Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.12.2009, Qupperneq 40
40 12. desember 2009 LAUGARDAGUR É g er mjög hrifin af þeirri hugmynd að dómskerfið sé eins og sverð sem ristir sund- ur blæju þess sem sýn- ist og geri okkur kleift að horfast loks í augu við veru- leikann. Hver er hann, veruleiki fyrirtækis sem þykist ætla að flytja banana inn frá Jersey? Póst- kassi, sýndarfyrirtæki sem veldur því að Dóminíska lýðveldið verð- ur af skatttekjum. Meira að segja hæstiréttur Noregs hafnar því að fordæma sýndargjörning sem þennan. Ef móðurfélagið fer í mál við ímynduð dótturfyrirtæki þykj- ast dómararnir líta svo á að þar sé um raunverulega starfsemi að ræða. Heimsviðskiptin hafa þrif- ist á þessu kerfi sem virðir laga- umhverfið en brýtur gegn sjálfum kjarna lýðræðis og fullveldis. Sá stormur sem nú er í aðsigi, sú reiði sem nú kraumar alls staðar undir, er bein afleiðing þessara gríðarlegu svika. Sögur Johns Christensen, Helenar Garl- ick, Raffaeles Del Giudice, Maríu Nicolaevu, Dragos Kos, Marks Pieth eða Daniels Lebègue, hvers- dagshetja þessarar bókar, eru líka sögur af eldskírn sem geta orðið öðrum hvatning. Rétt eins og þau gera milljónir borgara sér dag- lega grein fyrir því óréttlæti sem felst í fjármálamisferli, skatt- svikum, spillingu valdhafa. Þeim fjölgar stöðugt sem vilja ekki búa í slíkum heimi. Nú er kóngurinn nakinn. Hvað ætli þurfi mörg gjald- þrot og hneyksli til að fá ríkin til að gera einhverjar ráðstafanir? Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, er einn þeirra öldunga- deildarþingmanna sem skrifuðu Tax Haven Abuse Act, lagafrum- varp þar sem þeir lýsa beinlínis yfir stríði gegn skattaparadísum. En ég geri mér engar grillur um það. Þeir aðilar sem lögðu hæstu upphæðirnar í kosningasjóði hans þegar hann var í forsetaframboði heita Goldman Sachs, USB, JPMorgan Chase og Citigroup, allt gríðarstórir bankar. Obama ætti að passa sig á fjármálaspekúlöntum Stuðningsaðilar Baracks Obama hafa allan hag af því að gagnsæi verði áfram sem minnst. Í bókinni sem hann gaf út þegar kosninga- baráttan stóð sem hæst er meðal annars þennan undarlega kafla að finna: „Ég eyddi sífellt meiri tíma með fólki sem skiptir máli – fyr- irtækjaráðgjöfum og bankamönn- um sem höndla með fjárfestingar, fasteignaverðbréfasölum og fjár- málaspekúlöntum. Þetta voru yfir- leitt gáfaðir og áhugaverðir menn sem voru með allt sitt á hreinu, afslappaðir í þeim viðskiptum sem þeir stunduðu og ætluðust ekki til að fá neitt fyrir það fé sem þeir létu af hendi rakna, nema ef vera skyldi ofurlítinn áhuga á þeim skoðunum sem þeir höfðu fram að færa.“ Þessi glansmynd af „fjármála- spekúlöntum“ er ekki beinlínis til þess fallin að auka manni bjart- sýni. Enda eru fjármálamennirn- ir sjálfir undirrót allra þessara hörmunga. Hagsmunagæslan Fire (Finance, Insurance and Real- Estate) eyddi fyrir nokkrum árum 200 milljónum dollara til þess að fá öldungadeild Bandaríkjaþings til að fella úr gildi Glass-Steag all Act, lög sem sett voru árið 1933 og bönnuðu bönkum að taka skort- stöðu og braska með innlánsfé. Afleiðing þess blasir við öllum sem vilja sjá það, bandarískir bankar fara nú á hausinn hver á fætur öðrum. Annar hagsmuna- aðili, Mortgage Bankers Associ- ation, eyddi tugum milljóna doll- ara til að auðvelda samsetningu annars flokks fasteignalána (e. subprime), áhættulánanna sem ollu kreppunni. „Fjármálaspek- úlantarnir“ gæta nú hagsmuna sem hinn nýi forseti Bandaríkj- anna ætti að vara sig á. Banna þarf skattaparadísir í Evrópu Eina leiðin til að komast út úr þessari óreiðu og snúa þróuninni við felst í því að beita verulegum pólitískum þrýstingi. Við þurfum að koma á fót yfirþjóðlegum dóm- stóli í Evrópu og banna skatta- paradísir í heimsálfunni okkar með því að þrýsta á að evrópsk- ir bankar og fyrirtæki sniðgangi þær alfarið, berjast af hörku gegn hvítflibbaglæpum og byggja upp Evrópu þar sem hægt er að setja sig upp á móti spillingu án þess að þurfa að vera umkringdur líf- vörðum. Útópía? Þegar Jaruzelski hershöfðingi hrifsaði völdin í Pól- landi árið 1982, hver hefði þá látið sér detta í hug að Berlínarmúr- inn ætti eftir að falla? Hver hefði látið sér detta í hug, þegar Martin Luther King var myrtur, að þel- dökkur maður ætti seinna eftir að verða forseti Bandaríkjanna? Ég hef á lífsleiðinni hitt fjöl- marga forstjóra fyrirtækja, stund- um við aðstæður sem voru þeim afar erfiðar. Það kann að koma á óvart, en ég dáist mjög að mörg- um þessara karla og kvenna. Rétt eins og hagfræðingurinn Schump- eter staðhæfði fyrir margt löngu, er það ekki hagnaðurinn sem dríf- ur þau fyrst og fremst áfram. Þau eru líka, rétt eins og við öll, knúin áfram af „órökréttum ástæðum“: ánægjunni af því að reyna á sig, sigurvilja sem líkist einna helst vilja íþróttamannsins, óttanum við dauðann, ánægjunni af því að stofna fyrirtækið sitt og sjá það stækka og dafna, forvitni og dugnaði. Spilling andstæða hins sanna athafnamanns Að sögn Schumpeters eru spilling og hvítflibbaglæpir algerar and- stæður hins sanna athafnamanns. Þeir snarhækka fjármagnstekjur og grafa undan fyrirtækjunum. Þeir sem fara að stunda glæpsam- lega starfsemi ætla sér að krækja sér í auðfengið fé, en fórna líka eigin frelsi, sem íþyngir þeim, fá þess í stað að ganga að tengslaneti, undirheimum og feluleikjum sem er auðveldara að fást við vegna þess að þar er ábyrgð einstakl- ingsins dreifðari. Hvern ætli langi að búa í sveitunum í grennd við Napolí, milli tveggja ruslahauga? Í Slóveníu eða Búlgaríu þar sem valdhafar kæra sig kollótta um lög og reglu? Hver getur afsakað þau auðæfi sem afrísku forsetarnir hafa sölsað undir sig? Hvernig er hægt að sætta sig við ríkisstjórn sem stoppar af viðkvæmar rann- sóknir eins og þá sem verið var að vinna um British Aerospace í Bretlandi eða ríkisstjórn sem ætlar að leggja niður rannsókn- ardómara (og þar með sjálfstæði réttarkerfisins) rétt eins og reynd- in er í Frakklandi? Valdajafnvægið á eftir að færast til suðurs og austurs. Fyrir þrjátíu árum var hlutdeild Kína og Ind- lands í heimsviðskiptunum aðeins eitt eða tvö prósent. Hlutdeild hvors ríkis um sig er nú komin upp í sjö til níu prósent. Samtals gætu þau verið komin upp í 40% um miðja þessa öld. Það verður erfitt fyrir Vesturlönd að vanda um fyrir þeim í málefnum varðandi lýðræði, dómsmál og umhverfismál þegar Vesturlöndin hafa sjálf stundað rányrkju og græðgi árum saman. Við þurfum að byrja á því að gera hreint fyrir okkar eigin dyrum. Traust er forsenda þess að Evrópa okkar geti komist áfram. Evrópa segir ekki öðrum fyrir verkum; hún byggir sig upp með samræmd- um aðgerðum sem framkvæmdar eru hver á fætur annarri. Hún þarf á sönnunum að halda.“ Eva Joly 2009. Hve mörg gjaldþrot og hneyksli þarf til þess að ríkið geri ráðstafanir? ANDSTÆÐINGUR SJÁLFSTÆÐS RÉTTARKERFIS „Hvernig er hægt að sætta sig við ríkis- stjórn sem stoppar af viðkvæmar rannsóknir eins og þá sem verið var að vinna um British Aerospace í Bretlandi eða ríkisstjórn sem ætlar að leggja niður rannsóknar- dómara (og þar með sjálfstæði réttarkerfisins) rétt eins og reyndin er í Frakklandi.“ BAKHJARLARNIR „Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er einn þeirra öldunga- deildar þingmanna sem skrifuðu Tax Haven Abuse Act, lagafrumvarp þar sem þeir lýsa beinlínis yfir stríði gegn skattaparadísum. En ég geri mér engar grillur um það. Þeir aðilar sem lögðu hæstu upphæðirnar í kosningasjóði hans þegar hann var í forsetaframboði heita Goldman Sachs, USB, JPMorgan Chase og Citigroup, allt gríðar- stórir bankar.“ NORDICPHOTOS/AFP HVERJIR SKIPTA MÁLI? „Stuðningsaðilar Baracks Obama hafa allan hag af því að gagnsæi verði áfram sem minnst. Í bókinni sem hann gaf út þegar kosningabaráttan stóð sem hæst er meðal annars þennan undarlega kafla að finna: „Ég eyddi sífellt meiri tíma með fólki sem skiptir máli – fyrirtækjaráðgjöfum og bankamönnum sem höndla með fjárfestingar, fasteignaverðbréfasölum og fjármálaspekúlöntum.“ NORDIC PHOTOS AFP Venjulegt fólk víða um Evrópu sem rís upp gegn spillingunni og þagnarsamsæri er umfjöllunarefni bókar- innar Hversdagshetjur eftir Evu Joly og Maríu Malagardis. Bókin kom út í Frakklandi í vor en kemur út í næstu viku í íslenskri þýðingu Frið- riks Rafnssonar. Frétta- blaðið birtir hér úr lokakafla bókarinnar þar sem Eva Joly, ráð- gjafi sérstaks saksókn- ara, hefur orðið. Eva Joly er ráðgjafi sérstaks saksókn- ara í tengslum við rannsókn á banka- hruninu hér á landi og varð almennt þekkt hér á landi í tengslum við þá ráðningu. Hún er lögfræðimenntuð, fædd í Noregi en menntuð í Frakk- landi. Þar vakti hún mikla athygli í starfi sínu sem yfirrannsóknardómari í París en í því starfi var hún lykilmaður í að rekja eitt stærsta spillingarmál sem upp hefur komið í Frakklandi, þar sem olíufélagið Elf Aquitaine var grunað um misferli. Þetta mál leiddi til dóma yfir fjölda háttsettra emb- ættis- og stjórnmálamanna. Síðustu árin hefur athygli hennar beinst að skattaskjólum og svikum tengdum þróunarhjálp en hún er sannfærð um að fé sem hverfi úr þróunarhjálp endi í skattaskjólum, eins og á eyjunni Tortola. Eva Joly er einnig þingmaður Evrópuþingsins. María Malagardis er sjálfstætt starfandi blaðamaður og rithöfundur frá Frakklandi. María hefur skrifað í franska dagblaðið Libération og var fréttaritari fyrir bresku fréttaveituna BBC í Suður-Afríku í fjögur ár. Hún skrifar enn reglulega í Libération, auk tímarita eins og Femme Actuelle, Géo og Challenges. Bókin „Hversdagshetjur“ kom út í apríl 2009 hjá Editions Les Arenes. Bókin er rituð í félagi við Evu Joly og fjallar um fólk sem berst gegn spill- ingu í Evrópu. EVA JOLY Hefur síðustu ár beint sjónum að svikum tengdum þróunarhjálp. ➜ KONURNAR Á BAK VIÐ BÓKINA MARIA MALAGARDIS Sjálfstætt starfandi blaðamaður og rithöfundur í Frakklandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.