Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 6
Pabbi hans ætlaði að gifta
sig aftur — Okunn
manneskja átti að setjast
að á heimili þeirra
og koma í stað mömmu
hans. Allur líkami
hans herptist saman af
hatri og beiskju í hennar
Smós“»e cftir H“rri#l Hn» garð, sem koma skyldi.. .
ÉTUR velti höfðinu aftur og fram á
M 1 koddanum. Hann var a8 vakna. — Upp
J með þig, Túmmi, heyrðist honum sagt
glaðlegri kvenrödd. Þegar hann var
ósköp litill, var hún vön að kalla hann Túmma,
þvi að hún sagði, að hann vœri rjóður og
kringluleitur eins og túmati. Og þetta gælu-
nafn festist við hann, þegar fram í sótti.
Hann opnaði augun og litaðist treglega um
í herberginu. Honum fannst röddin vera kyrr
enn þá, en herbergið var tómt. Auðvitað, —
þetta voru hálfgerðir vökudraumar, og þeir
voru verstir af öllu. Honum fannst sem hann
mundi geta þraukað þetta, ef hann losnaði við
draumana.
Gauksúrið, sem hún hafði keypt handa hon-
um, þegar hann var búinn að læra á klukkuna,
var nærri orðið niu. Hann þurfti ekki í skól-
ann i dag, það var laugardagur. Nú lá honum
ekkert á, en það þýddi bara, að þá gat hann
legið hér kyrr og hugsað. Það var betra, þegar
kennsludagur var. Þá hafði maður ekki tima
til að hugsa.
Allt i einu snaraði Pétur sér framan á, brá
sér i morgunskóna og gekk inn i baðherbergið.
Hann varð að ljúka við að skola hálsinn og
bursta tennurnar, — ekki af þvi að hann lang-
aði til þess, bara af þvi að hún sagði honum
alltaf að gera það.
Pabbi hans var farinn, þegar hann kom nið-
ur. Vikublaðið hans Péturs hafði komið um
morguninn og lá nú á matborðinu. Hann tyllti
sér og var að blaða i þvi, þegar Sallý kom inn
með eggjaþeytu i fati og sagði: — Hérna er
handa þér, litli vinur. Ljúktu þvi nú öllu saman.
Fyrst hafði hún reynt að kalla hann Túmma.
Honum leiddist að þurfa að biðja hana að hætta
þvi, en hann mátti til. Þetta var nafn mömmu
á honum.
En Sallý var góð við hann, og það var gam-
an að hafa hana á heimilinu. Hana langaði
stundum til að vita, hvort þeim líkaði við sig.
— Finnst þér ég nú annast vel um ykkur og
gera það, sem ég get? spurði hún þá. — Held-
urðu, að pabbi þinn sakni hennar ekki svolítið
minna núna?
Nei, hann saknaði hennar engu minna, en þó
nam Sallý kannski burt sárasta broddinn af
söknuðinum. Hún var frænka mömmu og ósköp
lík henni, ljóshærð, rjóð og bláeyg. — En hún
var ekki eins og mamma. Engin gat verið eins
og hún.
Fyrst hafði honum fundizt svo leiðinlegt að
borða einsamall. Auðvitað var Sallý þar, en
samt fannst honum sem hann væri einn. Þegar
þau sátu að snæðingi, fannst þeim þau vera eins
og fangar, — það varð ekki sneitt hjá því. Það
var ekki hægt annað en taka eftir svipnum i
augum pabba, þó að hann reyndi að láta sem
ekkert væri. Og röddin var þvinguð, þótt hann
reyndi að tala um hitt og annað. Pabbi var
stór vexti og góður maður, miklu betri en pabb-
arnir hinna strákanna. Nærri það versta af
öllu var þessi hryggðarsvipur í hlýlegu augun-
um hans pabba.
En nú var það betra. Hann talaði ekki eins
þvingað, meir að segja hló stundum með aug-
unum. Pétri fannst það vel geta verið, að sér
liði líka sjálfum betur, einhvern tima.
Sallý átti annrikt í eldhúsinu. Hún var vön
að koma inn og spjalla, eins þótt hann væri
að lesa i blaðinu sinu. En nú var eins og hún
hefði meira að gera en venjulega. Þegar hann
hafði etið sem hann orkaði, fór hann fram til
hennar. Hún var að ræsta borðstofuna og sneri
baki að eldhúsinu.
— Það er svo gott veður, sagði hún. Hvers
vegna spyrðu ekki Kalla, hvort þið eigið að
hjóla eitthvað saman? Ég skal hafa til nesti
handa ykkur. Þegar þeir komust loks af stað,
var sólin komin hátt á loft, og Kalli var þrung-
inn ólgandi lifsgleði, Hann hló og galaði án
afláts. Pétur reyndi líka að hlæja, en hann var
aldrei vanur að vera orðmargur.
5ÍÐAR meir hugsaði hann oft til þessa
dags, þvi að einmitt þá varð svo mikil
breyting í lifi hans, þótt hann hefði ekki
hugmynd um það þá. Þeir skildu hjólin
eftir fyrir neðan Grafarfellið og gengu siðan
upp á það. Þar óx mikið þyrnikjarr, sem þeir
urðu að skríða gegnum, en uppi á fellinu ætl-
uðu þeir að snæða nesti sitt. Og upp komust
þeir, þótt illa gengi.
Á eftir fóru þeir niður að tjörn og gáfu önd-
unum.
Loks hafði Kalli orð á þvi, að þeir yrðu að
hraða sér heim, þvi að mamma hans biði eftir
honum með te klukkan fimm. Pétur fékk sting
í hjartað, en sagði bara með hægð. — Sallý
biður líka eftir mér.
Pétur var orðinn dauðþreyttur, þegar hann
kom heim undir hjá sér. En hvað gerði það?
Þá gekk honum bara betur að sofna. Það kom
svo oft fyrir, að hann lá andvaka.
Framhald á bls. 30.