Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 13
Ellibrumlttbi ú fimmtugsnMri tuttugu, þrjátíu árum eða jafnvel enn fyrr. Sá, sem farinn er að kalka, les ef til vill bók, og þegar hann er að ljúka við síðustu blaðsíðuna, er hon- um ógerningur að muna, um hvað bókin fjallar. Einnig á sjúklingurinn, — þvi að sjúklingur er hann, — erfitt með að muna til fullnustu atburði, sem nýlega hafa gerzt, jafnvel þótt hann sjálfur hafi átt hvað snarastan Þátt I því, að þessir atburðir gerðust. Stundum eru beinlínis gloppur í minni sjúklingsins, svo að hann á það jafnvel til að reika um ráðvilltur, vegna þess að hann er búinn að gleyma því, hvar hann á heima. Til eru sjúklingar, sem þékkja ekki nán- ustu ættingja, — jafnvel stundum ekki maka sinn ... sem er auðvitað báðum til gremju og leiðinda; eink- um þó ef menn gera sér ekki grein fyrir því, að þeir eru haldnir sjúk- dómi, sem er ekki síður sjúkdómur en venjulegt kvef. Annað einkenni er svefnleysið. ájúklingurinn byltir sér og snýr í rúmi sínu fram á nótt, rís á fætur og reikar um í örvæntingu. Ósjaldan fer hann I föt sín á nánast sagt und- arlegan hátt, til dæmis fer hann í náttbuxurnar utan yfir buxur sínar eða setur upp rúmteppið eins og skikkju. SIÐGÆÐISSKORTUR. Sumum hættir jafnvel við óeðlileg- um sóðaskap, og er það eitt sorgleg- asta einkenni kölkunar. Sjúklingnum verður því ekki álasað fyrir óþrif þau, sem hann á sök á, því að enn verða menn að hafa hugfast, að þetta er sjúklingur. Stundum á sjúklingurinn það til að vera helzti lausmálgur og ræða frjálslega í hópi kunningja um þau efni, sem hingað til hafa verið honum heilagt leyndarmál. Getur þetta orðið maka sjúklingsins til mikils hugar- angurs. Loks hættir sjúklingurinn að gera sér grein fyrir, hvað almennt siðgæði er. Hann verður illkvittinn og móðg- andi og áleitinn í umgengni sinni við aðra. Með karlmönnum ber ósjaldan á þvi, að sterk kynhvöt blossar upp í þeim, svo óviðráðanleg, að þeir gleyma öllu siðgæði og vinna athæfi, sem brjóta í bág við lögin. Enn eykst vesaldómur sjúklingsins. Hann hættir til dæmis að kannast við herbergi sitt, hann finnur ekki salernið, þarf að hugsa sig vandlega um til þess að komast inn í setustof- una o. s. frv. Málfar sjúklingsins breytist einnig, það verður sundurslitið og oft án nokkurs samhengis. Þetta kallast parafasía, og er orsök þessa ágangur ellinnar, oftast samfara æðakölkun. Áheyrendur eiga mjög erfitt með að fylgjast með því, sem sjúklingurinn er að segja, en engu að síður er það ekki eintómt þvaður, sem hann læt- ur frá sér fara, eins og menn mundu komast að, ef þeir tækju orð hans á segulband. Sjúklingurinn á einung- is orðið erfitt með að tjá sig eins léttilega og í æsku. Ef til vill finnur hann ekki réttu orðin til að tjá sig og notar önnur skyld orð í staðinn. Þankagangur hans er eðlilegur, en tjáningarhæfileikinn er fairnn að sljóvgast. HEILABLÆÐING OG HEILALÖMUN. Það, sem gerzt hefur, er það, að æðarnar hafa tekið breytingu. Þær eru ekki lengur teygjanlegar og mjúk- ar, heldur eru þær orðnar að stífum, kalksósa pípuvn, sem tefja mjög rás blóðsins. Líkaminn fær því ekki þau næringarefni og það súrefni, sem hann þarfnast. Ef æðakölkun er í æðavef heilans, lætur sjúklingurinn brátt á sjá. Hann fær ef til vill höf- uðverk og svima, og ef heilaslagæð brestur, verður heilablæðing. Einnig getur blóðrásin stíflazt, þegar losnar um kalk í æðunum. Þetta er almennt kallað blóðtappi eða teppa. Þannig hættir sú æð, sem stíflast, að flytja líkamanum orku, — og ef æðin er i heilanum, geta heilar heilastöðvar lamazt og orðið allt að þvl óvirkar. Þetta kallast heilalömun. Ef líkami sjúklingsins er næmur fyrir æðakölkun, taka æðar hans að harðna þegar á unga aldri, enda þó.tt einkennin komi ekki í ljós fyrr en á efri árum. Venjulega fer að bera á þessari kölkun um fimmtugt til sex- Framhald á bls. 32. vvutg Húsið er ætlað fyrir 5 manna fjölskyldu 06 JMUM VtKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.