Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 36
36 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
SENEGAL Í Saint-Louis í Norður-Senegal varð þessi kappi, sem er klæddur í landsliðsbún-
ing Senegala, á vegi Páls.
FÍLABEINSSTRÖNDIN Hluti af 45 þúsund áhorfendum á Houphouet-Boigny fótboltavellinum í
stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan.
EÞÍÓPÍA Drengur við skólavegg í Omo-dalnum í Suður-Eþíópíu, að sjálfsögðu er fótboltinn með
í för.
FÓTBOLTI ÚR ÞVÍ SEM TIL FELLUR
„Þeir eru margs
konar boltarnir
sem notaðir eru í
Afríku,“ segir Páll
sem hefur séð
bolta af ýmsu
tagi á ferðum
sínum um álfuna.
„Ég get nefnt hér
plastpoka fullan
af sandi, gamla
sokka í hnút eða
hrágúmmí beint
úr trjánum.
En þó eru
venjulegir plast-
boltar algengastir
þó oftar en ekki
sé allur vindur
úr þeim.“ Páli er
minnisstætt atvik
í skóla Essiens
í Gana. „ Þar
spiluðu þrjátíu til
fjörutíu krakkar af
kappi, með rifnum, handónýtum bolta. Gleðin og kappið var samt alveg ósvikið. Og
allir Chelsea-aðdáendur auðvitað.“
Fótboltavellirnir eru alls staðar þar sem finna má opin svæði og kapparnir eru
klæddir eftir efnum og aðstæðum:
„Margir eru berfættir en nokkrum sinnum hef ég séð knattspyrnukappa í einum
skó og hinn skórinn þá lánaður félaga í liðinu. Einnig hef ég séð markmenn sem
nota sandala sem olnbogahlíf svo dæmi séu tekin.“
EGYPTALAND Fótboltaleikur á tilkomumiklum stað, við Giza-píramídana fyrir utan Kaíró.
FÍLABEINSSTRÖNDIN Þessi drengur er frá bænum Oumé, fæðingarbæ Salomons Kalou leikmanns Chelsea,
og skartar stoltur Chelsea-treyju.