Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 6
5TRAX og Colmann var kominn á staðinn, byrjaði hann á því að rannsaka hús Clencks, sem var útbúið eins og gamalt enskt óðalssetur. Colmann hafði einu sinni áður verið þarna vegna máls, sem hann hafði annazt, og þess vegna var hann ekki ókun^þr staðháttum. Samt gat hann ekki annað en dáðst að öllu þvi, sem þessum gamla maura- púka hafði heppnazt að komast yfir. Húsið var ekki aðeins stórt, það var næstum því eins og höll með löngum göngum og ótelj- andi lierbergjum. Og alis staðar voru forngripir og sjaldgæfir hiutir i mjög háu verði. í for- | FIRMANNI saka- máladeildarinnar í Scotland Yard, Kurt Colmann, brá ekki minnsta, þegar til- kynningin barst. Það var þjónn hins myrta, Max Levan, sem hringdi. Auð- heyrt var að hann hafði orðið fyrir miklu áfalli. — Ég var aðeins fjar- verandi í klukkutíma, og þegar ég kom aftur fann ég hr. Clenck liggjandi myrt- an á gólfinu og hundurinn var ennþá hjá honum. Þér komið strax er það ekki, hr. lögregluforingi? — Auðvitað kem ég strax. Hreyfið ekki neitt og bíðið rólegur þangað til við komum, hr. Levan. Kurt Colmann lagði talnemann á og byrjaði strax að undirbúa menn sína. Honum datt aftur í liug, að það kæmi engum á óvart, þótt Simon Clenck okrari væri myrtur. Fólk eins og Cienclc álti alltaf sand af óvinum, en þrátt fyrir það var morð alltaf glæpur, sem þurfti að kryfja til mergjar. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.