Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 26
hljómlist óskamyndin * Að þessu sinni er óskamyndin af Þorsteini Hallgrímssyni körfuknatt- leiksmanni. Við hittum hann á heimili foreldra hans, en eins og flestir sem stunda langskólanám býr hann hjá foreldrum sínum. Þorsteinn var við nám í 5 bekk í Menntaskólanum í Reykjavik í vetur. Þegar við komum er hann ekki viðlátinn, hafði skroppið i iR-heimilið til að hvíla sig frá próf- lestri, svo við röbbum við föður hans meðan við bíðum. Faðir Þorsteins, Hallgrímur Sigtryggsson er eyfirð- Þorsteinn Hallgrímsson ingur að ætt og uppruna og sá maður, sem lengst hefur starfað hjá Samband- inu. Hann segir okkur að Þorsteinn sé fæddur 25 júlí 1942 og er hann því tæplega nítján ára. Loksins birtist Þorsteinn úr hvíldargöngunni og er þá hafist handa að spyrja hann um íþróttaferil hans. — Hvað varstu gamall þegar þú fórst að stunda körfuknattleik. — Ég var 14 ára, þegar ég byrjaði I 3 flokki körfuknattleiksdeildar iR. — Þú hefur þá aðeins stundað körfuknattleik í rúm tvö ár, þegar þú fórst til Danmerkur með Lands- liðinu. — Já. Þá vorum við tveir 16 ára í Landsliðinu. — Er það ekki nokkuð ungt fyrir þátttöku í slíkum leikjum. — Það er það. En við vorum komn- landsleikjum, t.d. í öðrum íþróttum. ir í 2 flokk og þeir taka oft þátt i — Hvernig er það hjá ykkur núna. Eru nýir menn að bætast í Landsliðið. — Það er þannig að Landsliðið er valið fyrir hvern leik. En meiningin er að halda saman liðinu, sem lék seinast og ætlum við að reyna að æfa vikulega í sumar. — Hvenær er næsti landsleikur. Ég veit það ekki, en það verður liklega ekki fyr en haustið 1962. — Er áhugi þinn fyrir körfuknatt- leik alltaf jafn sterkur. — Já, hann er það. Við þökkum Þorsteini fyrir viðtalið og óskum honum góðs gengis. skálc „Settu þig aldrei úr færi að segja skák á kónginn, það gæti kannski verið mát.“ Þetta var uppáhaldssetning hins fræga enska skákmeistara Bird, og auðvitað sagt i gríni. En stundum getur verið sannleikskorn í slikurri fjarstæðukenndum reglum eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Staðan er tekin upp úr bókinni „Adventure in Chess“. Edward Mason, London 1948, hafði svart og átti leik- inn. Þegar hann hafði íhugað stöð- una dálítið uppgötvaði hann að ef hann gæti opnað h-liuna, þá gæti hann mátað á snotran hátt, ef hann kæmi drottningunni yfir á h8. Þess vegna byrjaði hann leikfléttuna með leiknum 1. — Bb5! Þetta er byrjunin á að ryðja 8. línuna, en ennþá eru 3 menn eftir þangað til drottningin kemst á h8. En til þess að fara bók- staflega eftir reglunni fyrrnefndu, þá verður að skáka hvað sem það kostar. 2. axb5 Rf-g3t 3. Re4x3 Rh5xg3t 4. hxg3 hxg3t 5. Kgl Hhlt 6. KxHhl Hh8t 7. Kgl Bc5t 8. RxBc5 Hhlf 9. ICxHhl. Þetta hefur gengið vel og núna loksins er búið að ryðja drottn- ingunni braut. 9. — Dh8t 10. Kgl Dh2 mát. — Á þennan hátt er hægt að máta fallega. kvilcmyndir * Anthony Quinn er að mörgu leyti með sérkennilegustu kvikmyndaleik- urum í Bandarikjunum. Lengi var hann eingöngu notaður í indíána- og glæpamannahlutverk og það bjóst ekki nokkur maður við því að hann gerði nokkurn tíma annað, en að vera vondi maðurinn í kvikmyndum. — En nú er hann með eftirsóttustu leik- urum í allar meiriháttar kvikmyndir og hefur hlotið alls konar verðlaun fyrir leik sinn. Bæði hefur hann fengið Óskarsverðlaun og líka verð- laun hinna ýmsu Evrópulanda. Quinn er Mexikani, enda bendir útlitið til blendings af Indíána og Spánverja. Anthony Quinn Hér hefur hann sést í myndum eins og La Strada og Viva Zapata, en fyrir báðar myndir hefur hann hlotið mik- ið lof. —O— Það er ekki fyrr en nú sem „Ein- valdsherra“ Chaplins fær að sjást á tjaldi á Italíu og eru ein þrjú ár síðan hún var sýnd fyrst í Þýzkalandi og sá sem þetta skrifar, hlustaði á samtal tveggja unglinga fyrir utan kvik- myndahúsið í Berlín, þar sem hún var sýnd. Var það á þessa leið: „Heyrðu, ætli sé nokkuð varið í þessa mynd? — Ertu bilaður maður, þetta er um Hitler, sérðu það ekki? Svo við snúum okkur aftur til Italíu, þá var það gert að skilyrði fyrir sýningarleyfi, að klippt yrði út atriði um konu Mussolini. Það voru jafnvel nokkrir sem fóru fram á að klippa allt um Mussolini í burt, en Chaplin neitaði því afdráttarlaust. * Tækni Áttu erfitt með að muna símanúm- er. Þá má hugga þig með því, að kom- ið er á markaðinn tæki, sem léttir af þér slíkum áhyggjum. Ekki nóg með það, heldur þarftu alls ekki að velja nema einu sinni sama númerið. Fái vinur þinn nýjan síma, þá þarftu aðeins að velja númerið hans í eitt sinn. Síðan tekur undratækið við störfum, þannig að I framtíðinni snýrðu aðeins takka þangað til að nafn hans kemur í ljós á skifu, svo velst númerið af sjálfu sér. Hafi Landssíminn ekki gert ráðstafanir til að fá svona tæki til landsins, þá ætti hann að minnsta kosti að fara að hugsa til þess. Þetta er menningar- atriði, sem þar að auki kæmi mörgum að gagni. Það er engin furða þó við fáum ekki beztu skemmtikrafta á sviði hljómlistar hingað til landsins, því þeir eru svo rokdýrir, að jafnvel Vestur-Þjóðverjar og Bandaríkja- menn geta ekki leyft sér að hlusta á stjörnurnar nema á plötum og i út- varpi. T. d. varð að hætta við hljóm- leika með Frank Sinatra í Þýzkalandi vegna þess, að hann vildi fá hálfa Elvis Presley milljón fyrir kvöldið og það þótti heldur dýrt. Hefði hann komið hingað og sungið á Iþróttaveliinum í Laugar- dal og þó verið troðfullt, hefði samt orðið að selja innganginn á þrjú- hundruð kall bara til að borga hon- um. Ekki nokkur skemmtistaður I Bandaríkjunum hefur efni á að láta E’lvls Presley syngja hjá sér kvöld- stund, þvi hann heimtar enn stærri upphæðir. Þess vegna koma slíkir menn aðeins fram i kvikmyndum og sjónvarpi. Flestir kvikmyndaleikarar og hljómlistarmenn taka einhvern hlut fyrir, fatnað eða annað og gera hann að nokkurs konar vörumerki sínu. Sumir eru með mjög sérstök hand- saumuð bindi aðrir með sérstaka hatta. Frankie Avalon hefur ekki látið sitt eftir liggja og því gengur hann ávallt í hvitum skóm. bréfaviöskipti Tveir piltar í Ytri-Njarðvík vilja komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 14 til 16 ára. Þeir eru Helgi V. Jónsson, Holtsgötu 32 og Guðbjörn Ásbjörnsson, Tunguvegi 12. Helzt vilja þeir að mynd fylgi. — Sigrún Magn- úsdóttir, C-götu 4, Þorlákshöfn, lang- ar að komast í bréfasamband við pilt og stúlku 13 til 15 ára. — Svo eru hérna þrír norskir unglingar, sem vilja komast í bréfasamband við is- lenzka pilta og stúlkur. Torbjörn Törrissen, Engebakken Hörsand st Romedal, Hedmark, vill skrifast á við stúlkur 14 til 16 ára. Turid Bodin, Gartneriet, Stange st Hedmark vill skrifast á við pilt eða stúlku 14 til 16 ára. Gerd-Marie Rosemvinge, Naust- bukta i Namdalen við stúlkur 14 til 15 ára. VIKAlll BLAÐID YKKAR 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.