Vikan - 04.05.1961, Blaðsíða 14
hljdmlist
inu, sem liggur í miðri Italíu. Þeir
gefa út sín eigin frímerki, þó þeir
hafi kannski ekki mikið við það að
gera. Það er sjálfsagt gert í gróða-
skyni, því oft eru þau verðmæt, sem
gefin eru í eins litlu upplagi og til
greina kemur hjá svo litlu riki.
Sum frímerki eiga sér allmerkilega
sögu og eitt þeirra er 2 centavos frí-
merki frá Nicaragua í Mið-Ameriku.
Eins og kunnugt er þá liggur skipa-
skurður frá Atlantshafi um Panama-
eiði til Kyrrahafs. Þegar í byrjun
landnáms Vesturheims um 1530 voru
gerðar mælingar á því hvort hægt
væri að gera skipaskurð um eiðið.
En það var ekki fyrr en 1882 að
skriður komst á málið. Þá byrjaði
franskt félag að grafa fyrir skurði,
en varð að hætta við það og tóku
menn þá til ráðs að bjóða Banda-
rikjamönnum allt saman fyrir litla
40 millj. $, en ekki var Bandarikja-
stjórn ginnkeypt fyrir það. Nágranna-
ríkið Nicaragua gerði sér far um að
heilla skurðgrafarana til sín og láta
byggja skurðinn gegnum sitt land,
því það hefði orðið landinu mikil
lyftistöng. En því boði var hafnað,
þar sem litið var svo á, að í land-
inu væru eldfjöll, sem enn væru ekki
setzt í helgan stein og þótti of áhættu-
samt að grafa við slíkar aðstæður.
Stjórn Nicaragua mótmælti þessum
áburði og sagði fjöllin hjá sér vera
öðrum fjöllum meinlausari. Stóð
málið lengi þannig. Svo var það að
frímerkjasafnari fann í fórum sín-
um frímerki sem Nicaragua hafði
gefið út aldamótaárið. Og þar var
mynd af fjallinu Momotombo, sem
spúði frá sér reyk og eld Með það
voru Nicaraguamenn sjálfir búnir að
fella sig. Og nú er skurðurinn á sín-
um stað, eldfjallalaus.
Nú fer að liða að því, að þeir
sem eiga myndavélar fari að taka
þær í notkun að einhverju marki. Og
sjálfsagt hafa flestir fengið mynda-
vélar í fermingar- eða afmælisgjöf
um dagana og vilja nú fá eitthvað
út á það. En þó menn eigi mynda-
vélar, er ekki þar með sagt að þeir
geri sér grein fyrir hvers konar tæki
myndavéiin í raun og veru er. Er
þá bezt að nefna snöggvast hvernig
einföldustu myndavélar eru úr garði
gerðar. Þær hafa ekki nema eitt
ákveðið ljósop og tvo hraða. Hvað
ljósopinu viðvíkur, þá hefur það í
för með sér, að ekki er hægt að taka
mynd nema í sæmilega mikilli birtu
með þeim hraða sem myndavélin
hefur. Hraðinn er 1/50 úr sek. á
venjulegum vélum auk þess sem
hægt er að halda ijósopinu opnu eins
lengi og manni sýnist. Þessir hraðar
eru oftast skammstafaðir I fyrir 1/50
hraðan og T fyrir tímainnstillinguna.
Þar sem ljósopið er fyrirfram ákveð-
ið og hraðinn eins, þá er ekki hægt
að hreyfa neitt við því. Úrræðið er
þá að hafa mismunandi hraðar film-
ur. Það er að segja mismunandi Ijós-
nærnar filmur, en það er kallað hraði
á fagmáli. Algengasti filmuhraði á
I vetur hafa verið haldnir tveir
starffræðsludagar og var annar aðal-
lega um sjávarútveginn. En svo var
annar starffræðsludagur 2. april í
Iðnskólanum. Það var á miklu breið-
ari grundvelli, þar sem atvinnugrein-
AOalsteinn Eiríksson, námsstjóri,
Geir Hallgrímsson borgarstjóri,
Bjarni Benedíktsson dómsmálaráö-
herra og Ölafur Gunnarsson sálfrceö-
ingur frá Vík í hóni voru viöstaddir
í IÖnskólanum.
ar alls óskyldar höfðu Þar sýningu
og fræðslu. Um tvöleytið var opnað
almenningi og þegar hálftíma áður
var fullt af unglingum við aðaldyr
Iðnskólans. Á meðan fór fram setn-
ingarathöfn innanhúss og voru haldn-
ar ýmsar ræður eins og tíðkast og
kór Kennaraskólans söng nokkur lög.
Strax að lokinni setningarathöfn var
gestum boðið að skoða sýninguna og
von bráðar var opnað fyrir þeim,
sem voru hinir raunverulegu gestir,
þeir sem áttu erindi á fund fulltrúa
atvinnugreinanna. Þar sem ekki er
rúm fyrir meira mál um starffræðslu-
daginn að þessu sinni, þá verður
væntanlega skrifað um hann í næstu
blöðum.
Tíírastundir
Oft eru afmæli hinna og þessa at-
burða, menningarstofnana, merkra
manna o. s. frv. minnst með frí-
merkjaútgáfu. Hnefaleikarar hafa
gerst svo merkilegir að komast á frí-
merki hjá San Marino, litla lýðveld-
f ramt í ðar s t ar fið
6x6 og 6x9 er 17/10 DIN eða 40
ASA. Hann nægir til þess að taka
á venjulegum sólbjörtum dögum. Til
þess að vera nokkurn veginn viss um
að geta tekið góðar myndir jafnvel
á þeim dögum, sem ekki sést til sól-
ar ,þá er auðvitað sjálfsagt að fá
sér hraðari filmu 20/10 DIN eða 80
ASA. Þar sem hraði einföldustu
myndavéla er ekki meiri en 1/50 þá
ber að gæta ýmissa varúðarráðstaf-
ana. T. d. verður að halda mynda-
vélinni alveg kyrri, annars er viðbúið
að myndin verði hreyfð. Svo er alveg
þýðingarlaust að ætla sér að taka
mynd af einhverju sem hreyfist hratt
þvert fyrir ljósopið. Útkoman verður
eingöngu sú að bakgrunnurinn verð-
ur hreinn og skýr, en það sem átti
að mynda er í móðu. Þá er frekar
reynandi að beina myndavélinni fyrst
að hlutnum og fylgja hreyfingunni
og taka svo myndina. Þá eru líkur
til að myndin verði skýr af hlutn-
um, þó bakgrunnurinn verði hreyfð-
ur. Og aldrei ýta fast á takkann, það
getur bara orðið til þess að myndin
verði hreyfð. Það sem hreyfist að
eða frá myndavélinni þarf ekki að
koma út illa á mynd, þar sem það er
miklu minni hreyfing á sjónfletinum.
Svo er enn annað og Það er dýptar-
skýrleiki myndarinnar. Á þeim
myndavélum þar sem ekki er hægt
að stilla hann inn, þá verður að taka
tillit til þess, að það sem mynda á,
verði ekki nálægar myndavélinni, en
rúmur metri. Svo er yfirlýsing, þar
sem notuð hefur verið hröð filma í
fullri birtu. Að undirlýsa myndirnar
gefur ekki skárri útkomu og verður
að varast að taka myndir þar sem
ekki fellur nægileg birta á það sem
mynda skal. Svo má að lokum segja
við kassamyndavéleigendur. Þegar
þið takið myndavélina með ykkur og
meiningin er að taka myndir af hinu
og þessu, sérstaklega fólki á hreyf-
ingu, þá gætið þess að þið standið
kyrrir sjálfir. Það er alveg út í hött
að ganga niður Bankastræti í von
um að geta tekið mynd af einhverju
sem kynni að vera myndarvert á
göngunni, með kassavél. 1 fyrsta lagi
er óvist hvort þið hittið og eitt er
alveg víst. Það verður ekkert varið
i myndina.
Horbergiö raitt
Þar sem vorið hefur haldið inn-
reið sína er ráð að athuga hvort ekki
sé kominn tími til að gera einhverjar
breytingar um leið og hreingerning-
arnar fara fram. Það er einna helzt
að festa kaup á einhverjum blómum,
eða ganga úr skugga um hvort
gardínurnar hafi ekki náð þeim aldri
að það megi láta þær i tuskukass-
an og kaupa sér nýjar. Það er engin
stórupphæð sem léttar gardínur fyrir
sumarið kosta, nema að gluggarnir
eru einhver stórsmíði. Það er óþarfi
að foreldrar þurfi að gera sjálf
hreint í herbergjum unglinga og þið
ættuð ekki að láta ganga á eftir ykk-
ur með það, heldur rjúka i þetta af
frjálsum vilja, það verður metið að
verðleikum. Þá er líka ráð að taka
sér í hönd þau eintök af Vikunni,
þar sem málun herbergja er rædd
og gá að því, hvort greinarnar eigi
ekki erindi til ykkar einmitt núna.
bréfaviöskipti
Kristján B. Þórarinsson óskar eftir
bréfasambandi við stúlkur 16 til 20
ára, æskilegt að mynd fylgi. Óskar
Tryggvason óskar eftir bréfasam-
bandi við pilta eða stúlkur 10 -12
ára. Pétur Guðmundsson vill skrifast
á við stúlkur 16 til 49 ára. Erlingur
Guðmundsson óskar eftir bréfasam-
bandi við stúlkur 20 til 25 ára. Helga
Eggertsdóttir vill komast í bréfa-
samband við pilta eða stúlkur 7 til
9 ára, öll til heimilís að Melum,
Melasveit, Borgarfjarðarsýslu. —
Það er frekar sjaldgæft að þýzkir
dægurlagasöngvarar ná vinsældum
utan heimalands sins, nema þá á
Norðurlöndum. Það er eiginlega að-
eins Caterina Valente sem þekkt er
í flestum vestrænum löndum. Hefur
alltaf heyrst í henni við og við í
Keflavikurútvarpi og má þá gera
ráð fyrir að þannig sé það hjá flest-
Peter Kraus.
um útvarpsstöðvum bandarískum. En
nú virðist sem Peter Kraus sé að-
færa út kvíarnar, því auk þess, sem
hann hefur náð töluverðum vinsæld-
um á Norðurlöndum og þá ekki sízt
vegna kvikmynda sinna, þá hefur
hann sungið inn á plötur á ensku og
frönsku og hafa þær plötur selst
sæmilega í Frakklandi, Belgiu og
E'nglandi. Það verður þá ekki enda-
sleppt með drenginn, því öllu meiri
vinsældum er ekki hægt að ná í
heimalandi og nálægari löndum, en
honum hefur hlotnast hingað til.
Það hefur verið alveg gifuriegt
framboð á hljómlistarmarkaðnum í
Bandaríkjunum undanfarin ár. Á
þetta sérstaklega við söngvara. Það
er varla hægt að hafa við að þekkja
þá, því þeir koma svo ört fram. Um
tima voru þeir Elvis og Pat svo til
einir um markaðinn, en svo hefur
bæzt við án þess að hinir gömlu
hurfu. Eíinn hinna nýju er Jimmy
Jones, sem stundað hefur söng um
langan tíma. Hann átti að syngja
inn á plötu fyrir MGM til þess að
ganga úr skugga um, hvernig það
væri til áheyrnar. Hann tók með sér
lag, sem hann hafði sjálfur samið,
enda Þótt fyrirtækið hafði þegar
Jimmy Jones.
ákveðið hvað hann ætti að syngja.
Þeir gengust inn á að láta hann
syngja sjálfsamda lagið. Það hét
„Handy Man“ og varð metsöluiag.
Jimmy Jones hefur mikið raddsvið
og er það auðvitað mjög heppilegt
fyrir dægurlagasöngvara, sem helzt
þarf að geta sungið hvað sem er ánt
þess að láta sér bregða.
14 VIKAN