Vikan


Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 17
 í. t%tr{hfrf $%&** fílMtófe ♦ • : 6r.| BftvfaíJm Lýst eftir landi Vikan hefur komizt yfir gamalt landa- kort, nánar tiltekið frá árinu .... Þetta kort sýnir, að einstakir hlutar heims hafa verið kortateiknurum þess tíma fremur óljósir, og sérstaklega á það við um Ame- ríku, sem sést raunar lítið á þessari úr- klippu. Hins vegar sjáum við stórt eyland út af Reykjanesi, sem kallað er Frísland. Einhver örnefni eru tilgreind á þessari eyju, enda þótt þau séu ekki læsileg. En hvar hafa kortagerðarmennirnir fengið hugmyndina að þessu landi? Varla eru það Frislandseyjar, sem á vorum tímum eru ein- hvers staðar út af Hollandsströndum, litlar og ómerkilegar þar að auki. Líklegra væri, að Vestmannaeyjar hefðu eitthvað ruglazt I meðförunum og færzt vestur á bóginn — og stækkað til muna um leið. Vikunni væri þökk á því, ef einhver fróður maður gæti veitt vitneskju um þetta eyland. Það er eftirtektarvert, hversu Island er fjarri þvi að vera rétt að lögun, en önnur EVrópu- lönd eru hins vegar mjög nærri lagi. LIST í SOYÉT Rekið hefur á fjörur vorar ágætt rit um list í Rússlandi. Það er prýtt fallegum myndum af rússneskum málverkum, sem flest sýna hamingjusamt ungt fólk að framkvæma siðustu fimm ára áætlun. Það er fleira en stjórnmálin, sem austrið og vestrið eru ekki sammála um. Þessar rússnesku myndir eru allar af því tagi, sem listamenn Vesturlanda viðurkenna ekki, að sé list. Þeir nefna það handverk. Við sjáum á meðfylgjandi mynd hafnar- verkamenn við vinnu. Hún er máluð í sama stíl og Kurt Ard og Norman Rockwell nota, þegar þeir teikna forsfðumynd- ir á vikublöð í Danmörku og Bandarikjunum. Meginatriðið er hin Ijósmyndalega ná- kvæmni,, en siðan er myndin „púntuð“ með fallegri litum en til eru i fyrirmyndinni. Svo sjáum við höggmynd, sem á að sýna hinn unga, rússneska vis- indamann. Hann slöngvar spút- nik út i himinhvolfið, og á and- liti hans er mikill ábyrgðar- þungi. Þriðja myndin er af ungri stúlku, sem hlýtur að vera ófullgerð, þvi að hún er eitthvað svo ópússuð og fjarri ljósmyndaliegri eftirlikingu, sem sýnist þó vera markmiðið. nsplfiw VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.