Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 4
Um það leyti, sem Adolf
Eichmann, yfirböðull Hitl-
ers, kom til Búdapest þeirra
erinda að undirbúa útrým-
ingu Gyðinga í Ungverja-
landi, gekk þar annar mað-
ur í garð. Það var ungur,
sænskur stjórnarfulltrúi,
Raoul Wallenberg að nafni.
Blandaði hann sér í málið
af þeirri einbeitni, að hon-
um tókst að bjarga fjórð-
ungi milljónar Gyðinga frá
gasklefunum. Frá þessari
yfirgripsmiklu hjálpar-
starfsemi skýrir nánasti
starfsfélagi WaUenbergs,
Eva Kelecsényi-Busassy, í
greinaflokki, er birtast
mun í næstu tölublöðum
Vikunnar.
Adolf Eichmann, sem nú
stendur reikningsskap ódáða-
verka sinna í heimsstyrjöld-
inni síðari.
— Sjáðu! hrópaði Gabor óttasleginn og stöðvaði
bilinn. Og svo störðum við bæði gegnum húðar-
rigninguna á hræðilega sjón, sem því miður var
daglegur viðburður í Búdapest um þetta leyti,
það er að segja haustið 1944.
Hópur Gyðinga gekk hjá. Þeir höfðu nýlegajPf®
verið rifnir frá heimilum sínum og voru á öllum
aldri og úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. En ailir
gengu þeir álútir, eins og þeir væru að kikna
undir ósýnilegri byrði, og á brjósti hvers einasta
manns glampaði á stóra, gula stjörnu.
Ég greip í handlegg Gabors og benti á stærðar-
poll á götunni, sem lítill kjölturakki var að vazla
yfir. Hann reyndi af alefli að elta gamlan mann
með gleraugu, er auðsjáanlega vildi fá hundinn
til að snúa við með þvi að benda honum á hús
eitt þar langt frá. En seppi lézt ekki skilja, heldur
fylgdi húsbónda sínum á hinni þungu göngu brott
frá öllu, sem áður hafði verið þeim báðum at-
hvarf og heimili.
— Hann kemst ekki öllu lengra, sagði unnusti
minn, — tíu til fimmtán metra í mesta lagi.
— Og húsbóndi hans? anzaði ég sárum rómi,
—• tíu til fimmtán mílur í mesta lagi. Hann deyr.
Þeir deyja allir eins og þúsundir annarra. En
við? Við bara sitjum hér og horfum á. Hér er
okkur óhætt fyrir regninu, og heima er okkur
óhætt fyrir hungri, meðan við eigum tvo mjöl-
sekki, fyrir utan kjöt og dósamat. Og ekki er
okkur skipað að ganga með gula stjörnu á
brjósti ...
— Hættu þessu, Eva, greip Gabor fram í. —
Þú talar eins og þetta sé okkar sök. Heldurðu,
að ég sjái ekki, að eitthvað þarf að gera til að
koma í veg fyrir þessi ósköp? En það þarf hug-
rekki til að ganga út í slíkt, og það er einmitt
það, sem okkur vantar.
Eva Kelecsényi-Busassy, er segir
hér frá ýmsum furðulegum fyrir-
bærum úr samstarfi sínu við
Wallenberg.
Eftir Evu Kelecsényi-Busassy.
— Ja-há, — hugrekki! endurtók ég gremjulega.
— Þú ert 32 ára, hefur tvívegis orðið Evrópu-
meistari í kappróðri, ert sterkur eins og hnefa-
leikameistari og Þar á ofan kapteinn í ungverska
hernum. Sjálf ætti ég hægt með að synda þvert
yfir Balaton-vatn, ef á lægi. Og þó virðist þessi
kjölturakki vera kjarkmeiri en við bæði að sam-
anlögðu.
Fylkingin var nú komin fram hjá okkur. Þrír
einkennisklæddir menn ráku lestina, og var lima-
burður þeirra í hróplegri andstæðu við hin bognu
bök á undan þeim. Gljáleðursstígvél þeirra skullu
á gangstéttinni, og vélbyssurnar beindust að
fangahópnum. Um handlegginn báru þeir bindi
í rauðum og svörtum lit með græna örvakross-
inum. Ungverskir fasistar!
Gabor ræsti vagninn.
—• Á ég að aka þér heim? spurði hann. Ég
kinkaði kolli.
—• Ég ætla að reyna að tala um Þetta við
pabba, sagði ég. Ég held, að hann þekki mann,
sem mundi hjálpa okkur til að gera það, sem gera
þarf. Það er nýkomni ritarinn við sænska sendi-
ráðið. Þú þekkir hann kannski. Wallenberg heit-
ir hann, — Raoul Wallenberg.
Við ókum yfir brúna til Pest, sem er hinum
megin við Dóná, og skömmu síðar komum við
þangað, sem ferðinni var heitið, að stóru húsi
niðri við ána.
Faðir minn opnaði sjálfur fyrir okkur. Hann
Raonl Wallenberg,
maðurinn, sem rngl-
aði ráðagerðum Eich-
nianns um að útrýma
öllum Gyðingnm í
Ungverjalandi,
900.000 talsins.
hafði verið kapteinn, en var nú á eftir-
launum og í nánum tengslum við
sænska sendiráðið.
— Nokkuð í fréttum, börnin góð?
spurði hann. — Alltaf fellur regnið, —
og mannfólkið lika? Engin breyting?
— Ef við óskum breytinga, verðum
við eitthvað að gera, anzaði Gabor. —
Ég hef heyrt, að þú værir kunnugur
þessum nýja, sænska sendiráðsritara,
Wallenberg. Gætir þú reynt að koma
okkur Evu í samband við hann? Hver
veit, nema hann gæti ...
Það var 16. október 1944, og nazistar
höfðu hersetið land vort um sjö mán-
aða skeið. Hortý-stjórnin hafði nýlega
verið rekin frá völdum, og örvakross-
menn Szalasis voru setztir í sæti henn-
ar. Wallenberg var kominn til Búdapest
fyrir nokkrum mánuðum og talaði mörg
tungumál reiprennandi, — ensku,
frönsku, Þýzku, rússnesku og spænsku
auk móðurmálsins. En hann kunni ekki
stakt orð í ungversku.
Um komu sína til Búdapest fórust
honum siðar orð á þessa leið:
— Ég h^f farið víða, en það verð
ég að segja, að Búdapest var mér ráð-
gáta. Hún var ekki vestræn, en hún var
ekki austurlenzk heldur.
Til brautarstöðvarinnar var hann sóttur i
skrautlegum bíl með sendisveitarmerkinu á ein-
kennisplötunni (C.D). Miðaldra maður báúð hann
velkominn.
— Ég vænti, að þér séuð herra Wallenberg,
nýi sendisveitarritarinn okkar?
Wallenberg samslnnti Því og Utaðist forviða
I. grein
4 VIKAN