Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 9
ÞaÖ er mikill ábyrgðarhluti, hvernig til tekst
um byggingu nýrra úthverfa. Þar verður búið
að næstu áratugina eða hver veit hvað og ekki
svo auðvelt að breyta því, sem miður hefur tek-
izt, þegar allt er byggt úr varanlegum bygging-
arefnum. Það er ekki nóg, að hver bygging sé
falleg út af fyrir sig. Líta verður á heil hverfi
sem eina heild og skipuleggja þau samkvæmt þvi.
Þetta er bæði menningaratriði og hefur uppeldis-
gildi fyrir íbúana. Að sjálfsögðu gildir ekki alls
staðar hið sama: Ibúðarhverfi á flatlendi verður
að skipuleggja öðruvisi en annað, sem staðsett
er utan í hlíð.
Mikill auður er ekki undirstaða undir happa-
drjúgu skipulagi og byggingu íbúðarhverfa. Þar
skiptir mestu, að þeir hafi sæmilegan smekk, sem
fjalla um málið. Við birtum hér nokkrar myndir
af úthverfi i Björgvin. Þar er margt athyglisvert
að sjá, en ekki er það vegna þess, að þar sé ein-
hver sérstakur auður saman kominn. Það eru
ekki neinar Snobbhills- eða Beverley Hills-„villur,“
— aðeins 70—100 fermetra íbúðir yfir venjulegt
fólk.
Við skipulagningu nýbygginganna hafa margir
arkitektar unnið og meira að segja haft samráð við
starfsbræður sína i Danmörku. Þeir eru vist ekki
búnir að læra það enn þá úti 5 Noregi að láta
einn mann sitja að því öllu sem laun fyrir stuðning
við þann stjórnmálaflokk, sem með völdin íer.
Þessi nýju úthverfi Björgvinjar hafa verið reist
utan í talsvert miklum halla, og arkítektarnir
E
hafa tekið tillit til þess Hér skiptast
á 11 hæða háhýsi, þriggja hæða blokk-
ir, sem reistar eru í bognum lengjum,
auk þessa eru venjulegar þriggja
hæða blokkir, raðhús og sérkennileg
fjögurra íbúða hús með risi og snúa
gaflinum undan brekkunni, en eru
tengd saman í keðju með litlum íbúð-
um fyrir einhleypinga.
Otsýnið er mjög fagurt yfir borg-
ina og fjörðinn, og háhýsunum er
þannig fyrir komið, að þau skyggja
mjög lítið á önnur hús. Alls staðar er
vel rúmt á milli, og sá hlutur, sem er
ef til vill lærdómsríkastur fyrir okk-
ur, er sá, að alls staðar hefur verið
gengið írá lóðunum, jafnóðum og hús-
in voru byggð. Hvergi sjást moldar-
haugar eða annar óþverri, sem helzt
e" oinkennandi fyrir ný, reykvísk út-
hverfi.
Það er óþarft að lýsa byggingun-
um nánar, myndirnar ættu að nægja
til þess. Þær bera því glöggt vitni,
að hér hefur verið náin samvinna
margra aðiia; hægri höndin hefur
alltaf v:tað, hvað hin vinstri gerði.
Við þurfum á þvi að halda að draga
iærdó a af því, sem vel er gert. Það
ar el;kert vafamál, að svo gífurleg
mistök hafa orðið í byggingu hinna
nýju úthverfa Reykjavíkur, að hér
verður að sporna við fótum og láta ó-
höppin að kenningu verða, — Ef það
er þá hægt að flokka það undir ó-
höpp. Ætlunin er, að þessi þáttur
‘,aki það mál nánar fyrir bráðlega. ef
pað mætti verða til þess að opna
augu einhverra og koma í veg fyrir
iramhald á sömu braut.
hús
°g
hús-
búnaður
VIKAN 9