Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 16
12. desember 2009 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu lagði hald á sam-
tals fimm kíló af kannabisefnum
og 320 kannabisplöntur í vikunni. Í
fyrradag stöðvaði lögregla kanna-
bisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafn-
arfirði. Við húsleit þar var lagt hald
á 2,4 kíló af maríjúana, 2,5 kíló af
muldum laufum til hassolíugerðar
og 210 kannabisplöntur. Um svo-
kallaða vatnsræktun var að ræða en
plönturnar voru flestar mjög stórar
og í fullum blóma.
Áður höfðu fundist rúmlega 100
grömm af maríjúana í íbúð í aust-
urborg Reykjavíkur. Þessi tvö mál
tengjast. Karlmaður á fimmtugs-
aldri, sem var handtekinn á síðar-
nefnda staðnum, hefur játað aðild að
þeim báðum. Fyrr í vikunni stöðvaði
lögreglan kannabisræktun í tveim-
ur íbúðum í sama húsi í vesturbæ
Reykjavíkur. Þar fundust 110 kann-
abisplöntur og voru þær á lokastigi
ræktunar. Grunur leikur á að sami
aðili sé ábyrgur fyrir ræktun kanna-
bisplantnanna í báðum íbúðunum en
rannsókn málsins er ekki lokið.
Sem fyrr minnir lögreglan á
fíkniefnasímann 800-5005. - jss
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun á þrem stöðum:
Tók 5 kíló af kannabis
og 320 plöntur í blóma
LÖGREGLUMÁL Um 180 umsókn-
ir bárust um fjörutíu stöður sem
nýlega voru auglýstar lausar til
umsóknar hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu. Á bak við þess-
ar umsóknir eru 120 umsækjend-
ur, því nokkrir sóttu um fleiri en
eina stöðu.
Að sögn Stefáns Eiríkssonar,
lögreglustjóra höfuðborgarsvæð-
isins, eru nú rúmlega þrjátíu af
þeim stöðum sem auglýstar voru
lausar til umsóknar, setnar. Menn
í þeim hafa verið í tímabundnum
ráðningum eða setningum. Að auki
er um að ræða sjö til átta stöður til
viðbótar. Samtals gera þetta 39 til
fjörutíu stöður.
„Það er enginn að fela eitt né
neitt í þessum efnum,“ segir Stef-
án, spurður um hvort verið sé
að auglýsa stöður sem þegar séu
mannaðar, eins og þær séu nýjar,
eins og látið er að liggja á vefsíðu
Landssambands lögreglumanna.
„En það sem við stóðum jafnvel
frammi fyrir var það að láta þetta
fólk, sem var með tímabundna
ráðningu hjá okkur, fara. Við sáum
mögulega fram á að endar myndu
ekki ná saman. En þær hagræðing-
araðgerðir sem við höfum gripið
til hafa gert það að verkum að við
getum tryggt þessar stöður áfram
á næsta ári, sem ekki leit út fyrir
um tíma, og meira að segja bætt
líka í hópinn til viðbótar.“
Að meginstofni til eru breyting-
ar á skipulagi og vaktkerfi að skila
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu umræddri hagræðingu, að
sögn Stefáns, auk annarra breyt-
inga sem greint hefur verið frá í
fréttum.
„Þessar breytingar skila okkur
150 milljónum upp í þær 225 millj-
ónir sem við þurfum að hagræða
um á næsta ári. Langþyngst vega
þó vaktkerfisbreytingarnar í
þessari hagræðingu og opna fyrir
þennan möguleika að halda fólki í
störfum. Þetta undirstrikar nauð-
syn þess að gera þessar breyting-
ar. Þær eru faglega skynsamlegar
og skila fjárhagslegri hagræðingu
sem okkur er lífsnauðsynleg.“
Stefán segir einnig spila inn í
þetta dæmi að einhverjir lögreglu-
menn hætti á næsta ári sökum ald-
urs og af öðrum ástæðum. Gert sé
ráð fyrir því í áætlunum að ekki
verði ráðið í stað þeirra. Fremur
verði yfirmannastöður mannaðar
innan úr liðinu. jss@frettabladid.is
LÖGREGLAN Á bak við tæplega 180 umsóknir um störf í lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu standa 120 lögreglumenn. Sumir sækja um fleiri en eina stöðu af um
fjörutíu sem auglýstar hafa verið.
Nær 200 um-
sóknir um
fjörutíu störf
Um 180 umsóknir bárust í fjörutíu stöður sem lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti nýlega
lausar til umsóknar. Á bak við þessar umsóknir eru
120 manns, því sumir sóttu um fleiri en eina stöðu.
www.lapulsa.is
DVD myndir
1.195
Gott úrval af Lego 35%
afsláttur
Súpertilb
oð:
Áður: 44.
900
Nú 16.900
BABY born
kastali
Bratz dúkkur
frá 1.500
Úrval af Bratz dúkkum og fylgihlutum
Frábært úrval af spilum
og púsluspilum
Diego Mega Blocks
50% afslá
ttur:
Áður: 5.9
90
Nú 2.980
Jólamarkaðurinn er á
II. hæð í verslunarmiðstöðinni
Sími 565-2592
í Hafnarfirði