Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 52

Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 52
52 12. desember 2009 LAUGARDAGUR F ékkstu klassískt tón- listaruppeldi og hlust- aðir á Bach í öll mál? Nei, alls ekki. Ég lærði á trommur og tók mörg stig á þeim. Ég spilaði svo aðallega í bílskúr- um í hinum og þessum pönkbönd- um. Ég var reyndar píndur til að spila á píanó þegar ég var lít- ill. Var í tímum í þrjá mánuði og hætti af því að mér fannst það ömurlegt. Ég var með Þóri Georg Jónssyni í þungarokkshljómsveit- inni Fighting Shit og spilaði með honum á plötunni My Summer as a Salvation Soldier. Auk þess að vera með honum í hundrað litlum hliðarverkefnum sem fóru aldrei neitt. Þetta er þá dularfull þróun út í klassíkina? Þetta var engin þróun. Þetta bara gerðist svona einn, tveir og þrír. Þegar ég var unglingur hlust- aði ég mjög mikið á kvikmyndatón- list. Ég byrjaði eitthvað að dútla við slíkt sjálfur í tölvunni svona þrettán eða fjórtán ára gamall. Þetta var mjög lélegt. (Hlátur) Nei, þetta var reyndar ekkert lélegt en ég gæti ekki hlustað á þetta í dag. Mér finnst þetta dálítið hallæris- legt. En þetta fékk nokkra athygli erlendis frá og í kjölfarið var ég beðinn um að gera inngangs- og lokastef fyrir lög hjá þungarokks- hljómsveit sem heitir Heaven Shall Burn. Þeir eru risastórir úti. Ég gerði eitthvað voðalega epískt fyrir þá og eftir þetta kom lítið útgáfufyrirtæki, Progression, og spurði hvort ég vildi ekki búa til svona plötu. Engin rappsena í Mosó Þú kláraðir aldrei píanóið, en þú spilar samt á ótal hljóðfæri? Já, ég næ yfirleitt að fikra mig áfram á öllu sem ég kemst í. Ég skil hljóðfæri. Þannig er það bara. Það er kannski frekar einhver tækniatriði sem vefjast fyrir mér, eins og á fiðluna, ég er hrikalegur þar. En það er ekki endilega vegna skorts á skilningi. Þú ert úr Mosfellsbænum. Er Mosó ekki vagga rappsins? Úff, ég var aldrei í þeim pakka. Það var svona ákveðinn kúltúr á tímabili þegar ég var í áttunda og níunda bekk. Þó var þetta aldrei meira en nokkrir gaurar, Dóri DNA og fleiri. Þeir voru reyndar frábærir í minningunni en þetta rappæði stóð yfir í svona eitt ár. Það er engin rappsena í Mosó. Hinsvegar er Sundlaugin, upp- tökustúdíó Sigur Rósar í Mosfells- bænum. Þú varst nú einmitt að túra með Sigur Rós í fyrra, og vinnur mikið í því að útsetja fyrir annað fólk? Já, ég er mikið að útsetja strengi fyrir aðra. Ég útsetti til dæmis strengi á nýju plötunni með Bloodgroup. Svo er ég að vinna með Barða Jóhannsyni núna, eða réttara sagt, hann er að vinna með mér, að minni tónlist fyrir næstu plötuna mína sem kemur út í mars. Found Songs kom út erlendis í ágúst og var að koma út hér heima núna. Platan með Barða hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. Við erum á lokahnykknum með þessa plötu og hún er vonandi væntan- leg í mars. Found Songs kom fyrst út erlend- is, hvað er eiginlega að gerast hjá þér þarna úti? Ég veit það ekki. Ég virðist hafa mun stærri áheyrendahóp þar, sem er kannski eðlilegt því að allir litl- ir jaðarhópar verða miklu stærri í löndum með meiri fólksfjölda. Mér finnst oft erfitt að gera eitthvað hérna á Íslandi vegna þess að hér eru allt aðrar markaðsáherslur. Það sem ég er í rauninni að gera með tónlistinni minni er að reyna að opna þennan klassíska heim fyrir fólki. Tónlistin hjálpar fólki í gegnum erfiðleika En hvernig fólk hlustar á tónlist- ina þína? Það er mjög breiður hópur. Erlendis er það kannski hópurinn sem hlustar á Sigur Rós og múm. Ég vil ekki einskorðast í annað- hvort klassík eða poppi heldur færa þessa hópa nær hvor öðrum. Ég er til dæmis að fá tölvupósta frá fólki sem segir mér að mamma þeirra og pabbi hafi pínt það til að spila á fiðlu í mörg ár en það hafi aldrei langað að spila þessa tónlist sem var á nótunum fyrir framan það. Nú segir þetta fólk: ég vil spila þína tónlist. Ég vil fara með nóturnar að henni til kennarans míns og segja, ég vil spila þetta og halda áfram að læra á fiðlu. Málið er bara að ekki allir krakk- ar nenna að spila tvö hundruð ára gamla tónlist. Það eru ekkert allir sem skilja þessa „klassísku klass- ísku“ tónlist. Mikið af þessu er mjög erfitt og líka nútímaklass- íkin sem er tormelt. Fáir skilja hana nema þeir sem eru að semja hana. Þegar ég kom á sjónarsvið- ið var enginn að gera svona tón- list fyrir utan Jóhann Jóhannsson og Bretann Max Richter. Þannig að það má kannski segja að við þrír séum í raun upphafsmenn að ákveðinni stefnu. Fyrst þegar ég kom inn í þetta var mér líkt við Jóa og Max, og nú er fólk farið að líkja nýgræðingum á senunni við okkur þrjá saman. Og það er mjög skemmtilegt. Kallar tónlistin þín fram sterk- ar tilfinningar hjá fólki? Já, tónlistin er þess eðlis að hún á það til að framkalla ýmsar tilfinningar hjá fólki og margir segja reyndar að hún hafi hjálp- að þeim í gegnum erfiðleika. Eitt það minnisstæðasta er reyndar frekar löng en falleg saga. Það var tölvupóstur sem ég fékk frá aðdáanda eftir tónleika í Svíþjóð. Hún var með bi-polar sjúkdóm og ári fyrr hafði hún reynt að enda líf sitt með einhverjum pillum en endaði þess í stað á sjúkrahúsi í marga mánuði. Þar leið henni enn verr og fór í raun bara versnandi. Einhvern daginn kom vinur henn- ar með ipod handa henni. Hún fann nafnið mitt inni á honum og ákvað að hlusta, og sagði að tón- listin mín hefði gert henni kleift að finna fegurðina í lífinu á ný. Eftir þennan dag byrjaði henni að batna, bæði líkamlega og and- lega. Með mína tónlist alltaf í bak- grunninum. Þetta fannst mér rosa fallegt. Eitthvað sem fullvissar mann um það að maður sé á réttri braut í lífinu. Eru ekki kvikmyndatónlistar- tilboðin að streyma inn? Jú, en ég er búinn að segja nei við einhverju. Fyrsta kvikmynd- in mín mun skipta miklu máli um hvernig framvinda mála verð- ur frá mér. Það yrði að vera eitt- hvað ógeðslega flott sem ég hef geðveikan áhuga á. Ekki einhver ömurleg mynd sem eyðileggur allt. Heldur mynd sem passar vel við tónlistina mína og myndi hefja hana á hærra plan. Langaði alltaf að gera epíska tónlist Ólafur Arnalds er tuttugu og þriggja ára gamall tónlistarmaður og tónskáld sem gefur nú út sína þriðju plötu, Found Songs. Hann missti af rappsenunni í Mosfellsbænum en þess í stað gerði hann epíska tónlist fyrir þungarokksbönd, túraði með Sigur Rós og fékk mikla umfjöllun á alþjóðavettvangi. Anna Margrét Björnsson hitti hann yfir kaffibolla og ræddi um gamaldags tón- list, dauða geisladisksins og allt þar á milli. KOMINN MEÐ HOLLYWOOD-TILBOÐ Tónskáldið Ólafur Arnalds mun hafa nóg fyrir stafni á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Málið er bara að ekki allir krakk- ar nenna að spila tvö hundruð ára gamla tónlist. „Vel heppnuð kammer „glitch” dásemd.“ (4/5) UNCUT „Besta píanóplatan árið 2009. Endurhvarf til kjarnans.“ DE:BUG (DE) „Er þetta popp eða er þetta klassík? Hvort sem það er þá er þetta eintóm fegurð.“ (5/6) Tonspion (DE) „ Fallegasta og mest hrífandi sköpun hans hingað til.“ (8/10) Drowned In Sound „Tónlistin hans virðist stundum vera einum of fullkomin.“ (9/10) Soundmag (DE) „Það er óvenjulegt að nútíma- tónskald skapi svala klassíska tónlist, en Ólafur Arnalds gerir það með einfaldri fágun. Með Found Songs hefur Arnalds skap- að tímalaust listaverk.“ FensePost (US) „Þetta er sannkallað stórvirki og á skilið viðurkenningu sem slíkt.“ (4.6/5) The Milk Factory ERLENDIR DÓMAR UM FOUND SONGS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.