Vikan


Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 5
hæðina og i því bili sá ég lögreglu- þjón í iskini billjósanna. Hann benti mér að stanza. Andartak datt mér í hug að ryðj- ast fram hjá, en skynsemin réð gerðum mínum. Ég kastaði skrúf- lyklinum niður á góll'ið og setti á mig hattinn, sem lá i sætinu. Þar sem liann var mátulegur, gerði ég ráð fyrir, að ég ætti liann, og ég vildi siður að það sæist að ég hafði verið sleginn. Hávaxinn lögregluþjónn kom hægra megin að hílnum og lýsti með vasaljósi beint frarnan i mig. Ég deplaði augunum í birtunni. — Það er leitt að þurfa að ónáða yður, en vegurinn er lokaður. Ég geri ráð fyrir, að þér vitið hvers vegna ? Ég kinkaði kolli. — Já, ég heyrði það í útvarpinu rétt áðan. Það var sagt að liann væri á leið til Hunts- ville. — Það er ekki gott að segja hvar hann stingur upp kollinum, sagði lögregluþjónninn þungbúinn. Það versta við þennan náunga er það, að hann heíur svo venjulegt útlit, að hann getur komizt í gegnum hvaða vegatálmun sem er án þess að þekkjast. Ég dró upp ökuskirteinið. — Hvers vegna er hann svona liættulegur? — Satt að segja vitum við ekki livort hann er það. Hann var lok- aður inni fyrir tíu árum fyrir morð á eiginkonu sinni, og það átti sér einhverja langa sögu. Jæja, þetta virðist vera i lagi hjá yður, svo við munum ekki tefja yður lengur. — Það er vist hezt að flýta sér heim — frúin verður sjálfsagt hrædd ef ég kem ekki bráðum. Ég ók af stað í átt að Huntsville og ég var laus við lögregluna. Smám saman byrjuðu áhyggjurnar vegna fjölskyldu minnar að skyggja á allt annað. Ég hægði á ferðinni, þegar ég ók ' inn í Huntsville. Þetta var smábær, með einni verzlunargötu. Ég stanz- aði fyrir framan mjólkurbar. Stúlkan stóð balc við afgreiðslu- ^ borðið og það leið nokkur stund áður en hún sneri sér að mér. Hún þekkti mig greinilega ekki. — Fyrirgefið að ég ónáða yður, en gelið þér sagt mér hvernig ég kemst til Oliver Street? — Hún leit dálítið undrandi á mig, en svaraði svo: — Jú, það get ég, mágur minn býr þar. Farið götuna á enda og beygið til vinstri við stóra, hvíta húsið og síðan til hægri i næstu götu og þá fer ekki hjá því, að þér finnið Oliver Street. Ég gekk út að bílnum og stakk lyklinum í. Vélin fór í gang, en það drapst strax á henni aftur. Ég bölv- aði. Billinn hafði ekið ágætlega til þessa. Ég leit argur upp að mjólk- urbarnum og um leið og ég kom bílnum í gang tók ég eftir dálitlu undarlegu. Afgreiðslustúlkan stóð fast upp við gluggann og þótt umhverfið speglaðist í rúðunni, sá ég, að hún var undrandi á svipinn. Þetta gerði mig órólegan — ég gat ekki skilið livers vegna hún horfði svona á mig. En þá fór bíllinn af stað og ]iað síðasta sem ég sá af stúlkunni var andlit hennar, sem hún þrýsti upp að gluggarúðunni. Kannski var það glerið, sem af- skræmdi svona útlit hennar. En nú fannst mér hún ekki lengur sérlega vingjarnleg. Þegar ég beygði inn götuna til liægri, byrjaði ég að fá aftur kvalir i höfuðið. Þær voru svo sárar, að ég átti bágt með að finna númer fimmtán. En ég var feginn að vera kominn heim, svo að ég gæti tekið eitthvað til að lækna höfuðverkinn, og ef ég fengi nægan svefn, mundi ég sjálf- sagt fá minnið aftur. í götuljósinu sýndist mér númer fimmtán vera vinalegt litið hús, með velhirtan garð. Ég ók bílnum inn stiginn og stanzaði. Við úti- dyrnar var ég að velta þvi fyrir mér, hvort ég ætti að hringja á mín eigin dyrabjöllu, eða bara ganga inn. Hvernig var eiginlega sambandið á milli mín og konu minnar? — Vorum við hamingjusöm eða þvert á móti? ^ Ég hikaði svolitla stund þarna á tröppunum og þá heyrði ég símann hringja í forstofunni. Hringingarnar voru háar og skerandi. Ég stóð þarna eins og þjófur og heyrði livernig talneminn var tekinn upp Ég reyndi af öllum mætti að heyra orðaskil, en höggin í höfðinu á mér létu of hátt og konan mín talaði of lágt. Ég var argur yfir að fylgjast ekki með samtalinu — en svo opn- aði ég dyrnar og gekk inn. Iíonan við símann var lítil og nett. Hún var jafnfalleg og á myndinni. Hún var hláeygð með svolítið úfið hár, sem var tekið saman i hnút í hnakkanum. Hún sýndist alveg steinhissa, jafnvel dauðhrædd, svo að ég gerði ráð fyrir að hún hefði ekki búizt við mér strax heim. Ég lirosti og mundi eftir nafninu aftan á myndinni og sagði: — Halló Edna, þá er ég kominn. Ég breytti áætlun minni, þegar ég heyrði um strokumanninn. Ég gat ekki hugsað mér, að þú værir ein heima með drengina. Ég hélt næstum, að það mundi líða yfir hana, en svo datt mér í hug, að henni hefði orðið svona bilt við af þvi að sjá mig svona óyænt, Andlit hennar var náfölt. Ég gekk til hennar og ætlaði að styðja hana, en liún náði sér og þvingaði fram bros. Röddin var óstyrk, þegár hún sagði: — Ég átti ekki von á þér fyrr en á morgun. — Ég lauk viðskiptunum fljótar en ég bjóst við og strax og ég heyrði tilkynninguna ók ég beint heim. Reyndar dettur mér það í hug núna, Framhald á bls. 34. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.