Vikan


Vikan - 04.05.1961, Side 24

Vikan - 04.05.1961, Side 24
frnncoise d Eoubonne Hann hló. Hún hallaði höfðinu aftur og spurði nú með sinni eigin rödd: „Lék ég ekki vel?“ Bob skemmti sér betur en nokkru sinni fyrr. Hann hló. Hvað hefur komið fyrir mig? Hvernig fer þetta? Og til þess að dylja aðdáun sína aug- Úm hennar, setti hann upp hörkusvip. „Þú lékst prýðilega! Þú gætir orðið dásamleg leikkona! Haltu áfram----------“ Og Mic tók aftur á sig svipgervi hinnar sak- lausu, óspilltu meyjar og mælti lágum rómi: „Ég skal bíða þín heima á hverju kvöldi og vaka yfir börnunum okkar. Ég brenn af óþolinmæði eftir að- verða eiginkonan þín! Ég veit að sambúðin getur ekki orðið samfellt sólskin, en við munum áreiðanlega eiga margar yndisstundir. Á sunnudög- unum ökum við i Fólksvagninum okkar; heim- sækjum frænku, sem segir okkur allar nýjustu slúðursögurnar ------ — eða frænda, sem rifjar upp afrek sín Þegar hann var i andspyrnuhreyf- ingunni. Og á sumrin dveljumst við tíma og tima á ódýrum baðstöðum, og ég fæ einhverja telpu til að gæta barnanna. Hvílíkur dýrðardraumur, ástin mín! Ég stend við hlið þér, í skugga þin- um, auðmjúk og þolinmóð; fylli upp í bilið á milli skrifstofunnar og vöggunnar, sem aldrei stendur auð---------“ Hún fór að hlæja. „Bob — þú ert Þó ekki draumsjúkur?“ „Nei, sem betur fer!“ svaraði hann og tók undir hiátur hennar. „Heldurðu ekki að ég ætti að skrifa fyrir eitt- hvert af þessum fínni kvennablöðum?" „Jú —- og svara bréfunum, prakkarinn þinn!“ Mic varð enn litið á þau, þar sem þau svifu í sæludraumi sínum. Og hún hætti að hlæja. „Nú hverf ég aftur að alvörunni," sagði hún sinni þyrrkingslegu rödd. „Og við verðum sam- an í allt kvöld.“ ,,Hvað um stefnumótið?" Hann hélt niðri í sér andanum á meðan hann beið svarsins, og rómur hennar var þrunginn galsa og fögnuði. „Sá náungi má fara til fjand- ans! Þú varst óviðjafnanlegur, þegar þú rakst M. Félix á stampinn. Og nú hef ég tekið á- kvörðun!" Bob reyndi að leyna gieði sinni. „Ég er ekkert hissa á því,“ svaraði hann og leiddi hana út úr salnum. „En — hvar getum við eytt nóttinni — Qg þá á ég við að ég verði að vera kominn heim rtðvtr en foreldrar minir fara á fætur!" „Hafðu engar áhyggjur af því,“ svaraði hún. „t>ú getur komið heim með mér. Kerlingin sefur alltaf eins og steinn og heyrir ekki neitt!'- Bob brá, en leyndi því. Það var eins og henni væri gefin sérstakur hæfileiki til að gera alla hluti hversdagslega og eyðileggja alla viðkvæmni. Hann fylgdist með henni, reiður henni, en þó reiðastur sjálfum sér, þvi að hann taldi viðbrögð sín alltof borgaraleg. En birtan hafði dofnað hið innra með. honum. „Við skulum flýta okkur!" sagði hún. „Þessi staður og þessir kunningjar þínir erp ekki við mitt hæfi." Þau settust á bak skellinöðrunni og þutu af stað. TÓLFTI KAFLI. Bob hafði hraðann á. Hann hafði mælt sér mót við Alain, sem vildi vera viðstaddur símtal við M. Félix. Hann ók á rauðu ljósi yfir kross- götur, en fór sér svo hægara; kom í hug, aS ef lögreglan færi að skipta sér af honum, yrði það eingöngu til að tefja för hans. Þegar ljósin leyfðu, þaut hann hinsvegar af stað eins og kólfi væri skotið, og hafði nærri ekið á lítinn dreng, sem varð fullseinn að forða sér upp á gangstéttina. „Gættu að þér, karlinn!" hrópaði hann. „Barnamorðingi," heyrði hann sagt og kann- aðist við röddina. Það var Clo, sem kom út úr lyfjabúð. Bob fannst útlit hennar eitthvað annarlegt, og fram- koma hennar þá ekki siður, þegar hún lagði hönd- ina ástúðlega á öxl litla drengnum og mælti: „Svona, þú ert öruggari uppi á gangstéttinni!" „Svo að þú ert orðin fóstra," sagði Bob ertnis- lega. „Ekki vissi ég að þú hefðir gaman af krökkum!" „Allt getur gerzt!“ „Viltu setjast á bak? Ég er á leiðinni til Mabillon!" „Nei, þakka þér fyrir. Ég þarf að hitta Nicole hjá Relai; hún hringdi til mín, það er eitthvað, sem hún þarf að ræða við mig.“ Hún stamaði og virtist annars hugar. „Það er eitthvað í sam- bandi við Francoise." „Jæja — vertu þá blessuð!" Það leyndi sér svo sem ekki að hún var ver- aldarvön, hugsaði hann, en um leið bar hún það lika með sér, að hún var af góðum ættum. Það var einkennilegt að hugsa til þess nú, að þau skyldu hafa rekkjað saman, hann og þessi fallega stúlka, og að hann skyldi engu að síður geta litið á hana hlutlausum augum og jafnvel með nokkurri gagnrýni. Nú þótti honum sem hann hefði aldrei á ævi sinni kynnzt neinni stúlku náið, annarri en Mic. Þegar hann kom á ákvörðunarstaðinn, stökk • hann af baki skellinöörunni. „Sæll, Alain!“ „Sæll!“ Alain var allt að því glæsilegur í splunkunýju leðurúlpunni og bros hans svo fjarrænt og annar- legt, að helzt hefði mátt halda að hann væri skemmdarverkamaður. „Kem ég of seint?" „Fiskurinn bíður á önglinum!" „Jæja, þá er að draga hann.“ Þeir komust að símaklefanum, án þess að þurfa að bíða. „Ég skal velja númerið. Það er alltaf hagsýni að skipta með sér verkum." „Halló!" Rómur M. Félix var þurr og geðvonzkulegur. „Halló, M. Félix, Það er umboðsmaður Péturs, sem talar — — —" „Gott,“ svaraði M. Félix. Og svo varð andar- taksþögn. Alain glotti; þrýsti tengitalnemanum fastar að eyranu. „Ég bíð þín í kvöld klukkan tíu á sama stað, ungi maður,“ mælti M. Félix. „Ég hef þá með- ferðis það, sem krafist var." Bob reyndi að leyna ánægju sinni. „Klukkan tíu? Ég kysi heldur að það yrði ekki fyrr en klukkan ellefu, ef yður stæði á sama.“ „Klukkan ellefu — það er í lagi, en ekki held- ur seinna." „Gott," svaraði Bob, og forðaðist alla hæversku, vegna þess að Alain hlustaði á. „Að sjálfsögðu hafið þér bréfin þá meðferðis __lí „Bréfin---------“ Alain kinkaði kolli til hans, eggjandi. En Bob var brugðið. „Já, að sjálfsögðu á ég við bréfin," endurtók M. Félix og hækkaði röddina. „Heyrið þér ekki til mín?“ „Jú, ég---------“ Bob leit örvæntingaraugum til Alains, sem glotti út að eyrum. „Jú, auðvitað hef ég bréfin meðferðis, en----------“ M. Félix hafði lagt talnemann á. „Hvað nú?“ varð Bob að orði. Hann strauk fingrunum um háls sár. Skyrtan var rennvot af svita. „Hamingjan góða,“ tuldraði hann. „Það hlaut að reka að þessu.“ Hann sneri sér að Alain, sem glotti enn. „Þetta er ekki til að hlæja að,“ sagði hann gremjulega. „Vesalings Mic. Ef til vill er þetta henni fyrir beztu. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra." „Ekki það?“ sagði Alain. „Að komast yfir 600.000 franka ... Og hvers vegna ekki? Unglingsstúlka var orðin leið á biðinni og opn- aði klefadyrnar. „Er umræðunum lokið?" spurði hún ónotalega. „Við erum farnir." Stúlkan hvarf inn i símaklefann.- Þeir Bob og Alain tóku sér sæti á bekk. „Vesalings Mic. Hún verður fyrir hræðilegum vonbrigðum." „Þvi þá það?“ spurði Alain hæðnislega. „Skilurðu þá ekki--------—“ „Nú — ætlarðu ekki að sækja peningana?" „En hvaö um þessi bréf, sem hann krefst í staðinn? Þú ætlast kannski til Þess að ég falsi þau? Þar að auki hef ég fengið megnustu andúð á þessu öllu saman.“ „Nei, þú þarft ekki að falsa þau,“ maalti Alain hróðugur og dró innsiglaðan bréfaböggul upp úr úlpuvasanum. „Þú ert þá með þau?“ hrópaði Bob og gat ekki leynt undrun sinni. Hann rétti hendina út, en Alain stakk bréfabögglinum aftur í úlpuvasa sinn. „Já, ég hef haft þau undir höndum síðan í gærdag." „Hvernig stendur á þvi?“ „Pétur hafði gleymt þeim i flaustrinu. Hringdi til min í mesta uppnámi og bað mig að brenna þeim." Bob greip harkalega um arm honum. „Og þú lézt mig iara þetta, enda þótt þú vissir hvernig allt var í pottinn búið?“ „Hlustaðu nú á mig, gamli minn,“ svaraöi Alain. „Við tökum úthverfapilta ekki í klíkuna íyrr en þeir hafa sýnt og sannað að Þeir hafi einhvern manndóm í sér. Þetta er einskonar próf- raun, skilurðu---------“ „Mér þykir þú —--------“ Nadina kom inn í þessu, tággrönn og eggjandi í hreyfingum. „Halló — þið hafið víst ekki séð hana Clo?“ „Nei,“ svaraði Alain. „Og við sitjum hér á tali, svo ég hef því ekki neinn tíma til að bjarga kisu- greyjum þessa stundina." Nadina lét sem hún heyrði ekki orð hans, en gekk yfir að borði þar sem ljóshærður piltur sat. „Halló, Sam — ertu að bíða eftir honum Daníel?" „Já, langar þig kannski til að hitta hann?“ „Ef þú hefur ekkert á móti þvi. Annars máttu bjóða mér coca-cola.“ Bob var svo þungt hugsi, að hann veitti ekki athygli neinu því, sem fram fór kringum hann.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.