Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 12
jSmásnga ÞÚ MÍTT AK* E L$H- m t>EGAR Charity Tisdal sagði manni sinum, að hún ætlaði að læra á bíl, vissi hún, að hann mundi krrfjast þess að fá að kenna henni sjálfur, — ekki til þess, að hún fengi sem bezta kennslu, heldur til þess að spara peninga. Georg Tisdal var aurasál, — reglu- legur nízkupúki. Að minnsta kosti hefði Char- ity sagt svo, hefði hún verið spurð. Og það varð úr, að hann kenndi henni, eða að minnsta kosti reyndi að kenna henni. Það var ekki auðvelt verk, því að Charity var bæði löt og heimsk, — í stuttu máli sagt, reglulegur hænuhaus. Það hefði Georg áreið- anlega sagt, ef hann hefði verið spurður. Hann sagði það reyndar oft við Charity, án þess að hann hefði verið spurður. Af þessu getum við dregið þá ályktun að sætleiki ástarinnar væri horfinn úr hjóna- bandi þeirra og fullur fjandskairur kominn i staðinn. En þrátt fyrir það, að þau hrópuðu oft til hvers annars í rifrildi: Ég gæti myrt þig! — þá er ósennilegt, að þeim hafi verið nokkur alvara með því. En kvöld nokkurt kom tækifærið upp í hendurnar á Charity, svo að hún gat naumast látið það fram hjá sér fara. Þau höfðu verið i veizlu i nálægum bæ, og Georg hafði drukk- ið meira en góðu hófi gegndi. Áður fyrr þurfti hann alltaf að aka bilnum heim, og það hafði liann heldur viljað. En þar sem Charity iiafði nú fengið ökuleyfi, hafði hann sleppí fram af sér taumunum, því að hann vissi, að hún gat gripið i stýrið, ef þörf krefði. Þstta kvöld var mikil þörf fyrir það. Þegar þau fóru úr húsi vinarins, gat Georg naumast gengið, hvað þá ekið bíl. Á bugðóítum veginum yfir South Hills fór Georg að finna til ónota. Hann bað konu sina að aka strax að vegarbrúninni og stanza. Þetta var alis ekki heppilegur staður til þess að stanza á. Vegurinn var mjög brattur, og það var ekkert handrið á þeirri hliðinni, sem sneri að dalnum. Bjart tunglsljós lýsti upp allan dalinn, en þetta fagra útsýni fór alveg fram hjá Georg, þar sem hann stóð og studdist við hættu- merkið á veginum og kastaði upp. Jafnvel kona hans tók ekki eftir fegurð náttúrunnar, er henni varð litið á mann sinn með viðbjóði. Skyndilega rann það upp fyrir henni, að ekki þurfti nema rétt að koma við hann, svo að hann hrapaði fram af brúnni niður í djúp- ið fyrir neðan. Hrifin af hugmyndinni fór hún út úr bilnum og hrinti honum — dálitið harkalega fyrir öryggissakir. Georg hvarf of- an í djúpið með skelfingarópi. Engir ljóskastarar sáust i nánd, svo að ekki var þörf að flýta sér. Charity hugsaði með sér, að henni væri alveg óhætt að gægjast fram ó brúnina og sjá, hvernig farið hefði fýrir Georg. Varlega, — þar sem hún var lofthrædd, nálgaðist hún brúnina og kíkti niður. Jú, jrarna lá hann, og eftir stöðu hans að dæma var ekki nokkur vafi á því, að henni hafði orðið að ósk sinni. Hvorki trjá- greinar né runnar höfðu stöðvað fail hans niður þrjátíu mrfra hátt bergið Dauðinn hlaut að hafa komið skyndilega. Charity horfði iengi á líkamann fyrir neðan og minnti sjálfa sig á allar misgerðir hans, sem höfðu orðið til þess, að hann átti þennan dauðdaga fyililega skilið. Systir Charity, Sara, hellti í bollann hjá Rouke ieynilögreglumanni. Hún hafði verið að drekka te, er hann kom. — Sjálfsagt, sagði hún, þér getið spurt mig eins og þér viljið. Ég skal svara eftir beztu getu. Ég skil þó ekki, að hvaða liði ég get orðið, en þér eruð frá lögreglunni, svo að þér skuluð bara spyrja. — Þannig er mál með vexti, að við erum að reyna að finna einhverja orsök, sagði leynilögreglumaðurinn þolinmóður. Ef mað- ur finnur einhverja orsök, þá hefur lausnin á gátunni fundizt i flestum tilfellum. En viS höfum ekki enn fundið neina sennilega á- stæðu, svo að við vonuðum, að þér geetuð hjálpað okkur. Það er undanskilið í hjúskaparlögum, að hjónum sé heimilt að fljújfast á, þar til að nágrannarnir skilji þau að. Þannig verður spennandi og skemmtilegt hjónaband til, sem varir, þangað til það fær skyndilegan endi. 12 VIKAN LÆKNIRINN SEGIR: Allir hafa víst einhvern tíma á ævinni kynnzt miðaldra manni, sem unun er að umgangast og á að hlusta. En skyndilega tekur svo þessi maður þvílíkri gerbreytingu, að maður þekkir hann ekki fyrir sama mann. Hann er allt í einu „ekki með sjálfum sér“, hann er orðinn gamall og kalkaður. Þetta er svo sem ofur eðlilegt, því að enginn er svo kænn, að hann verði ofan á í fangbrögðum sínum við Elli kerlingu. Auðvitað er fjöldi manna, sem lætur ekki á hjá — nema litillega líkamlega — allt undir tírætt. Það er svo sem ekki óhjá- kvæmilegur fylgifiskur ellinnar, að athygl- isgáfa og andríki sljóvgist og dofni, enda þótt það hrjái margan á efri árum. Líklega er þetta meðfætt, því að einu gildir, hvernig „gamall og kalkaður" maður hefur varið æsku- ftg þroskaárum' sínum að þessu leyti. Sumir fara að finna til kölk- unar þegar á fertugsaldri, — já og jafnvel fyrr, aðrir finna ekki til neinnar veilu fyrr en hátt á níræðisaldri. Fyrstu einkenni kölkunar er venjulega minnisdeyfð, einkum vilja menn gleyma því, sem gerzt hefur síðustu árin, en muna hins vegar greinilega bað, sem gerðist fyrir k)$>cste Erlendis er fremur algengt, að efnt sé til samkeppni meðal arkítekta um heppi- leg íbúðarhús, sem siðan eru fjöldafram- leidd, ef svo mætti segja. Verktakar reisa þá fjölda húsa eftir verðlaunateikning- unni, og með því móti á að fást lægri hyggingarkostnaður. Oftast er þá miðað við meðalstóra fjölskyldu, hjón með þrjú börn, eins og gert hefur verið á þeirri teikningu, sem hér birtist. Hér á landi hafa arkítektum allt of sjaldan verið veitt tækifæri til þess að sýna hæfni sina í samkeppni um ýmsar gerðir húsateikninga, sem opinberir aðil- ar efni til og veiti góð verðlaun fyrir. Þvert á móti hefur oft komið fyrir, að einstökum arkitektum hefur verið úthlut- að stórbyggingum án nokkurrar sam- keppni, og hafa þess háttar ráðstafanir á sér heldur leiðinlegan blæ. Hins vegar er það ef til vill mál, sem kemur ekki hús- teikningunni þeirri arna við, enda þótt hún gefi tilefni til hugleiðinga um skylt efni. Að þvi er við vitum bezt, fékk þessi teikning verðlaun í samkeppni, sem efnt var til meðal norskra arkitekta um heppi- legt einbýlishús fyrir fimm manna fjöl- skyldu. Þarna er auðsjáanlega gert ráð fyrir þvi, að húsið geti orðið fremur ein- falt i byggingu og ódýrt. Það er að nokkru leyti úr steinsteypu og að nokkru leyti úr timbri. Gert er ráð fyrir litlum kjall- ara undir hluta hússins fyrir geyinsiu ög upphitun. Húsið mun vera 110—120 fer- Framhald á bls. 32.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.