Vikan


Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 25
„Um hvað snýst þetta eiginlega?" spurSi hann loks. „Ærukaupaþvingun-------------“ „Já, og það af verstu tegund." Og Alain var álíka lireykinn og veiðimaður, sem gortar af fiskidrœtti. „Hvað má bjóða ykkur, herrar minir?“ spurði Þjónninn. „Tvö glös af gini, svona til tilbreytingar," svar- aði Alain. Hann krosslagði arma á brjósti. „Eiginkona eins af okkar helztu stjórnmála- mönnum,“ sagði hann við Bob með illgirnislegri kæti. „Sama sagan og vant er; svolítil upplyfting, og Pétur félck sína 5000 franka, eins og samið var um fyrirfram. Heiðarleg viðskipti. Skilurðu hvað ég á við?“ „Þetta virðist ósköp hversdagslegt," tuldraði Bob og kveikti sér í sígarettu. „Hvaö svo--------“ „Þessi kirtlastarfsemistruflun, sem almennt er kölluð ást. Gjafir ... stefnumót ... dvöl I skíða- hóteli------- — „Já, nú man ég það.“ „Það er satt. Pétur kom aftur þaðan, einmitt sama daginn og við hittumst fyrst. Sagði okkur, að hann væri að koma ofan úr fjöllunum . . „Og hún hefur auðvitað skrifað honum. . .“ „Það er nú fyrir sig, samanborið við hitt — hvað hún skrifaði." Alain hló og rétti Bob bréf- in. „Betri heimildir um kynferðislega brjálun yfir- stéttanna er varla hægt að gera sér í hugar- lund.“ „Er það svo afleitt?" „Lengra verður ekki gengið." Hann lækkaði röddina. „Leiðinlegt að þú skuhr ekki hafa neinn áhuga á shkri lostasýki ... raunar hef ég það ekki heldur,“ flýtti hann sér að bæta við. Daníel hratt opnum dyrunum og hélt rakleitt að borðinu þar sem þau sátu, Nadina og Sam. „Hahó,“ kailaði hann, um leið og hann gekk framhjá. „Hahó“, svöruðu þeir Alain og Bob, báðir í senn. „Það fer allt vel i þetta skiptið," sagði Alain og saup á glasinu. „Og Pétur lætur sér það eflaust til varnaðar verða. Hann fær skömmina — og Mic Jagúarinn! Þarna verður þvi um einskonar viðskiptajöfnuð að ræða.“ „Mér finnst það ailt viðurstyggilegt," mælti Bob, án þess að nokkurrar reiði gætti í röddinni. ,Þetta heilaga siðgæöi!" Hann hló hæðnislega, en varð brátt alvarlegur aftur. „Satt bezt að segja, þá er þetta ekki vitund hlægilegt. Sé nokk- uð viðurstyggilegt í þessu méhi, þá er það ein- mitt þessi siðgæðishræsni. . . þessi þvæla um ást og hamingju, sem eldri kynslóðin hefur eitrað með allt okkar líf. Þessi svin verða aldrei neydd til að gjalda glópsku sína of dýru verði.“ Bob virti hann fyrir sér; vissi ekki fyrir víst hvað hann var að fara. „En við erum komin yfir það,“ mælti Alain enn. „Vitanlega," svaraði Bob, án þess Þó að hann skildi meininguna til hlítar. „Það segir sig sjálft." Alain brosti sama illkvittnislega brosinu, og þegar hann horfði á eftir þeim Bob og Mic kvöld- ið áður. „Að nokkur einstaklingur skuli vilja gera kröf- ur til þess að ná einkarétti á öðrum einstakl- ingi. . . .“ Guy, sem sat við að lesa í dagblaði, leit nú upp. „Brjálæði, og ekkert annað," sagði hann. „Við krefjumst frelsi,“ mælti Alain og hækkaði röddina, eins og hann beindi orðum sínum að öil- um viðstöddum. „Frelsið er hið eina, sem mann- inum er nokkurs virði. Óskorað frelsi á öllum sviðum . . .“ „Og þó sér I lagi kynferðismálum,“ tók Muriel undir við hann. Alain sneri sér að Bob. „Ertu Því ekki samþykk- ur?“ spurði hann hranalega. Bob kom sú spurning í hug hvort Nadina mundi enn vera hálfmey, þar sem hún virtist samþykkja skoðun Muriel með hrifningarbrosi. „Því skyldi ég ekki vera það?“ „Svei mér ef ég veit. . .“ Alain glotti ,og lækk- aði róminn. „Sjáðu nú til. Ef ég segði þér, að ég vildi gjarna komast yfir Mic, þá er ég viss um að þú mundir verða þvi mótfallinn!" Bob fölnaði við. Guy leit aftur upp frá blaðinu og spurði kæruleysislega!" Hvað nú? Eru Þau farin að vera saman?“ Bob leit í kringum sig. Svipur hans varð tví- ræður. „Hvernig í ósköpunum dettur ykkur slíkt í hug?“ spurði hann. „Við erum góðir kunningjar, það er allt og sumt!“ „Jæja, þá það!“ maldaði Alain í móinn. Bob slökkti í sigarettunni; kramdi stubbinn á. öskubakkanum. Hamingjan sanna, hugsaði hann; ég má ekki koma upp um mig-------------hafa vand- lega stjórn á svipbrigðum mínum, og þó einkum röddinni. Þau veita mér athygli. „Ég mundi því segja sem svo, að þið réðuð slíku sjálf," svaraöi Bob. Nadina, sem staðin var á fætur og gluggaðl i blaði yfir öxl Guys, sneri sér nú að Alain. „Kærir þú þig um að ég orðfæri það við hana?“ spurði hún. „Það væri reyndar heppilegra að þú fengir Clo til að annast milligönguna; þær eru nánar vinkonur. En þar sem hún er ekki hérna stödd —--------“ „Hvar í fjáranum skyldi hún eiginlega haldaf sig?“ spurði Daníel. ^ „Já, þú ættir að færa það i tal við hana,“ svar- aði Alain. „Að því tilskildu, að það komi ekki alltof óþægilega við hinar viðkvæmu hjartataugar Bobs kunningja mins!“ Bob stóð á öndinni. Hann fann að þau störðu öll á hann og biðu átekta. „Þið farið algerlega villur vegar," sagði hann og neyddi sig til að brosa. „Hvern fjandann sjálfan skyldi mig varða um það! E'rum við ekki öll frjáls gerða okkar, eða hvað?“ Alain starði enn á hann og svaraði kæruleysis- lega: „Jæja, þá það!“ Bob reis á fætur. Stakk bréfabögglinum í vasa sinn og fann augu Alains stöðugt hvíla á sér. Guy, sem virtist hafa misst allan áhuga á málinu, spratt nú á fætur og veifaði dagblaðinu. ,.Stór- kostlegar fréttir!“ hrópaði hann. „Hvað?“ „Hvar?“ „Þú skilur eftir í glasinu," mælti Alain við Bob. „Eg er ekkert þyrstur." „Ætlið þið bæði að fara á fund M. Félix?" spurði Alain, og var nú mjúkur í máli. „Veit ekki,“ svaraði Bob og hneppti að sér frakkanum. Honum var mjög i mun að komast á brott sem fyrst, áður en hann lenti í einhverri gildrunni. „Við ætlum að hittast 'í kvikmynda- húsinu klukkan átta. Þá afráðum við hvernig við högum því.“ „Það er einkennilegt þetta,“ mælti Alain sein- lega og hafði ekki augun af Bob. „Ég á við þetta með Mic — skrítið, finnst þér ekki? Þetta kom allt í einu yfir mig síðastliðna nótt-------þessi hneigð til hennar. Nú er ekki eins og ég sé kven- samur að eðlisfari, ef þú skilur hvað ég á við.“ Það vafðist einhvern veginn fyrir Boh að hneppa rétt að sér frakkanum. Hann mætti starandi augnaráði Alains og fann varir sínar titra. „Ég fór og sat fyrir henni við hljómplötuverzl- unina," hélt kvalari hans áfram, „en enginn hafði séð þar til ferða hennar, enda þótt ég vissi að hún hafði ákveðið stefnumót þar!“ „Ég veit ekkert um það," svaraði Bob og leit nú undan. „Leiðir okkar skildu, þegar við komum út úr veitingahúsinu. Jæja, verið þið sæl!“ Hann bjóst til að halda á brott, en Alain greip i frakkaermi hans og hélt honum föstum. „Ertu nú viss um að þetta skipti þig ekki meiru máli en þú lætur?" spurði hann. Bob var nú orðinn rólegur aftur. Endurminn- ingin um nóttina, sem hann hafði átt með Mic vakti honum bros á vör, og hann svaraði eins og ekkert væri: „Vitanlega. Hafi hún ánægju af því, þá sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu! Og fyrst þig langar til þess, þá skáltu bara reyna!" Hann gekk á brott. Alain horfði á eftir honum, log það var auðséð á augnatilliti hans að hann hugsaði margt. „Alain! Heyrðu, Alain! Veiztu hvað er um að vera?“ hrópuðu klikusystkinin. „Nei,“ svaraði hann og yppti öxlum, eins og hann kynni illa trufluninni. „Eru þeir komnir til tunglsins?' „Merkilegra en það!“ mjálmaði Nadina. „Gillespie heldur hljómieika í Olympia!" Það var einmitt í sömu andrá, að Clo kom inn. Hún var náföl og svipur hennar slíkur að allt datt í dúnalogn um leið og hún rétti upp hend- ina, og öll störðu þau á hana og biðu þess í of- væni, að hún tæki til máls. Meira að segja Alain reis til hálfs úr sæti sínu. En hún gekk teinrétt inn á mitt gólfið og leit hvorki til hægri né vinstri. Og þegar þögnin var orðin nærri óbærileg, lét hún fallast niður á bekk, og æpti eins og hún væri að missa alla stjórn á sér. „Ó, krakkar, krakk- ar---------" „Hvað er að?“ spirrði Alain, og Það leyndi sér ekki i rödd hans, að honum var brugðið. Clo fól andlitið í höndum sér. „Francoise liggur fyrir dauðanum!" stundi hún. ÞRETTÁNDI KAFLI. Tveimur stórum auglýsingaspjöldum var komið fyrir sitt hvoru meginn við anddyri kvikmynda- hússins. 1 skærum ljósbjarmanum til vinstri gat að líta mynd af Valentino með bogadregnar auga- brúnir og löng hvarmhár, en til hægri mynd af James Dean í röndóttri peysu, eins og þeirri, sem Nadina var jafnan klædd. Og yfir myndunum stóð skráð stóru ljósletri: TVÆR KYNSLÓÐIR — TVÆR HETJUR RUDOLPH VALENTINO — JAME.S DEAN. Tveir unglingspiltar i leðurúlpum og tvær ungl- ingsstúlkur á gallabuxum störðu dreymnum aug- um á hetjurnar. Eldri pilturinn blístraði hvellt. „Guð almáttugur — að kvenfólk skuli hafa framið sjálfsmorð vegna þessa bjálfa!“ „Hann var samnefnari sinnar kynslóðar," sagði önnur stúlkan og setti stút á varirnar. „Hann hlýtur að hafa dansað tangó eins og engill!" Eftir nokkra þögn varð hinum piltinum að orði: „Hver veit nema James Dean verði ekki síður kominn úr tizku eftir nokkur ár? En furðulegt mætti það heita!" Framhald i næsta blaði. ■Ml ,$g fór og aat fyrir henni viO hljómplötuvaralun ina,“ hHt kvalari hana áfram VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.