Vikan


Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 16
Dr. MATTHÍAS JÓNASSON ÞEKKTU SJALFAN HG VON OG ÓTTI. Maðurinn sviptist milli geigs og vonar. St Von hans er sú að njóta hamingju, að fá j l þrám sinum fullnægt, óskum sínum fram- ^ gengt. En bak við hamingjuvonina leynist geigur og ótti við það, að fjandsamleg öfl snúi þrám og óskum upp í vonbrigði og fylli ævi hans böli og þjáningu. Við könnumst öll við ævintýrið um ham- ingjuleitina. Æskumaður yfirgefur þröngt kotið og berst á vængjum vonarinnar út í hinn stóra heim til þess að leita hamingj- unnar. En leið hans liggur um torfærur og leitin verður lengri en hann grunaði. Ef vonin stælti ekki hug hans, væri hann ofur- seldur ógæfunni. Loks snýr hann vonsvik- inn heim í bernskudalinn þrönga. Og sjá! Þar stendur hamingjan á gamla leikhólnum og bíður hans. Ævintýrið er ekki aðeins einföld frá- sögn, heldur jafnframt túlkun á manneðl- inu og mannlegri þrá. Boðskapur þess er sá, að maðurinn muni helzt finna hamingj- una á þröngu sviði nægjusemi og dyggða. Maðurinn leiti venjuiega langt yfir skammt, eltist við mýrarljós óhöndlanlegr- ar gæfu, en komi ekki auga á hana, þar sem hún bíður við túnfótinn. Sönn ham- ingja sé í því fólgin að gæta hófs í kröfum sínum og áformum og una glaður við sitt. En hvernig stendur þá á þvi, að maður- inn leggur sífellt út á fimindi óvissunnar í hamingjuleit, enda þótt að honum læðist sá gmnur, að hann endurtaki aðeins bitur vonbrigði einstaklinga og kynslóða? f Gísla sögu Súrssonar segir, að hann átti sér draumkonur tvær, sem vitjuðu hans á víxl. önnur var grimm, og Gísla var kvöl að návist hennar. Hin var mild, lét vel að honum og gerði honum glatt í skapi. Hvora myndi Gísli nú hafa kosið fremur? Það er auðsætt mál, og þannig er öllum mönnum farið. Allir kjósa nána sambúð vio hamingjuna, en ógæfuna þráir enginn. Ef hamingja manns væri fólgin í nærtæk- um hversdagsmunaði, eins og boðskapur ævintýrisins hljóðar, þá myndi hann leita þangað sjálfkrafa og án áminninga, rétt eins og vatn rennur undan hallanum. En hamingjan er ekki hverjum manni svona nærtæk. Þvi brjótast sumir „frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell,“ þó að þeir geti ekki séð fyrir, hvor draumkonan muni fremur hjúfra þeim: hamingjudísin eða norn ógæf- unnar. AÐ VÍKJA HJÁ. f þessu efni boðar ævintýrið engan al- gildan sannleika. E.t.v. rekur eitthvert dul- ið afl manninn áfram í hamingjuleit hans. Þá væri varkárni við duldum hættum, eins og höfundur Hávamála varar við, ekki lengur á valdi einstaklingsins. En var- færnin gæti auk þess valdið óheilindum og geðleysi, ef einstaklingurinn þyrði ekki að mynda sér stefnu og sannfæringu af ótta við að fara þannig á mis við gæfuna. Ham- ingjuleitin yrði þá flótti frá þeim kröfum, sem manndómur og sannfæring gera. Þessari manngerð hamingjuleitandans lýsir Henrik Ibsen í Pétri Gaut. Pétur er sífellt á flótta undan faðmlagi hinnar grimmu nornar, en telur sig stöðugt hafa fangað hamingjuna eða vera í þann veginn að grípa hana. Hann fylgir í raun lífspeki Dofrans: „Auga, sem grætur er manni til baga og beiskir líf þitt með sorg og sút.“ Þess vegna er Pétur alltaf á flótta frá sjálfum sér, alltaf að „sveigja hjá,“ eins og beygurinn skipar, röddin i brjósti hans sjálfs. En þegar óttinn ræður fremur í hamingjuleitinni en trú leitandans, að hann finni hamingjuna, þá hefir maðurinn af neitað eðli sínu og lætur sér nægja að vera sjálfum sér nægur í stað þess að vera sjálfum sér líkur. Við þurfum ekki að leita til skálda um dæmi þess, að fólk af- neiti eðli sínu fyrir ódýra hamingjuvon. Slíkt gerist daglega í nánasta umhverfi okkar. Ung stúlka þolir illa heimilisvenjur og myndugleika foreldra sinni. Til þess að losna undan slíkri þving- un gengur hún fyrirhyggjulítið í ástlaust hjónaband. Henni ligg- ur í léttu rúmi, að hún elskar ekki eiginmanninn. Hún sveigir hjá, eins og Pétur. En um leið gengur hún blindandi fram hjá þeirri hamingju, sem ástríkt hjónaband hefði fært henni. HVAR ER HAMINGJAN? Hvorug þessara leiða, nægjusemin m'eð sinn litla hlut né flótt- inn frá eigin eðli, liggja til hamingjunnar. Hún er torfundin. Af ótölulegum fjölda vonglaðra hamingjuleitenda snúa flestir von- sviknir aftur heim í kotið, sem þeir lögðu upp frá, en bærinn er þá hruninn og engin hamingjudís bíður á mosagrónum leik- hólnum. Margur leitaði hamingjunnar í auði og fékk sig aldrei saddan, í völdum, og mátti alltaf óttast ofjarl sinn, í frægð, en stóð ávallt í skugga annarra og gleymdist. Margur þóttist mundu blíðka hana með ódauðlegri list, en hlaut að launum örvilnun eina fraunmi fyrir misheppnuðum verkum sínum. Aðrir hyggj- ast þjóna henni með því að leiða sálirnar frá synd og glötun í eilífa sælu, en mega að lokum játa með beizkju, að jarðnesk synd þykir eftirsóknarverðari en eilíf sæla, og að jafnvel þeir sjálfir hafa látið þessa óguðlegu tilhneigingu leiða sig afvega. Loks eru þeir, sem taka lampa líknarseminnar sér í hönd og leita þannig hamingjunnar, en ljós þeirra megnar ekki að rjúfa hið ógæfuþrungna myrkur eymdarinnar og slokknar fyrr en vanr' Framh. á bls. 28. Leitin að liís- hamingju 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.