Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 25
Þetta sumar verður án efa mjög minnisstætt fegurðardrottningunni í fyrra, Sigrúnu Ragnarsdóttur. Hún er nú nýlega komin frá Evrópu- keppninni í Beirut, og eftir fjórar vikur leggur hún aftur af stað. í þaS skipti verður förinni heitið í vestur- átt og ákvörSunarstaSur er: Langi- sandur i Kaliforníu, þar sem Sigrún tekur þátt i Miss Universe-keppn- inni. Þar sem Vikan er ekki unnin eins og dagblað, heldur nokkuð langt fyrirfram, er ekki unnt að hirta neinar myndir frá keppninni í Bei- rut, en þaS verður væntanlega gert síðar. Hins vegar birtum við hér mynd af hinu glæsilega Casino of Libanon, þar sem keppnin fór fram. Einar .lónsson fór með Sigrúnu til Beirut, þar sem hann á sæti í dómnefnd þeirra samtaka, er sjá um fegurðarsamkeppni um allan heim. Þau höfðu viðkomu í Glasgow, Kaupmannahöfn, Fraúkfurt og Vín- arborg. Siðan fóru þau um Aþenu og MiklagarS og þaðan til Beirut, sem er við botn Miðjarðarhafs. 1 heimleið komu þau við í Róm og Amsterdam. Um það leyti, er Sigrún leggur af stað til Langasands, verð- ur hirt sitt af hverju um ferðina þangað. Á Evrópukeppninni í Beirut kom Sigrún fram í forkunnarfallegum kjól, sem frú Dýrleif Ármann teikn- aði og saumaði á hana. Frú Dýrleif á einnig heiðurinn af kyrtlinum, sem þið sjáið á myndinni hér, þar sem gamli bærinn að Árbæ er i baksýn. Sigrún hafði skaut við kyrtilinn, sem fór henni mjög vel. Bæði kyrt- illinn og kjóllinn voru ljósbláir að lit, kjóllinn bróderaður með gráu, og herðasláin, sem föst er í mittið og feilur niður á gólf, er fóðruð með gráu. Sigrún mun koma fram í sama búningi á Langasandi, og er ekki vafi á því, að hann mun ekki vekja minni athygli en búningar þeir, er frú Dýrleif saumaði á þær Sigríði Þorvaldsdóttur og Sigríði Geirsdótt- ur. Vöktu þeir mikla athygli og urðu í fremstu röð. ★ SIGRTJN í skautbúningi á Árbæjarhlaðinu. Frú Dýrleif Ármann saumaði bæði kyrtilinn og síða kjólinn. Casino of Libanon, þar sem Evrónukennnin fór fram.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.