Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 5
 • •- :• •í-'-ií;-:-:-:-: >+.*<♦***$ x +£> *<■<•¥<■.&* ••>»x->:-:«4w<-x«- ■:■ f ■■■£ ■: r'" Hershel Johnson, þáverandi ambassador Bandaríkjanna í Stokkhólmi, er fékk Wallenberg til þess að hefja starf í Ung- verjalandi. Búdapest er í rauninni tvær borgir, Búda og Pest, sem standa sín hvorum megin Dónár. Hér sést frá Várhegy yfir ána til Pest. í baksýn sést hið stílfagra hvolfþak dómkirkjunnar. Kjölturakkinn lézt ekki skilja, en fylgdi húsbónda sínum á hinni þungu göngu. úðarstarf. Roosevelt forseti væntir þess, að þér takist þetta á hendur! — Hver er tilgangurinn með þessu öllu sam- an? spuröi Wallenberg. — Og hvað þekkir Roosevelt forseti til mín? — Hann kannast við yður eftir lýsingu minni. Og um erindi yðar er þetta að segja: Þér hafið heyrt harmsögu Gyðinga í Ungverjalandi. Á þriggja mánaða tíma þýzkrar hersetu hefur fjöldi þeirra verið fluttur til Þýzkalands, og þar bíða þeirra hræðileg örlög. Þeir Gyðingar, sem enn dveljast i Ungverjalandi, eru í stöðugri hættu. Heima í Bandarikjunum höfðum við skipulagt flóttamannahjálp, sem á að aðstoða Þá, sem orðið hafa fyrir barðinu á styrjöldinni. Efn því miður stöndum við ráðalausir gagnvart Mið-Evrópu- löndunum, sér í lagi Ungverjalandi. Framhald á bls. 30. um á þessu mikla torgi, þar sem gulir strætis- vagnar óku fram hjá í glaða sólskini. — Maður gæti haldið, að hér væru friðartímar, sagði hann. — Ég hafði búizt við allt öðru. — Ytra borðið villir sýn, svaraði maðurinn frá sendiráðinu. — Sendiherrann mun vafalaust segja yður frá því. Hann biður eftir yður. Komu Wallenbergs hafði verið beðið með eftir- væntingu, því að enginn hafði séð hann fyrr, þótt allir þekktu nafn hans. Maðurinn var kominn af hinni kunnu, sænsku bankastjóraætt. Hann hafði lesið lög í París, og síðar stjórnaði hann stóru útflutningsfyrirtæki í Stokkhólmi. Og það var einmitt vegna þessarar verzlunar, sem hann komst inn í starf sitt í þágu stjórnar- innar, en slíkt hafði verið önnur sérgrein ættar hans. Fyrirtæki Wallenbergs hafði sem sé skrif- stofur í sama húsi og sumar deildir bandaríska sendiráðsins. Hér kynntist Hershel Johnson ambassador hinum unga Svía með sínar mannúð- legu lífsskoðanir. Dag nokkurn bauð ambassadorinn Wallenberg inn í skrifstofu sína og spurði hann blátt áfram: — Viljið þér gera mér mikinn greiða? — Sjálfsagt, — ef ég get. — Ég ætia að biðja yður að takast ferð á hendur til Ungverjalands, svo fljótt sem verða má. Wallenberg vannst ekki tími til að lýsa undrun sinni, því að ambassadorinn hélt áfram: — Það er meira en að þér gerið mér persónulegan greiða, því að samtímis innið þér af höndum mikið mann-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.