Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 18
Bob vissi ekki sitt rjúkandi ráð og leit ýmist á föður sinn eða talnemann. M. Letellier gerðist óþolinmóður. „Taktu ákvörðun ...“ Bob tók til máis, en orðin slitnuðu úr samhengi. „Ég veit að ég verð að taka mig á .. . eins og þú segir, pabbi ... en til þess að mér takist Það ..." Og hann bætti við af skyndilegri ákefð, líkt og þegar drukknandi maður grípur eftir hálmstrái: „Til þess að mér takist Það, verð ég vitanlega að slita kunningsskap við ýmsa ... þú hlýtur að skilja þaö, pabbi ... segðu henni að ég sé ekki kominn heim .. „En ég hef þegar sagt henni hið gagnstæða," sagði faðir hans og hélt fyrir talnemann. Það brá fyrir gráthreimi í rödd Bobs: „Hún er ekki þess háttar stúlka, að þaö geri neinn mis- mun!“ Hann hraðaði sér út úr skrifstofunni, en faðir hans svaraöi í talnemann: „Mér þykir fyrir því, ungfrú, en mér hefur víst misheyrzt; hann mun ekki vera kominn heim enn ...“ Hann lagöi talnemann á, laut fram yfir skrif- borðið og horfði á eftir syni sínum fram gang- inn. Svo var hurð skellt að stöfum, hurðinni í svefnherbergi Bobs. M. Letellier hallaði sér aft- ur á bak i stólnum, kveikti sér í sigarettu, starði hugsi fram undan sér, þungbúinn á svipinn. Það er eins og drengurinn hafi verið vængstýfður, tautaði hann. Roger leit spyrjandi á Mic, þegar hún lagði talnemann á. „Vill hann ekki tala við þig?“ Mic svaraði ekki, hristi bara höfuðið. Hún var svo náföl, að augun virtust sem kolsvartir dílar i andlitinu. Hún reikaði, svo að bróðir hennar varð að styðja hana. „Það sannar, að hann tekur sér þetta ákaflega nærri,“ sagði Roger, nánast tii þess að segja eitt- hvað. Og þegar hún svaraði engu, bætti hann við: „Það er einmitt góðs viti. Hann þarf nokkurn tíma til að fyrirgefa þér. Ef honum þætti ekkert vænt um þig, mundi hann ekki taka sér þetta svo nærri." Mic hvislaði svo lágt, að vart heyrðist: „Þetta er enn alvarlegra, en þú getur gert þér í hugarlund ...“ „Hamingjan góða!“ varð Linu að orði, sem kom inn í þéssu. „Skelfing er að sjá hvað blessað barnið þjáist .. „Fljót, Lina!" mælti Roger í fáti. „Það er víst að líða yfir hana ...“ TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI. Alain sat og hlustaði á básúnuleikinn. Allir virtust hlusta í einskonar leiðslu. I gegn um þykkan reykjarmökkinn grillti i áheyrend- urna, sem iutu fram, sumir með iokuð augun, aðrir með augun sperrt upp og starandi en svip- urinn steinrunninn, svo minnti á andlit marmara- mynda. Piitur, klæddur bláum gallabuxum og svo síðhærður að vel mátti haida að þetta væri kven- maður sló hrynjanda lagsins með fingurgómun- um á borðplötuna. Rauðhærð hnáka engdist sund- ur og saman eftir hljómfailinu, eins og hún hefði fæðingarhríðir. Piltur nokkur, náfölur i andliti, sleikti út um i ergi og gríö. Alair, sat alltaf í þessu sama horni, þegar hann hlustaði á jazztóniist; þaðan var honum auövelt að virða fyrir sér áheyrendurna og svipast um eftir væntanlegum lærisveinum úr hópi Þeirra. Tónlistin hljóðnaði eitt andartak. Peter sló á öxlina á Alain um leið og hann bar að. „Hvernig gengur?“ „Ágætlega." „Sama sefjunaraðferðin, heyri ég er.“ Alain rýmdi til, svo Peter gæti fengið sæti. „Að mínum dómi,“ mælti Peter enn, „er of oft skipt um plötur. Það ætti að leika sömu hljóm- plötuna upp aftur og aftur, eða endurtaka sama básúnustefið að minnsta kosti tuttugu sinnum, þá fyrst næðist verulegur árangur." „Algerlega gagnstætt því, sem gildir um kven- fólkið," svaraði Alain glettnislega. „Þú hefur lög að mæla. Þar er maður oftast búinn að fá leiða á plötunni áður en hún er leik- in á enda.“ „Þannig er það með okkur að minnsta kosti, okkur, sem unnum frjálsræðinu." Og Alain gretti sig svo svipur hans varð furðu grimmúðlegur. „En svo eru til þeir vesalingar ...“ „Ekki í okkar hópi,“ andmælti Peter. „Sælir strákar!" hrópaði Sam, sem gekk fram- hjá með glas i hendi og tók sér sæti hjá Daniel. „E’r Clo ekki hérna, Pierre?" „Nei, hún fór heim eftir jarðarförina. Ég veitti henni ofanígjöf, en það virtist aðeins gera illt verra. Að vera viðstaddur jarðarför — hugsa sér annað eins ...“ „Auðvitað er það leiðinlegt að svona skyldi fara fyrir Francoise," mælti Alain kaldranalega. „En ekki get ég haft neina samúð með henni. Eg hef enga samúð með sigruðum, og sízt þeim, sem eru dauðir í þokkabót." „Að hugsa sér að nokkur kvenmaður skyldi geta látið Gérard ná tökum á sér.“ „Þess væri óskandi að sú mannskepna fremdi sjálfsmorð." „Hann lætur okkur þó að minnsta kosti afskipta- laus héðan af. Þetta með Francoise hefur fengið talsvert á hann. Persónulega skiptir það mig ekki neinu. En ég aumka hann, að hann skuli vera slíkur ræfill — að hanga yfir köttunum og kerl- ingunni og bölsótast svo yfir spillingu æskunnar, sem hann sækist þó eftir að leggja lag sitt við“. „Ég er þér sammála. Veiztu hvað er enn verra en að vera haldinn siðgæðisáráttu?" „Nel”. „Að vera haldinn siögæðisáráttu og þjást um leið af sektartilfinningu". Jazzhijómarnir flæddu nú aftur út yfir salinn. Sú rauðhærða fól andlitið i höndum sér, en herðar hennar og axlir kipptust til eins og í icrampaflogum. Alain starði á hvítan, feitan háls hennar og reykti án þess að mæla orð frá vörum. Svipur hans var sem steinrunninn. Hugsanir hans sveimuðu eins og fiðrildi út i nóttina, svört fiðrildi, fæld á flug af þeirri dular- rödd, sem sífellt knúði hann til að svívirða og tortíma öllu, sem á vegi hans varð. „Manstu? Manstu?" Hann þráði það eitt að mega gleyma. Ástin var lionum ímynd móður, sem strauk að heiman frá manni sínum og sex ára gömlum dreng; fjölskyldulifið var honum ímynd föður, sem lagði hatur á son sinn fyrir það, að hann viidi ekki feta i fótspor hans og verða geðlaus væskill; tryggðin var honum ímynd fimmtugrar „Þú hefur lög að mæla“, endurtóku málmgjöllin. „Þú hefur lög að mæla!“ hrópaði básúnan. Hann sá Mic fyrir hugskotssjónum sínum, þar sem hún sat uppi á legubekknum og nakið hörund hennar myndaði andstæðu við abstraktmálverkið á veggnum hjá henni, þar sem hárauðu litbrigðin háðu orrustu við þau skærgulu. „Því miður, hef ekki neinn is“. Það er ágætt svona“. Alain hristi höfuðið, fremur undrandi en reiður, og hrakti sýnina á brott. Var hann farinn að finna á sér? Piefrfe var horfinn í hóp dansendanna. Þegar hljómplatan var leikin á enda, ruddist Alain að skenkiborðinu, gerði sér allt far um að rekast á gestina og troða þá um tær og krafðist þess að vera afgreiddur áður en kom að honum í röðinni. Hann rak öxl- ina í stúlku, sem leit við og sagði: „Gættu að þér maður“. Það var Nicole. „Nei, ert þú komin, Nicole. Þú hefur misst af skemmtuninni. öll klíkan hefur verið úti að aka með Mic i nýja Jagúarnum". „Ertu drukkinn?" spurði Nicole og virtist hneyksluð. „Því skyldi ég vera það?“ Hann lyfti viskýglasinu að vörum sér og fékk sér vænan teyg. „Við Clo vorum við jarðarförina", sagði Nicole. „Það hefðuð þið ekki átt að gera. Við höfum enga löngun til að heyra frá því sagt. Komdu að dansa ...“ „Ekki við þig“, svaraði Nicole og yppti öxlum. „Þú slagar". „Segirðu að ég slagi. Það skal ég muna þér". Hún gekk frá vínskenkinum og hann veitti henni eftirför, án þess að vera viss um hvort hann var reiður eða ekki. og allt í einu rak hann upp hlátur. „Við verðum að virða erfðavenjurnar. Dýrð sé þeim dauðu .. . En annars sé ég ekki betur en þú sért kominn hingað samt ...“ „Hvar er Mic?“ spurði Nicole og svipaðist um meðal dansendanna. Hún er hér ekki. Hún er fífl!“ rumdi Alain. „Ég fyrirlít alla þessa aumingja. E^iginn þeirra stenzt prófraunina.” „Þú getur talað, það vantar ekki“. „Þetta er ekkert drykkjumas skepnan þín. Það skaltU' fá að sanna. Svona komdu að skaka skrokkinn . .." Hann greip um arm henni. Hún veitti ekki neina mótstöðu, virtist jafnvel meir en viljug. Þegar dansinum lauk, greip hún glas hans og tæmdi það. Hann hreyfði ekki mótmælum, spurði aðeins: „Verðurðu þyrst eftir jarðarfarir?” Hún leit á hann og brosti. Honum varð enn litið þangað, sem sú rauðhærða sat, svo feit og hnellin, að dökkur kjóllinn virtist að því kominn að springa um saumana. Rauðir lokkarnir brunnu við mjallhvitt hörundið á hálsi hennar. Og Alain strauk Nicole um hálsinn. „Ertu ekki laus og liðug í nótt?" spurði hann. „Hvað gengur að þér?" spurði hún undrandi. „Er það kannski vorið, eins og þegar þú varst gripinn löngun til að komast yfir Mic?“ „Nefndu hana ekki á nafn í mín eyru“. í Hann var sjálfur hissa á hve opinskár hann * gerðist. Sumir litu til þeirra spyrjandi augnaráði. kerlingar, sem á sínum tima hafði sturlazt af ást á einhverjum náunga, sem hún kynntist 1 svip. : ‘iHann gætti að sér og brosti. Þeim, sem þannig rangfærðu lifið fyrir sjálfumtójg „Við skulum dansa!" sér og öðrum, var engin refsing nógu grimmúð-*™ „Þá það“, svaraði hún og brosti á mótl. leg. „Þú hefur lög að mæla,“ tuldruðu trumburnar. llkur hrotti!" „Hvl- 1B yiKAH

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.