Vikan


Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 15
íþróttii' HéSan I frá veröur varla mikiö um ástundun skíðaibróttarinnar, nema fyrir þá sem halda inn á jökla. En það verður varla annað sagt en að skiðafærið seinast í marz og fyrri- sínum Ira Muchinson og Leamon King verið mjög nálægt heimsmetinu á hundrað metrunum. Sjálfur er hann með beztu spretthlaupurum á tvö hundruð metrunum og bundu Bandarikjamenn miklar vonir við hann. Ray Norton er um tvítugt, há- vaxinn og beinvaxinn. — Hann sagði að ég væri líkur þér. — Hverju anzaðir þú? — Engu. Hann var miklu stærri en ég. an að á hátíðinni stendur er keppni um það, hvaða borp nálægt Ríó hefur upp á bezta sambadansara að bjóða og Orfeus er staðráðinn I að verja heiður þorps sins og sigra. Nú vill svo vel til að um kvöldið þegar hann er að stilla gitarinn sinn, þá birtist ung sveitastúlka Evredike og þá er ekki að sökum að spyrja. Harm- leikurinn hefst eins og allir góðir harmleikir gera, á því hversu lifið getur verið indælt. Það er smásaga á bak við kvikmyndatökuna. Leik- stjórinn franski Marcel Camus, sem var drifhjólið í framkvæmdunum Breno Mello hafði 1957 gert misheppnaða tilraun til þess að taka myndina. Bæði var það, að hann fann ekki réttu leik- arana og eins að smá saman varð hann peningalaus. Datt honum i hug að gera kvikmyndina eingöngu með negrum og lagði þessa hugmynd sina fyrir þáverandi forseta Brasilíu Kubitscheck og bað um stuðning hans. Forsetinn varð Það hrifinn af þessu að ríkulegt lán var veitt. Og með þessu móti varð „Orfeu Negro" til. Vonandi verður ekki eilífð þang- að til að við fáum að sjá hana hérna. Aðalleikararnir eru ekki atvinnuleik- arar eða voru það að minnsta kosti ekki og er það ekki í fyrsta skipti að verðlaunamyndir hafa verið tekn- ar með líkt þekktum leikurum. Það sést hér litið af rússneskum kvikmyndum og er það að vonum. Það þurfa alltaf að vera mjög sér- stakar myndir, sem hægt á að vera að sýna fólki, sem ekki skilur málið og enginn texti fylgir. I Þýzkalandi eru allar útlenzkar myndir sýndar með þýzku tali og er þá engin furða að hægt sé að sýna japanskar, ind- verskar, Indverjar eru með mestu kvikmyndaframleiðendum i heimi, rússneskar, kínverskar o. s. írv. myndir. En rússnesk kvikmynd var sýnd við mikinn fögnuð i Cannes i fyrravor. Enda var efnið hugnæmt og leikendur ungir. Sagan fjallaði um ást tveggja unglinga og heitir „Saga um hermann". Leikendurnir ungu voru sextán og nítján ára, Iana og Vladimir, sem er kannski Jóna og Valdi á íslenzku. Þau eru bæði nem- ar við kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu. Ray Norton. Enskt fyrirtæki hefur um nokkurt skeið unnið að tæki, sem á að gera blindu fólki kleift að fara ferða sinna með dálitlu meira öryggi, en hingað til hefur verið. Á það að geta varað við ýmsu, svo sem trjám, tröppum, ljósastaurum og göturæsum i allt að sex metra fjarlægð. Tækið er að út- liti til og stærð eins og vasaljós, en það notar hátíðnishljóð, sem það sendlr frá sér og endurkastast svo. Með því að hlusta á tónhæðina á að vera hægt að gera sér grein fyrir hvort nokkuð sé framundan. skrítlur — Hvers vegna hefur kona aldrei orðið forseti? — Veiztu ekki að forsetinn verður að hafa náð 35 ára aldri? — Höfum við ekki sést einhvers staðar áður? —- Sjálfsagt. Ég er þar oft. irðu svona á mig? Mannætan: -— Ég er matvælaeftir- litsmaður. lcvilcmyndir part aprilmánaðar hafi verið með ein- dæmum skemmtilegt fyrir allan al- menning. Þúsundir manna hafa lagt Xeiðir sínar á fjöll og firnindi til þess að njóta bæði veðurs, útsýni og ánægjuna af þvi að bruna á skíðum klukkutímum saman. Skiðamyndin á siðunni sýnir skemmtilega, hvernig erfiðað er, til Þess að komast upp og eftirvæntingin eftir að geta rennt sér eftir nokkrar sekúndur skín bein- línis af baksvip fólksins. Það er ekki ónýtt lífið, þegar veðurguðirnir leggja sig svona mikið fram til að þóknast okkur. —O— Það hefur löngum þótt merkilegt viðfangsefni fyrir Evrópumenn, að ala upp íþróttamenn, sem stæðust Bandaríkjamönnum snúning í frjáls- um íþróttum. Sérstakt keppikefli hef- ur það verið, að fá hlaupara sem gæti hindrað sigurhlaup Bandaríkja- manna á hundrað metrunum. En þann mann fengu þeir, þegar Armin Hary birtist í Róm í sumar sem leið. Samt sem áður hafa þeir vestra lík- legast á flestum mönnum að skipa, þeim sem beztir eru á þeirri vega- lengd. Einn þeirra er svertinginn Ray Norton. Hann hefur ásamt löndum Tækni Rússi Aleksei Smolin að nafni, sem þekktur er fyrir kappakstursbila, sem hafa sett nokkur evrópsk met, hefur lokið tilraunum og teikningum að fljúgandi bíl. Bíllinn verður útbúinn Þyrluspaða, sem hafður verður I skottinu og settur á þegar bíllinn þarf að komast yfir einhverjar hindr- anir, svo sem vatnsföll og vegleysur. Þá á hann að geta svifið, þó ekki verði i mikilli hæð. Útlitið á að vera sem næst útliti venjulegra bíla, eftir því sem segir I fréttinni. —O— Það hefur alltaf verið litið á sím- an sem hættulegt tæki til samræðna um leyndarmál, þar sem hægt hefur verið að hlusta inn á línurnar. Það er frægt hvernig heilar sveitir geta hlustað á einkasímtöl manna hér á landi og sjálfsagt hefur fólkið ekki gert sér grein fyrir að þaö er gróft brot á friðhelgi einkalífsins að liggja þannig á línunni. Úti í löndum, þar sem fjársterkir aðiiar hafa viljað fá vitneskju um keppinautana, þá hafa þeir ráðið sér sérstakan mann til þess að hlera símtöl viðkomanda. Einnig hafa lögreglur ýmissa landa fært sér þetta í nyt. Það hafa nú oft sézt hér bandarískar myndir, þar sem lögregl- an fellir sökudólginn á slíku. Hvað um það, þá er komið á markaðinn fyrirbæri sem hindra á slikar hlust- anir. Og er það gert með þvi, að kop- arvír er hafður í einangruninni og í hann er spanaður hávaði, sem myndi algjörlega hindra hlustara í verki sínu. Verði einhver svo aðgangsharð- ur að skera á strenginn, til að kom- ast beint inn á línuna, þá meldast það strax í miðstöð og verður sú saga þá ekki lengri. Á kvikmyndahátíðinni i Cannes árið 1959 fékk fransk-brasiliska myndin „Orfeu Negro“ fyrstu verð- laun. Tilkoma þessar kvikmyndar var allflókin. Kvikmyndahandritið er byggt á leikritahandriti og leikrita- handritið á griskri goðsögn. Goð- sögnin er á þá leið að Orfeus lék svo lystilega á flautu að honum var leyft að sækja látna konu sína frá undirheimum, en þar lifðu framliðn- ir eilífðartilveru og var henni lýst á þá leið, að hún væri grá. Nema hvað, að Orfeus fer að sækja konuna og er sett eitt skilyrði. Sem sé að Marpessa Dawn. hann megi ekki lita um öxl á leið- inni til jarðar, til þess að horfa á konu sína. Eins og lög gera ráð fyrir stóðst hann ekki mátið og gerði það samt. Við það var úti um endurfundi. Konan varð að dúsa I undirheimum. 1 brasilisku nútímaútgáfu á þessum harmleik, er Orfeus sporvagnsstjóri í Rió, sem heillar alla á kjötkveðju- hátiðinni, með söng og dansi. Á með- VIKAM 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.