Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 43

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 43
Guð vill það. Framhald af bls. 15. manns, sem stendur utan við hinar harðsnúnu fylkingar, getur skoðana- munurinn þó virzt smávægilegur. Hinn snjalli háðfugl Jónatan Swift bregður kímni sinni yfir heimsskoðanaofstækið, þegar hann lýsir tilefni styrjaldarinnar milli Digurendinga og Mjóendinga hjá Putum. Hans hátign hafði fyrirskip- að nýjan sið í landinu: hver maður átti að brjóta eggið í mjóa endann. Nú voru nokkrir menn svo þverúð- ugir, að þeir héldu fast við hinn forna sið, að opna eggið í digra end- ann. Af þessu tilefni upphófst hin mannskæða og langa styrjöld. Þetta er skopmynd af því hugar- fari, sem grípur víða um sig á okkar tið. Tilefni andstæðnanna er oft smávægilegt, þó að upp af þvi megi æsa mikið ofstækishál. Digurend- ingar og Mjóendingar eiga sér sina krossfarapredikara, sem bíða enga ró, fyrr en fylkingar hinna sanntrú- uðu krossfara standa striðsæstar, þess albúnar að afmá villutrúar- mennina af jörðunni. Menn kalla það hervæðing hugarfarsins, og æfin- lega er „Guð vill það,“ slcráð gullnu letri á gunnfánann. Samt væri óréttmætt að kenna æsingapredikaranum einum þann einstefnuakstur, sem hugsun manna er nú að beánast í. Til þess þarf ávalit tvo: annan sem áltveður um- ferðamerkið, og hinn, sem fylgir því. En við erum værukær og talhiýðin, svo að auðvelt reynist að koma okk- ur á brautina. Okkur þykir miklu þægilegra að taka þá afstöðu, sem okkur er boðið og bent á, en að mynda okkur sjálfstæða skoðun. Hin stóru deilumál nútímans virðast svo flókin, að okkur þykir brotaminnst að fella þau í fyrirfram ákveðið skoðanaform, sem þau verða að laga sig eftir, líkt og steypa eftir móti. Sefjunarafl tízkunnar styður þessa þróun. Hún þvingar okkur undir merki sitt. Sama múgkenndin, sem knýr okkur til að fylgja almennri tízku í klæðaburði, veitir okkur við- námslaust inn í straum skoðanatízk- unnar. „Hver, sem ekki heilsar með „Heil Hitler,“ er óvinur ættlands sins.“ Oft sýnist ekki vera um neitt annað að velja. Með þessu móti fær hver maður líka notið þeirrar þægilegu tilfinn- ingar, að vita sjálfan sig í hópi frels- aðra, í fylkingu réttlínumanna. Þá er hann öruggur í skoðun sinni og enginn vafi getur hrjáð hann lengur. Hann þarf aðeins að gæta þess að stiga í takt við hina. Því að í hvaða hættu gæti sá maður verið, sem er viðurkenndur í floklii hinna rétttrú- uðu? Nægir honum ekki að hjúfra sig niður í það skoðanahreiður, sem lionum er svo haglega búið, svo að næðingar efa og andstæðra skoðana nái ekki að raska sálarfriði hans? Glerfuglinn. Framhald af bls. 11. greip um mitti hennar. Hann hjálpaði henni niður í gondól, og þau runnu af stað gegnum kvöldhljóð sikin. Hann var mjög tillitssamur við hana, þvl að hann var hræddur um, að henni yrði kannski kalt, i þessum létta, þunna kjól. En henni var ekki vitund kalt. Kvöldið var svo heitt, . .. og það var handleggur hans einnig. Þegar hann fylgdi henni heim í gistihúsið, stóðu þau dálitla stund fyrir framan blómskreytt hliðið, sem hún hafði strax tekið eftir, .. . . staðnum, þar sem elskendur hittast og ... skiljast. Hann kyssti hana, blítt og var- lega. Hann tók svo gætilega utan um liana, að það var eins og hann væri hræddur um, að hún mundi brotna' eins og lítill glerfugl. — Buona notte, carissa! livislaði hann. Þær héldu áfram ferðinni dag- inninn eftir. Troðfullur klefi, .— þriðja farrými. Það var ódýrast. — Við skulum skoða margt, er við komum til Flórenz, Tove! Uffizzi! Pitti! Pontc Vecchio! Og Tove liugsaði um Roberto, sem sennilega stóð nú undir litlu brúnni og lauk við myndina sína. Hjólin á lestinni sungu: Ro—ber— to . ... Ro—ber—to . . .! Einn góðan veðurdag voru það hjólin i hraðlestinni frá Virum til Kaupmannahafnar, sem sungu fyrir hana. Lyngby! Hún starði út um glugg- ann. Þarna var skeggið og regn- hlifin. Þarna var frúin með tenn- urnar. Þarna voru allir að undan- skildum. . . Jú, þarna kom hann á harðahlaupum með trefilinn flaksandi frá sér. Hann var heldur seinn í því. Skyldi hann ná? Hún sá það ekki. Hann hvarf henni í mannmergðinni. Flautan kvað við, og lestin lagði af stað. Þegar hún gekk upp tröppurnar við Nörreport, heyrði hún rödd hans: — Buon giorno, signoria! Hún nam staðar og horfði á hann. —- Ég hélt að þér hefðuð ekki náð lestinni! hvíslaði hún. — Hún var lika að renna af stað! sagði hann móður til útskýringar. — Ég varð seinn fyrir vegna þess, að það var dálitið, sem ég þurfti að pakka inn. Gerið svo vel.. . Þetta er handa yður! Hann tók bréfið utan af og rétti henni mynd. Það var fullkomin mynd af brúnni þeirra — Þakka yður kærlega fyrir! hvíslaði hún hrærð. — Er hún i raun og veru handa mér? •— Auðvitað. — Þökk ... Roberto! Og með sjálfri sér bætti liún við: Þökk fyrir litla leikinn okkar. Hann rétti úr sér, hneigði sig, hló og sagði: — Robert Carlsen! Hún brosti. Ráðhússklukkurnar hljómuðu gegnum þokuloft Kaup- mannahafnar. — Ég verð að flýta mér, sagði hún lágt. — Ég lika, en .. . Það er verið að sýna mynd i kvöld... Þeir eru aftur farnir að sýna myndina af Catherine Hepburn í Feneyj- um ... Eigum við að sjá hana sam- an? — Já,. . . það væri dásamlegt! Það var erfitt fyrir þau að skilja hvort annað. Að lokum tókst það þó. Húnva r mjög hamingju- söm. Litli fuglinn hafði komizt óbrot- inn heim. IBÚÐARHUS n verksmi-ðjuhus J SAMKOMÚHUS FRVSTIHÚS Gnangrið óetur GEGN HITA OG KULDA +20° Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður síálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lœkjargötu . Hafnarfiröi . Sími 50975.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.