Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 30
Ef þ]er eruð farin að hugsa fyrir sumarferðalaginu þá æftuð þjer að athuga að það er auðvefdara nú en áður að velja malinn. Hinar Ijúfiengu Honigs vörur eru á boðstólnum í næslu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súputeningar, sem gera má úr einn hinn Ijúf fengasta drykk á svipstundu. — Makkarónur og búðingsmjöl. — Allf fyrsta flokks vörur. Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson & Co. — Sími 11400. MOORLEY STYLE Tízkulitir. 100% ítölsk ull. Fyrsta flokks framleiðsla. Hagstætt verð. G. BERGMANN Laufásvegi 16. — Sími 18970. 1^9 Sendiför til Ungverjalands. Framhald af bls. 5. — Hlutlaust land stæði betur að vígi með að veita hjálp, skaut Wallenberg inn í. — Alveg rétt! En auðvitað mundu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og banda- manna veita yður allan hugsanlegan stuðning. Mundi alþjóða-flóttamannahjálp hafa nokkur áhrif í Ungverjalandi? Og hvernig var unnt að veita hinum ofsóttu mönnum virka hjáip? Þess- um spurningum velti Wallenberg fyr- ir sér, eftir að hann kom til Búda- pest og hafði rætt við Danielsson, sendiherra lands síns, og ýmsa full- trúa í sendiráðinu. — Hugsanlegt er, að „siðferðileg- ar sprengjur", ef svo mætti kalla, gætu haft einhver áhrif, mælti sendi- herrann. Nokkrum slíkum „sprengj- um“ hafði Þegar verið varpað, þar sem bæði páfinn og Gústaf Svíakon- ungur höfðu snúið sér persónulega til Hortýs ríkisstjóra. Þá höfðu og Bandaríkin sent honum orðsendingu um Sviss, og Rauði krossinn hafði látið málið til sín taka. Wallenberg komst að þvi, að Hortý og stjórn hans hafði hlýðnazt öllum skipunum Þjóðverja um andstöðu gegn Gýðingum. — Af 900.000 ungverskum Gyðing- um hafa meir en 500,000 verið fluttir til Þýzkalands. Þeir, sem eftir eru, hafa misst atvinnu sína, verið rændir öllum verðmætum og athafnafrelsi þeirra verið stórum takmarkað. Þeim er hrúgað saman i sérstökum húsum og skipað að bera hina gulu Daviðs- stjörnu, hvar og hvenær sem er. En Hortý leikur tveim skjöldum — eða reynir að gera það. Hann leitar und- anbragða, því að honum er ljóst, að Þjóðverjar munu bíða ósigur í stvrj- öldinni. Hann vill gjarnan verða við óskum bandamanna varðandi Gyð- inga, þar sem hann telur, að það muni verða honum til framdráttar síðar meir. En hvenær sem Þjóðverjar fitja upp á trýnið, hlýðir hann á stund- inni. 1 hans augum eru Gyðingar orðnir eins konar gjaldmiðill, sem er gildur hjá báðum aðilum. — Það er alls. ekki sem verst fyrir okkur, mælti Wallenberg. — Það get- um við notað okkur. — Vissulega svaraði sendiherrann. — Þér hafið væntanlega heyrt um hug- mynd okkar með verndarvottorð? Það er skjal, sem bæði er fullgilt vegabréf og tryggir eiganda þess nokkra vernd af hendi ríkis þess, sem gefur það út. Vegabréf þettá hafa margir Ungverjar fengið, sem fjöl- skyldu eiga í Svíþjóð eða hafa staðið í sambandi við okkur um verzlunar- eða menningarmál. Hafa þessi verndarvottorð þegar frelsað fjölda manna frá ósköpum þeirra örvakross- manna. Upp frá þessu eiga þau heima í yðar deild! Sendiherrann gekk út að glugg- anum með Wallenberg. Hann benti Wallenberg á gráa byggingu efst uppi á Várhegy, einni af hæðum þeim, sem Búdapest er byggð á. Sendiherrann hélt áfram: — Vinstra megin er einnig Szabadsahegy. Það nafn vekur ógn, því að þar hefur Gestapó höfuðstöðv- ar sínar. Þar eru og nokkur skraut- hýsi fyrir þýzka stjórnarerindreka og Gyðingamálanefndina. Sjálfir er- um við í borginni sunnanverðri, á Gellérthegy. Þannig er staðan. — Já, svaraði Wallenberg og horfði hugsandi út yfir land og borg. — Margar skemmtilegar sögur eru tengdar nöfnunum á Búdapesthæðum, hélt sendiherra áfram. — Várhegy er gerð af leiri, sem hefur álika styrk- leika og konungar þeir, sem þar hafa búið. Það eru ekki margir í þeirra hópi, sem þolað hafa þrýsting að utan eða hafa getað staðið við lof- orð sín. Það er líka mjög hert að hinum núverandi ríkisstjóra. Gellérthegy er nefnd svo eftir Gellért biskupi, sem var velt í tunnu efst ofan af hæðinni niður I Dóná fyrir níu hundruð ár- um. Hann kom frá Vestur-Evrðpu til að boða Ungverjum siðgæði og mannúð, en þeir voru þá menningar- snauð þjóð. Hann hefur víst haft gilda ástieöu til að Ihuga árangurinn af boðun sinni, þegar í tunnuna var komið. Wallenberg sneri sér við og leit á sendiherrann. — Ég vona, að fyrirætlanir vorar endi ekki á svo óþægilegan hátt, mælti hann hugsandi, — né heldur, að við fáum þær fátæklegu sárabæt- ur einar, að hæð eða gata verði nefnd eftir okkur, þegar við erum allir! Það var þessi Wallenberg, sem við Gabor, unnusti minn, vildum fá að hitta. Faðir minn þekkti hann og hafði unnið með honum, og fleiri hugprúðir menn höfðu stutt hann 1 starfi. Til þess að gefa sýnishorn af starfsháttum þeirra ætla ég að skýra frá^ atviki, sem hafði gerzt skömmu fyrir áminnztan októberdag. Einu sinni hringdi Csipkes ofursti til föður míns. Það var hættulegt, þvi að hann vissi mætavel, að hlustað var í öll heyrnartæki hans og öll sim- töl hans tekin upp á segulband. En hann notaði síma, sem hann hafði getað haldið leyndum til þessa, því að hann var skráður á gamlan og meinlausan stjrrkþega. — Það er Laszlo, hóf hann máls. — Ert það þú, Elek? — Já, svaraði faðir minn. Er nokk- uð I fréttum? —• Heilmikið. Talarðu við hann i kvöld? — Alveg áreiðanlega. Hann situr Inni 1 næsta herbergi. 30 VIKAN.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.