan mig, að ég yrði
að jafna mig — ég varð að reyna
að komast til hotns í þessu. Ég var
viss um, að þetta hafði komið fyrir
áður — það var rins og ég færi með
hlutverk i leikriti.
Edna leitaði hælis bak við borðið
og þeð gerði mig enn trylltari. Hún
reyndi að hlaupa að dyrunum, en ég
hafði séð við þvi og tókst að hindra
það.
Hún byrjaði að hrópa og eitthvað
brast innra með mér. — Nágrann-
arnir máttu ekki heyra óp hennar,
svo að ég tók um hálsinn á henni, og
hún þagnaði. Ég þrýsti fastar á, og
hún barðist um. Allt i einu hataði
ég andlit hennar — það var dökk-
rautt og þrútið ...
Það var þá, sem ég fann, að ég
var að gráta. Það var eins og myrk-
Íur í heila mínum. Hugsun mín varð
ruglingslegri i stað þess að skýrast.
: Ég var næstum orðinn alveg ró-
legur aftur, þegar tveir menn í blá-
um einkennisbúningi rifu mig frá
Stellu. Stellu? Hvers vegna kom það
nafn alltaf upp i huga minn?
Skyndilega vissi ég svarið. — Glæta
frá fortíðinni hafði þrengt sér i
gegnum myrkrið i sál minni. Mér
hafði skjátlazt, þegar ég katlaði
hana Ednu.
Það hafði ekki verið ætlun min
að drepa hana, en hún hefði ekki
átt að fara á bak við mig. En ritt-
hvað var öðruvisi en það átti að
vera. Stella var ekki dáin.
Gráhærður maður var að reisa
hana upp. Hún var þreytt og döpur,
en hún var lifandi.
Ég heyrði að hún barðist við að
ná andanum.
— Guði sé lof, að þér komuð i
tæka tið, lögregluforingi. Einni
sekúndu seinna og ég væri ekki i
lifenda tölu. Ég reyndi að fá hann
til að tala, en skyndilega rauk hann
á mig.
Sá gráhærði hjálpaði henni að
setjast i stól og leit síðan hvasst
og kuldalega á mig áður en hann
byrjaði að tala.
— Við komum eins fljótt og mögu-
legt var. Það var heppni, að systir
yðar þekkti bil mannsins yðar og
liringdi til okkar. Hún var að vona,
að hún gæti náð til yðar, áður en
maðurinn kæmist hingað.
— Hvers vegna kom hann cinmitt
hingað? Það var eins og hann héldi,
að hann væri Clive.
Stella átti erfitt um mál og ég
vorkenndi henni.
Maðurinn, sem hélt mér, hafði srit
á mig handjárn og óg beið spenntur
eftir svari lögreglustjórans. Það
mundi að minnsta kosti skýra málið
fyrir mér.
— Mér þykir leitt, að þurfa að til-
kynna yður það, en af tilviljun hef-
ur eiginmaður yðar hitt þennan
mann, sem að öllum likindum er
John Lund. Lund drap mann yðar,
en það er greinilegt, að honum hefur
tekizt að meiða Lund, þegar hann
reyndi að verja sig.
í gegnum lágan ekka konunnar
heyrði ég það sem eftir var.
— Líklega hefur Lund haft fata-
skipti við mann yðar, en misst svo
minnið algjörlega. 1 gegnura skil-
ríki manns yðar hefur hann fengið
þá hugmynd, að hann væri sjálfur
Clive Thomas. Auðvitað eru þetta
bara getgátur og við munum aldrei
vita, hvað gerðist i heila þessa vesa-
lings manns. Fyrir tiu árum myrti
hann konu sína, Stellu Lund, vegna
þess að hún var of mikið fyrir aðra
karlmenn. Eitt kvöldið kom hann ó-
vænt heim.
Myrkrið féll aftur á meðvitund
mína og ég fór fús og rólegur með
lögreglumönnunmn.
34 VIK4N