Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 19
„Ertu laus eða ekki?“ „Laus sem stendur ... en ...“ „Þá er allt í lagi. Við skulum dansa." „Þú gætir verið aðeins hæverskari", maldaði hún í móinn, en hreifst þó bersýnilega af rudda- skap hans. „Eg get ekki séð neitt bvi til fýrirstöðu að við eigum nótt saman", urraði Alain. „Ekki ég heldur. Þetta er bara svo einkenni- legt. Það er ekki ýkjalangt síðan Clo spurði mig hvort ég hefði nokkurn tíma lagzt með þér, og ég kvað það ekki vera“. „Gott. Nú hef ég sjálfur ráð á rekkjunni, svo við þurfum ekki að laumast upp í vinnukonu- herbergið heima hjá þér. Hvenær spurði Clo þig að þessu?“ „Daginn, sem þú komst með Bob hingað. Muna má. Þú verður að viðurkenna, að hann lék á okkur, þarna með Jagúarinn. Og þú, sem hélzt að honum yrði aldrei treystandi...“ „Haltu þér saman!“ öskraði Alain. „Ég vil ekki heyra á hann minnzt framar!“ „Hversvegna ekki?“ spurði hún undrandi. „Eruð þið orðnir ósáttir?" „Alls ekki". „Hann er ómótstæðilegur!" „Öldungis rétt", hreytti Alain út úr sér. „Hann er ómótstæðilegur og Mic dásamleg, og við eigum að vera hljóð og virðuleg vegna þess að Francoise vesalingurinn var jörðuð í dag. Nú dönsum við ...“ Nicole leit á hann með undirgefni, hlýddi honum og, þagði. „Alain sýnist vera í essinu sínu,“ hvíslaði Pierre að Sam. „Hann ætlar sér að leika einhvern grátt núna“, bætti Daníel við. Og Alain dansaði af tryllingi við Nicole, og það var auðséð á svip hennar, að hún var staðráðin í að tæma bikar- inn í botn. Þegar dansinum lauk og Alain ætlaði að fá sér aftur í glasið, hreyfði hún mótmælum. „Þú ert búinn að drekka meir en nóg“, sagði hún. Hann rak upp hlátur. „Ég vil ekki að það fari fyrir mér eins og Francoise", sagði hún lágt. Hann þreif af henni glasið og fékk sér vænan teyg. „Nú veiztu hvað ég óttast", hvislaði hún. En hann hlustaði ekki á hana, heyrði ekki til hennar fyrir þessari dularrödd, sem stöðugt hljóm- aði hið innra með honum og rændi hann öllu sjálfræði. Hann fór höndum um mjaðmir Nicole, og gerði sér í hugarlund að það væru mjaðmir Mic, og hann þurfti aðeins að líta i aðra átt til þess að geta ímyndað sér að það væri Mic, sem sæti við hlið honum; sá fyrir sér nakið hörund hennar, mjúk brjóstin og hvítan hálsinn. Hann laut höfði, gripinn þeim grun, að ef til vill væri hann sjálfur að bíða ósigur, verða herfang sinna eigin tilfinninga, fýsna og óska, gremju og sakn- aðar. „Er nú siðsemispostulinn fallinn fyrir borð?“ varð Lou að orði. „Þú hefur drukkið of mikið", sagði Nicole. „Við skulum koma að dansa svo að þú hressist við“. Og enn einu sinni héldu þau út á gólfið. Hann dansaði stirðlega, streittist gegn vímunni og starði út I loftið. Nicole steig dansinn heit og æst og þrýsti sér að honum. „Eigum við ekki að korna?" hvíslaði hún í eyra honum. „Hvert ?** „Út héðan ..." æpti hún. „Þú þarft ekki að sprengja i mér hljóðhimn- urnar...“ Hann dansaði enn. Nicole endurtók beiðni sína, hásri, þyrstri röddu, og Alain leit skyndilega á hana, eins og hann furðaði sig á því að það skyldi vera hún. „Allt í lagi svaraði hann, án þess að vita hverju hann var að svara. Hún losaði sig úr örmum hans og ruddi þeim braut gegnum þvöguna. Hann veitti henni eftir- för, ósjálfrátt. „Ég hélt, að þú værir orðinn heyrnarlaus," mælti hún, leit til hans um öxl og hló. „Komdu ...“ „Ég kem — bara smáhressingu í leiðinni...“ Hann greip glasið um leið og hann kom auga á það, án þess að hirða um hver það ætti. Það hittist svo á að það var Yasmed. „Er nú svona komið?" spurði Yasmed. „Ertu farinn áð stela viskýinu frá munni félaga þinna?" Framandlegur málhreimur hans og andlit rumskaði við Alain. Hann minntist þess allt í einu, að það hafði verið eitthvað mikilvægt, sem hann þurfti að spyrja hann um. Nicole beið hans og stappaði niður fótunum af óþolinmæði. Loks mundi Alain hvað þetta var. „Veiztu, hvort ... Mic ... fann Bob?" „Hvernig ætti ég að vita það?“ spurði Yasmed og yppti öxlum. „Ég fór þangað ekki aftur. Þau geta sagt þér það sjálf á morgun. Ég geri ráð fyrir að þau hafi öðru að sinna þessa stundina". „Allt í lagi“, tautaði Alain og starði út í loftið. Hann bar glasið enn að vörum sér og drakk í botn. „Svínið þitt! “ hrópaði Yasmed. Alain hneig niður á gólfið. Þar lá hann eins og hann hefði verið rotaður. Þeir í klíkunni brugðu skjótt við og drösluðu honum út á gangstéttina. E'inhver gerðist til að skvetta yfir hann köldu vatni. Nicole varð viti sínu fjær af reiði og bölvaði honum niður fyrir allar hellur, en þegar blótsyrðin þraut, sneri hún sér að hinum, eins og hún vildi kalla þau til vitn- is.“ Þarna liggur hann, sá mikli maður, foringinn og leiðtoginn, sem ætlaði að njóta mín í nótt. Það hefðu þá lika orðið ástaratlotin!" Áheyrendur ráku upp hlátur, og margir buðust til að bæta henni upp skaðann. Loks sneri hún baki við hópnum. „Þetta skal ég segja Clo. Það skal aldrei verða neitt úr því, að ég hafi nokkur mök við hann . . .“ Alain komst smámsaman til sjálfs sín aftur. Hann var holdvotur og skalf af kulda. Guy lán- aði honum vasaklút svo hann gæti þurrkað fram- an úr sér. „Hvað gengur eiginlega að þér, kunningi? Þú ert vanur að þola drykkjuna betur en þetta. Á að ná i leigubifreið?" „Þetta er allt í lagi“, tautaði Alain. „Mér líður betur. Ég get hæglega gengið . . .“ „Ekkert, sem við getum . . .“ „Nei, þalcka ykkur fyrir. Bless . . ." „Góða nótt!“ Alain hélt heim einn síns liðs. Hann slagaði dálítið, beit á jaxlinn, og honum varð stöðugt kaldara um hjartaræturnar, unz honum fannst sem hann hefði isklump í barminum. „Skepnur," tautaði hann. Hann nam staðar við umferðarljós- ið á krossgötunum. „Þetta er ekki nóg að gert“, tautaði hann, „ekki nóg. Ég verð að hafa tal af Bob, jafnvel þótt ég verði að fara heim til hans. Hann skal verða feginn að forðast okkur fram- vegis, þvi heiti ég . . .“ Hann veifaði leigubíl, settist inn. og nefndi göt- una og númerið á húsinu, þar sem vinnustofa Péturs var. Svo hittist á, að þetta var sami bíllinn og þeir, Bob og sá skeggjaði, óku með fyrr um daginn. Hvað gengur eiginlega að þessum unglingum, hugsaði bilstjórinn. Drekka eins og skepnur. Er það nú kynslóð . . . TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI. Síðvetrarsólin skein á framhlið skólabyggingar- innar, þegar Alain tók sér stöðu á stéttyinni hand- an við götuna. Svipur hans bar vitni megnustu andúð og fyrirlitningu, þegar hann virti fyrir sér stúdentana, sem komu út í smáhópum og ræddu saman, biðu eða gengu fram og aftur með bækur sínar og skjalatöskur. Bernard og Odetta námu staðar úti fyrir bygging- unni og biðu eftir Bob. Þau leiddust, ræddust við og litu öðru hverju upp í þrepin, ef Bob skyldi koma. Hávaxinn og limalangur piltur hallaði sér upp að tré. „Heyrið mál mitt, þér ástföngnu ung- menni“, kallaði hann. „Ég leyfi mér að snúa máli minu til yðar. Hvert ykkar vill auðsýna mér það göfuglyndi að lána mér minnisblöð sin? Það voru nokkur atriði í fyrirlestri Bangsa gamla, sem fóru fram hjá mér. . ." „Og ætlarðu að láta tréð gjalda þess, Boltanski?" spurði Bernard og hló. „Ekki geta allir af oss notið þess unaðar að leiða fagra jómfrú sér við arm. Hvað eigum við að gera? Svala þrostanum?" „Nei, þakka þér fyrir. Við erum að bíða eftir Bob Letellier." Tvær stúlkur, stuttklipptar með hornspanga- gleraugu og í loðfóðruðum treyjum, gáfu Alain hornauga, þegar þær gengu framhjá honum. „Ætlarðu á Vivaldihljómleikana á morgun?" „Nei, ég verð að fara í sundhöllina. Ég er að æfa fyrir keppni í hundrað metra sundi...“ „Fékkstu aðgöngumiða?" ,,Ja ... Bob kom ekki fram á þrepin. Limalangi ungl- ingurinn yfirgaf tréð og gekk til Bernards, sem fékk honum minnisblöð sin. Loks kom Bob. Hon- um brá, þegar hann kom auga á Alain, og Alain veitti því athygli. Bernard gekk í veginn fyrir Bob. „Loksins kem- urðu," sagði hann. „Við Odetta þurfum að ræða við þig.“ Odetta virti Bob fyrir sér. Hún brosti blíðlega. „Ertu eitthvað lasinn?" spurði hún. „Nei, nei, ég er ekkert lasinn ... bara dálítið þreyttur við próflesturinn. Hvað var það annars?" Hann hafði ekki augun af Alain, sem stóð hin- um megin við götuna og beið. „Við Odetta ætlum að skreppa til Austurríkis. I skíðaferð. Þú hefur verið eitthvað niðurdreg- inn að undanförnu; það mundi hressa þig að koma með okkur. Þú hefðir áreiðanlega gott af til- breytingunni. Hvað segirðu um það?“ „Hver veit. Við sjáum til. Haldið þið áfram, ég næ ykkur eftir svolitla stund og þá skulum við ræða þetta nánar ... Það er að minnsta kosti ákaflega vingjarnlegt af þér, Odetta ... „Hvað heldurðu, að gangi að honum?" hvíslaði Odetta, þegar þau voru komin spölkorn undan. „Bara að ég vissi það ...“ Sástu náungann, sem beið hans hinum megin við götuna? Einkennilegur náungi. Mætti segja mér að það væri glæpamaður." „Þú horfir helzt til mikið á sjónvarpið, ljúfan." Bob hraðaði sér yfir götuna, til fundar við Alain, sem gekk tafarlaust til atlögu. Framhald í næsta blaði. -----og hann þurfti aðeins að líta í aðra átt, til þess að geta ímyndað sér, að það væri Mic, sem sæti við hlið honum; sá fyrir sér nakið hörund hennar, mjúk brjóstin og hvítan hálsinn. VtKAN 1 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.