Vikan - 29.06.1961, Page 20
FYRIRM YND ARSTÚLK A
Framhald af bls. 7.
— Ef hann sér þessa mynd, kemur
hann ekki aftur, og fer kannski enn
þá lengra í burtu, sagði Jack. Hann
kemur í næstu viku, sagði ég stúrin.
— Við getum ekki beðið svo lengi,
sagði Peter. — Við verðum að taka
nýja mynd í dag. Hann leiddi mig
inn á ljósmyndastofuna. Þar var
plötuspilari, sem var hafður til að
hjálpa upp á sakirnar, þegar draum-
lyndið var af skornum skammti á
morgnana. Ég var að leita að viðeig-
andi plötu, en allt í einu tók Peter
mig í fang sér. — Svo man ég ekki
annað en það, að tilbúnu eplagrein-
unum var raðað í kringum mig, og
alilr sögðu, að myndin hefði heppn-
azt mjög vel.
-— Ég skal ná í leigubíl handa þér,
sagði Peter, þegar við gengum — eða
öllu heldur svifum út.
—- Það eru margir kilómetrar til
Bronx, sagði ég.
— Ég fer úr á leiðinni, sagði hann
og settist við hliðina á mér En hann
fylgdi mér alla leið heim að húsdyr-
um og bað bilstjórann að bíða, meðan
hann fylgdi mér upp.
-— Þetta var reglulega skemmtilegt,
sagði hann. — Ég vona, að þér sofið
vel og yður dreymi um Oscar.
Morguninn eftir fór ég beint inn
í básinn til Jacks Browns.
— Það kemur ekki til mála, að ég
giftist Oscari, sagði ég.
— Hvað ertu að segja? Nei, því
ræður þú auðvitað sjálf ... En góða
min, þú átt þó ekki við, að þú viljir
ekki giftast honum Oscari okkar? En
Janie, þú verður að giftast honum.
— Ég er ekki ástfangin af Oscari,
sagði ég.
Nú kom Bill Jones aðvífandi, og
klapp hans átti víst að lýsa föður-
legri umhyggju. — Jæja, þarna er
þá fyrirmyndarstúlkan ljóslifandi. Nú
fer Oscar að koma heim, svo að við
getum farið að taka myndir af brúð-
kaupsundirbúningi og þess háttar . ..
— Mér geðjast ekki einu sinni vel
að honum, greip ég fram í.
— Hverjum, mér? hrópaði Bill
furðu lostinn.
— Hún er ekki ástfangin af Oscari.
Jack horfði ásakandi á mig. — Hún
vill ekki giftast honum. Hún getur
í rauninni alls ekki þolað hann.
— Það er ekki heiðarlegt gagnvart
Oscari að halda þessum skrípaleik
áfram, sagði ég.
Heiðarlegt gagnvart Oscari? Hver
kærir sig um Oscar? E’n hvernig fer
fyrir okkur, og Hamingjusama heim-
ilinu? Allt í einu var básinn orðinn
fullur af fólki, sem ruddist hvert um
annað og talaði hvert í kapp við ann-
að.
— Það er bezt að leyfa stelpunni að
giftast hverjum, sem hún vill, jafn-
vel þótt það væri Farúk konungur,
sagði Jack að lokum. Við höldum á-
fram með greinarnar, en strikum yfir
Oscar. Það tekur sjálfsagt enginn
eftir því, hvort sem er.
— Ég tek eftir því, andmælti ég.
— Oscar tekur eftir því. Þetta er
ekkert annað en heimskulegur skrípa-
leikur, sem eyðileggur líf okkar. Þetta
er hreint og beint hlægilegt, ekkert
nema eintómt fjas. Verst af öllu er þó
þessi kjánalega grein eftir Jack, þar
sem hann talar um að svífa á ljós-
rauðum skýjum og falla í öngvit af
hamingju. Að svo mæltu rigsaði ég
út og hafði á tilfinningunni, að ég
líktist einna helzt Bette Davis í á-
takanlegu hlutverki.
Eftir nákvæmlega stundarfjórðung
kom Peter inn til mín og tók í hönd
mér. — Komdu, vina mín, sagði hann,
við skulum ræða saman dálitla stund.
Það ganga ýmsar einkennilegar sög-
ur um þig.
— Og um Oscar, sagði ég dauflega.
— Um Oscar, sagði hann með al-
vörusvip. — Ég get sagt þér, að und-
anfarið hefur það verið viðkvæðið
hjá rúmlega sex þúsund manns, að ég
sé eingingjarn ónytjungur og engin
stúlka með réttu ráði ætti að láta
sér detta í hug að snúa baki við heið-
arlegum manni mín vegna, og mann-
kynið færi ekki mikils á mis, þó að
ég hrykki upp af, svo að þú skilur
auðvitað, að ég get alls ekki látið það
viðgangast, að svona yndisleg stúlka
eins og þú verði óhamingjusöm mín
vegna. Brúðkaup þitt er fyrir löngu
ákveðið. Þarna gefst mér þó einu
sinni tækifæri til að gera góðverk.
Leyfðu mér að sjá um, að brúðkaup
ykkar Oscar fari ekki út um þúfur.
— Og svo kemur grein um mig í
blaðinu, þar sem ég verð kölluð yndis-
leg, þæg litil stúlka, sagði ég gröm.
— Nú fer ég og tala við ritstjórn-
ina. Hann fylgdi mér að lyftunni og
reyndi að róa mig
Síðdegis sama dag kom Oscar heim.
Ég tók á móti honum í forstofunni, og
áður en honum gafst tími til að segja
nokkuð, spurði ég hann, hvort við
ættum ekki að ganga saman dálítinn
spöl.
— Hefurðu týnt hringnum? var
hið fyrsta, sem hann spurði mig um.
Mér fannst þvi vera tímabært að segja
honum sannleikann.
—- Þú ert þó ekki drukkin, Janie?
spurði Oscar.
*— Er blaðamennska þín kannski
aðallega fólgin í því að sitja og þjóra
með hinum blaðamönnunum allan
daginn?
—■ Já, sagði ég og rétti honum
hringinn.
— Þú ert víst orðin ein af þessum
tilfinningalausu, harðgeðja konum,
sem ganga alveg upp í starfinu og
kæra sig ekkert um að eignast heimili,
eiginmann og börn ... — né dem-
antshringa, bætti ég við.
— Það er vist ekkert við þessu að
gera, sagði hann hnugginn. — Þú
verður að ráða þessu sjálf.
Morguninn eftir mætti ég Jack í
dyrunum.
— Líttu á myndina á skrifborðinu
þínu, Jamie, sagði hann. — Athugaðu
hana vel.
Ég leit á myndina. Hún var af mér,
og samt var eins og ég kannaðist
ekki við þessa stúlku. Hún var svo
dreymin og ástfangin á svipinn, að
— já, það var engu líkara en hún
svifi á ljósrauðum skýjum.
— Hún er fram úr skarandi góð,
finnst þér það ekki? spurði jack með
eftirvæntingu. — Þú getur ekki
bannað okkur að birta hana. Þetta er
síðasta hálmstrá Hamingjusama
heimilisins, Janie. -—•
1 sama bili kom Peter. Hann leit
á hönd mína, og ég vissi, að hann
tók eftir því, að demantshringurinn
var horfinn. Ég minntist greinarinnar,
sem Jack hafði skrifað um „Hvernig
það er að vera trúlofuð," og nú vissi
ég, að hvert einasta orð gat staðizt.
Auðvitað vil ég ekki beinlínis ráð-
leggja neinni ungri stúlku að láta
starfsbróður sinn kyssa sig og hvísla
viðkvæmum ástarorðum í eyra hans
á skrifstofunni klukkan tíu fyrir há-
degi, —■ einkanlega ef um yfirmann
er að ræða, þvi að þá getur hún átt
á hættu að missa atvinnuna. En þetta
var samt einmitt það, sem ég gerði.
Og þegar Peter loksins sleppti mér,
var ég dálitla stund að átta mig, —
því að mér fannst alveg eins og ég
svifi um á Ijósrauðum skýjum.
Nú er ykkúr auðvitað fyrir löngu
orðið það ljóst, hvers vegna ég vinn
ekki lengur hjá Hamingjusama heim-
ilinu. Ég er nú gift Peter Durk yngri
og hef eignazt mitt eigið hamingju-
heimili, svo að ég var þrátt fyrir allt
ekki orðin nein harðgeðja blaðakona.
Ágústblaðið vakti mikla athygli og
seldist upp á svipstundu, og nú er
ritstjórinn ekki lengur í fjárþröng.
Auglýsingadeildin er nú á höttunum
eftir fyrirmyndarhúsmóðurinni, því
að Bill Jones segir, að þessar trúlof-
uðu, ungu stúlkur séu svo óútreikn-
anlegar, að ógerlegt sé að vinna með
þeim.
Jón Sigurðsson og José Marcelo.
Nú munu utanfarir vera komn-
ar í algleyming og íslendingar
þeysa hver um annan þveran til
annarra landa. Hér áður fyrr þótti
það gott ferðalag að halda til
Kaupmannahafnar og heim aftur
á hálfum mánuði til þrem vikum.
Nú er Kaupmannahöfn varla ann-
að en viðkomustaður á langri leið.
Einnig hefur sá tími lengzt, sem
menn eru erlendis, en það er víst
lágmark þrjár vikur nú orðið. Að-
allega halda menn til hinna suð-
rænni landa, svo sem til Spánar og
Ítalíu. Enda er það engin furða,
þar sem t. d. Spánn er með ódýr-
ustu ferðamannalöndum, sem við
eigum kost á í Evrópu. Þeir, sem
fara til Spánar, eiga þess kost að
verða þjónustu Islendings aðnjót-
andi, þvi að i þorpinu Tossa de Mar
á Bravaströnd (Costa Brava) hafa
tveir menn með höndum nokkra
fyrirgreiðslu og túlkun fyrir ferða-
menn. E’r annar þeirra þrítugur
Islendingur, Jón Sigurðsson að
nafni frá Isafirði og hinn José
Marcelo frá Chile. Þeir tala
samtals ellefu tungumál og ættu
þvi að geta orðið ferðamönnum
að nokkru liði. E'ins og að líkum
lætur, annast Jón alla ferðamenn
frá Norðurlöndum, þar sem hann
talar öll Norðurlandamálin auk
ensku, þýzku og ítölsku'. José ann-
ast hina.
Það vill svo til að Jón er vel
að sér i sögu Suður-Ameríku allt
írá því áður en Columbus kom
þangað fram á okkar daga, en
José hins vegar vel að sér um
víkingatimann. Þeir félagarnir
hafa hugsað sér að vera þarna á
Spáni að minnsta kosti næsta ára-
tuginn, og er pldrei ag vita að þeir
verði þar ævilangt. +
Lýst eftir maraþonhlaupara
Jón Guðlaugsson, maraþonhlaupari hefur komið að máli við blaðið,
og farið þess á leit, að það auglýsi eftir maraþonhlaupara til þess að
hlaupa með sér í sumar. Jón hefur einu sinni gert löggilda tilraun
til að tryggja sér Islandsmetið í þessari einstöku iþróttagrein fyrir þolin-
móðar sjálfspiningarhetjur. Það misheppnaðist af góðum og gildum or-
sökum; Jón endaði skeiðið á Melavellinum eftir rúmlega þriggja klukku-
stunda hlaup austan af Hellisheiði, — síðari hluta leiðarinnar í myrkri
og kulda.
Nú ætlar Jón að gera aðra tilraun í sumar og gæti. farið svo, að
hún yrði gerð einhvers staðar á Suðurlandsundirlendinu. Þeir eru fáir
hér á Islandi, sem leggja stund á maraþonhlaup, — sem betur fer,
liggur mér við að segja, en Jóni leiðist að hlaupa einsamall. Það
er svo notalegt fyrir hlaupara að vita af öðrum á eftir sér. Þess vegna
auglýsir Jón eftir hlaupurum til þess að skokka með sér, en býst þó
ekki við, að þeir muni lengi halda í við sig.
20 VIKAN