Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 39
Lubitil Sputnik vélin 770.00 Kr. Búðarverð Heildsölubirgðir írilnir Kttilssu Garðarstræti 2. Þú mátt aka, elskan. Framhald af bls. 12. — Þau rifust alltaf sýknt og heil- agt. — Já, ég hef heyrt það. En það skýrir ekki allt, eins og þér skiljið kannski. Um hvað deildu þau mest? — Góði, bezti, það skiptir engu máli. Þau rifust um aJIt milli himins og jarðar, — alltaf um eitthvað á hverjum degi. Ef hún sagði, að það yrði gott veður, þá sagði hann, að það yrði rigning. Og svona gekk það. — Skrýtin saga, muldraði Rouke. Engan mundi það gleðja meira en mig að geta sagt, að þetta hefði verið bilslys. En ég fæ ekki skiiið, hvernig þau komust bæði út úr bíln- um á leiðinni niður. Bíllinn stöðvað- ist ekki fyrr en neðar, svo að þau hljóta að hafa dottið úr á leiðinni niður. Það liggur alveg ljóst fyrir. Hann stóð á fætur. og lét á sig hattinn. — Jæja, ég verð að fara, en ég kerrj aftur. Ef til vill dettur yður eitthvað í hug, sem getur komið að gagni og þá skuluð þér láta mig vita. — Já, þetta með bílinn, sagði Sara. Það var eins og þau rifust allt- af mest, þegar hún átti að fá að.aka honum. Ég man, að sama morgun- inn, sem slysið vildi til, þá höfðu þau verið að rifast út af smámunum, sem hún gat alls ekki lært. Að minnsta kosti sagði hann það. — Og hvað var þetta, sem hún gat alls ekki lært, munið þér það? spurði Rouke leynilögreglumaður og gekk að dyrunum. — Bíðið þér nú, — hvað var það nú aftur.....Jú, það byrjaði með því að hann sagði, að hún, sem væri svo viss um, að hún gæti ekið bil, ætti að reyna nota handhemlana einu sinni: Þegar hún stöðvaði bíl- inn. ★ Enginn er fullkorainn. Framh. af bls. 16 Snemma næsta morgun slagaði Joe inn í svefnherbergi þeirra Jerrys. Jerry æddi þar um gólf eins og í ó- ráði. Osgood og hann höfðu dansað tango alla nóttina. Það hafði verið alveg óskaplega rómantískt. „Ég er trúlofaður," söng hann. „Óska þér til hamingju," sagði Joe. „Hver er sú hamingjusama ?“ „Það er ég,“ trallaði Jerry. „Os- good hefur beðið mín. Við höfum talað um að halda brúðkaupið í júní.“ Lífvörður okrarans. Framhald af bls. 37. Joe. Garðyrkjumaðurinn gæti að minnsta kosti ekki gert leikfimis- æfingar af þessu tagi. Háð lögregluforingjans gerði Joe gramt i geði, meðan hann kom rannsókninni í kring. Það hressti þó skapið, að rann- sóknarmennirnir fundu fáein fingra- för, nokkra efnisþræði og blóð úr smáskeinu, og þeir gátu auðveldlega slegið því föstu, að Edward Hel- mann hefði skilið þetta eftir í brynj- unni. Lögregluforinginn minntist ekk- ert meira á spurningu Joe. Með sönnunargögnin í höndunum gekk hann til atlögu við Helmann, og játn- ingin var ekki lengi að koma. Ástæð- an hafði verið peningar og morð hafði eiginlega ekki verið ætlun Helmanns. Hann ætlaði aðeins með valdi að komast yfir nokkra papp- ira, sem gætu orðið honum hættu- iegir, sagði hann. Colmann kinkaði kolli. — Þannig gengur það oft, þegar fólk er ástriðufullt, það sýður út úr. Maður gengur iengra en maður ætlaði sér. Hugmyndin með brynjuna var stór- sniðug. Mér þætti gaman að vita, hvað lengi við hefðum rannsakað málið, án þess að finna lausnina, ef garðyrkjumaðurinn hefði ekki ver- ið hugsunarlaus dýravinur. ★ — Geturðu ekki fundið upp aðra - leið til að hittaat, Jóní j . . j ^6'%v v Jv,4 Hn sófasettið OMDVEGI Laugavegi 133 Símar 14707 - 24277 VUCAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.