Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 6
6 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
EFNAHAGSMÁL Skráð atvinnuleysi í nóvember var 8
prósent, eða að meðaltali 13.357 manns, samkvæmt
nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi
jókst að meðaltali um 5,3 prósent frá því í október,
eða um 675 manns.
„Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 3,3
prósent, eða 5.445 manns,“ segir í tilkynningu stofn-
unarinnar.
Í lok nóvember voru 15.017 án atvinnu, en voru
14.369 í lok október. „Þeir sem voru atvinnulausir
að fullu voru hins vegar 12.141, af þeim voru 2.226 í
einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofn-
unar, auk þess sem mikill fjöldi fer í viðtöl hjá ráð-
gjöfum stofnunarinnar og á kynningarfundi,“ segir
í skýrslu Vinnumálastofnunar. Mest var atvinnu-
leysið á Suðurnesjum, 13 prósent, en minnst á
Vestfjörðum, 2,8 prósent. „Atvinnuleysi eykst um
6,3 prósent meðal karla en um 3,8 prósent meðal
kvenna.“ Í Hagsjá, efnahagsvefriti Landsbankans,
kemur fram að sé mánaðarlegt atvinnuleysi eins og
Vinnumálastofnun skráir það leiðrétt fyrir árstíða-
bundnum þáttum komi í ljós að það lækkar lítillega
frá síðasta mánuði. Sama gerðist í október. „Venju-
lega hefur skráð atvinnuleysi verið í hámarki í upp-
hafi hvers árs sem skýrir hluta ástæðunnar að baki
lækkun á árstíðaleiðréttri tölu,“ segir þar. - óká
Á FUNDI Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Gissur
Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, á fundi fyrr á árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nýjar tölur Vinnumálastofnunar um þróun atvinnumála:
Atvinnuleysi í nóvember 8 prósent
EINN VINSÆLASTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA
VERTU VINUR Á FACEBOOK OG FYLGSTU MEÐ FRÁ BYRJUN!
FÍASÓL
1.500
OLIVER!
3.300
LAXNESS
3.000
7.500 kr.
eftir Lionel Bart
Einstak
t tilboð
til jóla
!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítug kona
hefur kært leigubílstjóra á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir nauðgun.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins var konan stödd í gleð-
skap í Reykjavík aðfaranótt 23.
nóvember. Þá tók hún leigubíl úr
miðborginni og heim til sín á höf-
uðborgarsvæðinu. Ekki er ljóst
með hverjum hætti atburðarás var
eftir að hún tók bílinn, en svo virð-
ist sem hún hafi vaknað við það á
heimili sínu að bílstjórinn var að
hafa við hana samfarir. Hún leit-
aði nokkru síðar á neyðarmóttöku
þolenda nauðgunar á Landspítal-
anum í Fossvogi.
Hinn 3. desember lagði konan
svo fram kæru hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu.
Málið er í fullri rannsókn að
sögn Björgvins Björgvinssonar,
yfirmanns ofbeldisbrotadeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann vill ekki tjá sig um efn-
isatriði málsins að öðru leyti en
því að rætt hafi verið við forsvars-
menn leigubifreiðastöðva á höfuð-
borgarsvæðinu, svo og nokkra ein-
staklinga, vegna málsins.
Leigubílstjórar sem Fréttablað-
ið ræddi við í gær lýstu miklum
áhyggjum af því að mál af þessum
toga væri komið upp. Nauðsynlegt
væri að það upplýstist sem allra
fyrst. - jss
NAUÐSYNLEGT Leigubílstjórar sem
Fréttablaðið ræddi við í gær undirstrik-
uðu nauðsyn þess að málið upplýstist
sem allra fyrst.
Tæplega þrítug kona lagði fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu:
Kærði leigubílstjóra fyrir nauðgun
VIÐSKIPTI Umboðsmenn viðskipta-
vina hjá viðskiptabönkunum þrem-
ur fá samtals um fimmtíu mál á
mánuði að meðaltali til úrlausn-
ar þar sem viðskiptavinur bank-
ans gerir athugasemdir eða óskar
eftir upplýsingum vegna afgreiðslu
bankans á málum viðkomandi.
Þetta kemur fram í svörum um
starfsemi umboðsmannanna í kjöl-
far fyrirspurna Fréttablaðsins.
„Krafan um jafnræði er sterk
og það virðist sem mönnum þyki
bærilegra að sætta sig við erfiða
niðurstöðu ef þeir hafa vissu um
að hún sé í takt við það sem aðrir
fá,“ segir Brynhildur Georgsdótt-
ir, umboðsmaður viðskiptavina
Arion banka.
Hún segir viðskiptavini yfirleitt
óska staðfestingar á því að unnið
sé í samræmi við viðurkennt verk-
lag og að niðurstaða sé í samræmi
við það sem aðrir eigi kost á.
„Verkefnin eru mjög ólík, það
eru lánamál einstaklinga og
fyrirtækja, fjárvarsla og inn-
lán, greiðslumiðlun, kvartanir
um starfsemina af ýmsu tagi og
fleira,“ segir Eggert Sverrisson,
umboðsmaður viðskiptavina hjá
Landsbankanum. Sumir kvarti yfir
þjónustu starfsmanna, fit-kostnaði,
þjónustukostnaði, upplýsingagjöf
og fleiru.
Umboðsmönnum bankanna
þriggja hafa borist samtals 560
mál á síðastliðnu ári. Málin voru
211 hjá Íslandsbanka frá 1. október
í fyrra, og 57 í Arion banka, áður
Kaupþingi, á síðustu tólf mánuð-
um. Málin voru 292 hjá Landsbank-
anum frá 1. febrúar þegar umboðs-
maður bankans tók til starfa.
Aðeins í einu tilviki hefur að
mati umboðsmannanna ekki verið
tekið nægilegt tillit til athuga-
semda þeirra. Umboðsmaður hjá
Landsbankanum þurfti að eigin
sögn í einu tilviki að skjóta „alvar-
legum ágreiningi“ við stjórnendur
bankans til bankastjóra. Eftir fund
bankastjóra með stjórnendum var
málinu lokið með viðunandi hætti
að mati umboðsmanns.
Í öðrum tilvikum þar sem
umboðsmenn hafa gert athuga-
semdir sem átt hafa við rök að
styðjast, til dæmis um brot á verk-
lagsreglum, hefur verið brugðist
við athugasemdunum með viðeig-
andi hætti, að mati umboðsmann-
anna.
brjann@frettabladid.is
Umboðsmenn fá um
50 ný mál á mánuði
Umboðsmenn viðskiptavina viðskiptabankanna hafa fjallað um á sjötta hundr-
að mála á undanförnu ári. Í einu tilviki hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til
athugasemda að mati umboðsmanns. Málið leyst á fundi með bankastjóra.
DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl-
maður hefur verið dæmdur í
þrjátíu daga fangelsi, skilorðs-
bundið, og til greiðslu 200 þús-
unda króna í skaðabætur vegna
harkalegrar árásar á systur sína.
Maðurinn réðst á systurina á
heimili hennar. Hann tók hana
meðal annars kverkataki, skellti
henni utan í vegg og sló hana
nokkrum sinnum. Þá færði hann
hana með valdi inn á baðher-
bergi, setti hana ofan í baðkar og
sprautaði vatni yfir hana. Hún
reyndi að komast upp úr karinu,
en hann henti henni aftur ofan í
það. Systirin hlaut tvo skurði á
höfuðið, auk fleiri áverka. - jss
Skilorð og skaðabætur:
Réðst á systur
og misþyrmdi
Ættu alþingismenn að fá frí
milli jóla og nýárs?
JÁ 21,3%
NEI 78,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að þrífa allt hátt og
lágt fyrir jólin?
Segðu skoðun þína á visir.is
Fyrir rúmu ári kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í tólf liðum til að bæta rekstrarum-
hverfi fyrirtækja. Einn liður í því var að sjá til þess að óháður umboðsmaður
viðskiptavina starfaði í hverjum banka til að gæta hagsmuna þeirra.
Umboðsmaður viðskiptavina var þegar starfandi hjá Íslandsbanka, en
starf hans var útvíkkað við þetta tilefni. Umboðsmenn Landsbankans og
Kaupþings tóku til starfa fljótlega eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í byrjun
desember í fyrra.
Umboðsmönnum viðskiptavina er ætlað að skoða mál sem þeim berast
af hlutleysi og sjá til þess að umkvartanir viðskiptavina fái rétta úrlausn.
Þeirra starf felst í að gæta þess að viðskiptavinum, einstaklingum og fyrir-
tækjum sé ekki mismunað, og að bankinn fari eftir öllum verklagsreglum af
fagmennsku.
GÆTA HAGSMUNA VIÐSKIPTAVINANNA
NÝJUNG Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi forsætis- og
utanríkisráðherrar, kynntu aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja í
desember í fyrra. Ein af þeim var tilurð umboðsmanna viðskiptavina í bönkunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN