Vikan


Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 15.06.1961, Blaðsíða 32
KOSTIR Slitþol hins hreina náttúrugúmmís er óum- deilanlegt, þetta hafa fjölmargir bændur, læknar, embættismenn og ekki sízt eigendur vörubíla, sem aka um hina misjöfnu vegi dreifbýlisins, fullreynt. Þess vegna kaupa þeir hina endurbættu rússnesku hjólbarða. Jk i ' 1 a og sveigjanleiki er kostur sem flestir skilja IWj Ixv hverja þýðingu hefur fyrir endingu bíl'- * grindarinnar, yfirbyggingar og yfirleitt flesta hluta bílsins. Þessir eiginleikar eru sérstaklega þýð- ingarmiklir þegar ekið er á holóttum og grýttum vegum. Hið hæfilega mjúka gúmmí í rússnesku hjólbörðunum er vörn gegn höggum. Rétt spyrna hefur afar mikla þýð- ingu fyrir góða endingu mótorsins og ekki hvað sízt á blautum og mjúkum vegum. Ennfremur er vert að gefa gaum að hemlamótstöðu hjólbarðans. Aðalumboð: MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20. — Sími 17373. Sendiför til Ungverjalands. Framhald af bls. 31. hann, og dró ögn niður í honum, — að minsta kosti ekki skriflegar, Þér skiljið ... — Við skiljum víst allt of vel! mælti faðir minn í ógnandi undirtón. — Mér líkar vel, hversu trúlega þér gegnið skyldustörfum yðar. En eruð þér ekkert smeykur við stjórnmála- flækjur? — Ef þér gerið ekki eins og ég skipa, sagði nú Wallenberg og sýndi stöðvarstjóranum sendiráðsskírteini sitt, sé ég mig því miður til neyddan að snúa mér til hærri staða. Sveitarforinginn hafði nógu lengi haft afskipti af mannflutningum þessum til að vita, að iðulega voru skipanir ógiltar með öðrum fyrir- mælum. Einnig mun hann ekki hafa veriö handviss um aðstöðu tlna i þessu furðulega tafli. Eftir andar- taksumhugsun mælti hann: — Ágætt! Við skulum skilja þá frá. — Þökk fyrir! svaraði Wallenberg svo eðlilega sem hann væri að þakka fyrir vindil. — Þar sem ég tala ekki ungversku, mun kapteinninn koma fram fyrir mína hönd. Faðir minn gekk meðfram rööum verkamanna þeirra, er stóðu hjá vörubifreiðunum, og allir, sem höfðu sænsku verndarvottorðin í höndum, voru teknir frá. Sumir voru jafnvel látnir fylgja með, þótt þeir hefðu ekki vottorðin, ef nöfn þeirra stóðu á löngum lista, sem Wallenberg hélt á. Var sveitarforinginn nú hinn lipr- asti og lánaði þeim tvo hermenn til aðstoðar. Faðir minn vísaði öðrum hermanninum á hús við Tatragötu, sem tilheyrði sænska sendiráðinu, og skömmu síðar gengu þeir, er frá höfðu verið skildir, brott af stöðinni i fjór- faldni röð. SVIPAÐAR þessari voru sögurnar, er við höfðum heyrt af Wallenberg. Okkur var þvi ljóst, að ef við áttum eitthvað að geta gert, urðum við að ná sambandi við hann. Og faðir minn var sá eini, sem gat komið þvi í kring. En var hægt að fá hann til þess? Hann virtist ekki taka málaleitun okkar alvarlega i fyrstu, ekki hvað mig snerti að minnsta kosti. — Þetta er ekki fyrir ungar stúlk- ur, sagði hann. —• Þú verður að finna upp á einhverju öðru til að taka þér fyrir hendur. — Ef ég væri bara venjuleg stúlka, anzaði ég, — mundi ég bresta í grát yfir slíku skilningsleysi. Vertu svo góður að koma fram við mig eins og ég væri sonur þinn! — Þá það, sagði faðir minn um síðir. — 1 raun og veru höfum við nóg fyrir þig að gera! Síðan sneri hann sér að Gabor og bætti við ertnislega: — Það er ó- mögulegt að slá vopnin úr hendi ung- verskrar konu, ef hún vill berjast. Framhald í næsta blaði. Norsk verðlaunateikning. Framhald af bls. 12. metrar að flatarmáli. Inngangur er uin norðurhlið hússins og rúmgóð forstofa inn af anddyri. Úr henni er gengt beint inn i rúmgóða stofu, sem skipt er í þrennt. Bak við arin- vegginn er eins konar vinnukrókur með innbyggðum skápum, skrif- borði og vinnuborði. Setustofa er i miðju, en i hinum endanum er borð- stofa og hægt að loka á milli með rennihurð. Teiknarinn hefur gert ráð fyrir stóru borðstofuborði og auk þess borðkrók við gluggann i eldhúsihu fyrir minni háttar mál- tíðir. Þvottahús er inn af eldhús- inu, og munu húsmæður sammála um það, að í þvi sé talsvert hagræði fólgið. Ef til vill má segja, að það sé galli að þurfa að ganga gegnum þvottahúsið til þess að komast úr forstofunni inn í eldhúsið, en það ber að athuga, að eldhúsið er stað- sett þar, sem birtan er betri. Þvottahús líta auk þess þannig út nú á dögum, að þau þurfa ekki að vera nein óprýði á ibúðinni. í hinum enda hússins eru fjögur svefnherbergi. Úr hjónaherberginu er innangengt í steypibað, en sal- erni eru tvö í húsinu: annað við enda forstofunnar, en hitt á svefn- herbergjagangi. ^ Læknirinn segir. Framhald af bls. 13. tugt, enda þótt sumir finni til kölkun- ar þegar um fertugt. RANGLÁTAR ÁSAKANIR. E'kki er það óalgengt, að kölkun verði til þess, að sjúklingurinn fyllist gremju í garð náungans að ástæðu- lausu, tortryggi hann í öllu og komi blátt áfram svívirðilega fram við hann. Við könnumst öll við kalkaða manninn, sem ásakar vin eða skyld- menni um þjófnað. Ekki er heldur óalgengt að kölkunarsjúklingur, sem liggur á sjúkrahúsi, ásaki ein- hverja hjúkrunarkonuna um að hafa stolið peningum eða einhverjum verð- mætum, sem lágu í náttborðsskúff- unni. Aðrir kölkunarsjúklingar halda því statt og stöðugt fram, að þeirra nánustu beiti þá ofbeldi, — að sonur Gef mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið i einu en oftar. En þú hefir rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. . Gott er að til er NIVEA! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá þvi stafa hin góðu áhrif þeu. -32 VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.