Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 53

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 53
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] desember 2009 Ú r för til landsins fyrir- heitna kemur Þórberg- ur með Gullfossi þann 13. október 1934. Og líður ekki á löngu áður en hann er farinn að halda fyrir- lestra um lífið í sósíalismanum: 23. október í Iðnó, 25. október í Hafn- arfirði, 28. október í Nýja bíó og svo koll af kolli, Siglufirði, Akur- eyri, Dalvík, Ísafirði … Rauða hættan kemur út í ágúst- mánuði 1935 á kostnað Sovét- vinafélagsins, 1200 eintök prent- uð. Kratar bregða höfundinum um rómantíska glámskyggni25 og kunnuglegt hljóð heyrist úr horninu frá hægri: úr því að lífið er svona frábært í Rússlandi af hverju flytur höfundurinn þá ekki austur?26 En samherjarn- ir taka henni fagnandi og fyrrum vinkona Þórbergs úr Guðspekifé- laginu, Aðalbjörg Sigurðardóttir, ritar í Sovétvininn: Það er í stuttu máli sagt langt síðan, að ég hefi lesið bók, sem ég hefi orðið eins hrifin af og þessari Rússlandsferðasögu Þór- bergs Þórðarsonar. Hún snerti bæði hugsana- og tilfinninga- líf mitt þannig, að það var sem mér opnuðust nýir heimar og ég sá í sýn nýtt mannkyn á nýrri jörð. Að vísu veit ég, að óvíst er, að sú sýn verði nokkurn tíma að veruleika, en ég er þó þakk- lát því, sem lét hana bera fyrir mig á þessum dögum vonleysis og vandræða.27 Rauða hættan á ýmislegt samm- erkt með leiðslubókmenntum mið- alda þar sem mælandinn hefur í svefni eða dái tekist á hendur ferð yfir í aðra veröld, hina veröldina, hina guðdómlegu. Tveir fremstu höfundar íslenskra bókmennta á öldinni sem leið spreyttu sig báðir á slíkum ritum, Halldór Kiljan tveim- ur frekar en einu, Í Austurvegi og Gerska ævintýrinu. Öll hafa þau orðið mismunandi illa úti í ljósi þess sem síðar gerðist. Ekki nóg með að fyrirbærið sem höfundarnir leituðust við að fram- kalla sé liðið undir lok – á bak við hina bláeygu frásögn er veruleiki þess eðlis að allt sem kann að vera sagt þar af mönnum og málefnum bliknar. Eiginlega sleppur Gerska ævintýri Halldórs betur en Rauða hættan, flugeldasýning Halldórs í stíl rís í hæðir og fer langt með að fleyta lesandanum yfir veruleika sem höfundinum sást yfir eða sneri á hvolf. Þó dregur Halldór ekki dul á ýmislegt sem miður fer, en lítið fer fyrir því hjá Þórbergi, viljinn til að sannfæra ber alla slíka við- leitni ofurliði. „Við vildum láta blekkjast“, sagði Halldór löngu síðar og það fer víst ekki á milli mála hjá Þórbergi. Einna lengst gengur það í kaflan- um um fangelsi og refsingar í Sov- étríkjunum, langri greinargerð sem nær hámarki í setningunni: „Í Sov- étlýðveldunum eru fangarnir svo að segja frjálsir menn …“ En þá ber að hafa í huga skrif hins heimskunna Maxíms Gorkí sem skömmu áður hafði ferðast vítt og breitt um Rúss- land og ritað áróðursgreinar um ástand mála, með áherslu á fang- elsi, sem hann þekkti af eigin raun frá afbrotaæsku. „Það er ekkert sem gefur í skyn fangelsi, þess í stað virðist sem þessi herbergi séu byggð farþeg- um sem bjargast hafi af sökkvandi skipi“, skrifar Gorkí. Og segir lokatakmarkið – afnám fangelsa – í þann mund að lánast.28 Hreinsanirnar miklu hófust ári eftir að Rauða hættan kom út og Þórbergi verður þar af leiðandi ekki legið á hálsi fyrir að geta þeirra að engu. Hinsvegar segir í dagbók hans fimmtudaginn 18. febrúar 1937: „Umhugsunarefni til sunnudags: málaferlin í Moskva.“ Ekki er vitað til hvaða niðurstöðu þessi fjögurra daga umþenking leiddi, en það er með Þórberg eins og aðra áhangendur Ráðstjórnar- ríkjanna frá sama tíma að hreins- anirnar og terrorinn breytast nær ævinlega í jákvætt teikn um stærð hildarleiksins. Svipað og við fyll- umst andakt þegar við stöndum andspænis náttúruhamförum á borð við hamfarahlaupið sem skóp Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi þótt við hefðum síður viljað vera á staðnum á meðan ósköpin gengu yfir. Hall- dór fer einmitt nálægt þessari lík- ingu í Gerska ævintýrinu: Sú lifandi mynd baráttunnar milli pólitískra höfuðafla, sem málaferlin brugðu ljósi yfir, er í heild sinni svo hrikaleg, í hrika- leik sínum svo náskyld náttúru- öflunum sjálfum, að atriði eins og siðferðileg eða lögfræðileg „sekt“ samsærismannanna, eða sú persónulega refsíng sem beið þeirra, verður í raun réttri smá- munir sem ekki freista til kapp- ræðu.29 Spyrja má: hvað gátu samtímamenn vitað um sekt og sakleysi sakborn- inganna? Í réttarhöldunum játuðu þeir á sig hárrísandi glæpi, fluttu langar tölur þar sem þeir báru á sig áform um að ráða Lenín og Stalín af dögum, rústa iðnaðinum og svíkja ættjörðina í hendur nas- istum fyrir milligöngu Trotskís. Trotskí var blóraböggullinn: alls- herjar útungunarstöð hryðjuverka, skemmdarverka og samsæra. Í veruleikanum var hann á stöðug- um hrakhólum, land úr landi, alls- staðar úthýst af ótta við Stalín sem nú hafði náð þeirri stærð að ríkis- stjórnir Evrópu kusu að hafa hann góðan. Þegar réttarhöldin hefjast er Trotskí landflótta í Noregi og norsk stjórnvöld paníkera þegar heimsbyggðinni er kunngert hvern skaðræðisgrip þau hafi innan sinna vébanda. Til að lágmarka skaðann grípa þau til þess bragðs að setja útlagann í stofufangelsi, gera upp- tækan póst sem frá honum fer og til hans berst.30 Á sama tíma beið umheimurinn eftir því að hann bæri af sér sakir. Sjálfur mælskusnillingurinn! En nei, þögnin einber. Sama og samþykki. ---- Þau Þórbergur og Margrét flytja á Freyjugötu 39 um vorið 1935 þar sem þau búa næstu fjögur árin. Margrét afgreiðir í Sápuhúsinu og Þórbergur er stundakennari í íslensku við Ingimarsskóla. Í sjálf- boðavinnu útbreiðir hann esperantó í útvarpi og einkatímum. Til marks um eldmóðinn að á aðfangadag árið 1935 heldur hann upp á Akranes að kenna alþjóðamálið og kennir þar öll jólin! (nemendur 19 talsins). Margrét kemur í heimsókn á gamlársdag. Esperantó er hin stóra hugsjón Þórbergs, hann virðist aldrei sjá eftir tíma og fyrirhöfn við að boða fagnaðarerindi alþjóðamálsins. En jafnframt þessu var ég grip- inn af króniskri lamandi undr- un yfir því sálarstandi fólksins, að vera ekki fyrir löngu búið að gera þessa einföldu skýru tungu að reglulegu alþjóðamáli, taka það sem skyldugrein í alla skóla. Hvernig gat staðið á þess- um ósköpum, að þjóðirnar, sem standa mállausar hver frammi fyrir annarri skuli ekki hafa tekið upp esperanto?31 Líku gildir um sósíalismann: hvernig má vera að fólk skuli halda áfram að kjósa yfir sig and- stæðinga sína í frjálsum kosning- um í stað þess að taka málin í sínar hendur og skipuleggja samfélagið í eigin þágu? Þórbergur er mikill kosningamaður, hangir á kosninga- skrifstofu jafnaðarmanna daginn sem kosið er, fylgist með talningu, vakir fram eftir. Og svo óbrigðul vonbrigðin með úrslitin. Sem gera hann á vissan hátt að útlendingi meðal landa sinna. Skoðanasystir Þórbergs, Þóra Vigfúsdóttir, víkur að þessu sama: „Eiginlega erum við kommúnistar nokkurs konar mod- erne útlagar í borgaralegu þjóðfé- lagi.“32 ---- Um sumarið býðst Þórbergi að fara í fyrirlestrarferð um Danmörku og Svíþjóð á vegum þarlendra esperantista. Miðillinn er að sjálf- sögðu alþjóðamálið, en auk þess beitir hann „nýjustu tækni“, sýnir skuggamyndir og leikur íslensk sönglög af plötum. Í hvaða ljósi skyldi hann hafa sýnt land og þjóð? Samkvæmt sátt- málanum við Dani frá 1918 átti að koma til þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldi Íslands að 25 árum liðnum FORHEIMSKUNARLAND SPÁMANNSINS Síðara bindið af skáldfræðisögu Péturs Gunnarssonar um Þórberg Þórðarson kom út fyrir nokkrum dögum en þar rekur Pétur ævi sér- vitrings úr Suðursveit frá miðjum fjórða áratug til hins síðasta og gerir síðan upp orðstírinn, erindið og hugsjónirnar. Pétur greinir Þór- berg sem spámann og mannvin: hér er birtur þriðji kafl i verksins. Meistarinn er á alþjóðaþingi esperantó-manna sem vilja smíða nýtt alheimsmál. Það er sumar í Stokkhólmi. Þórbergur Þórðarson kominn vel yfir miðjan aldur, stundar enn líkamsböð í sjó og gerir Mullersæfingar, hleypur í nálægum almenningsgörðum þegar enginn sér til. Tröllaslagur og steinbörn: Viðtal við Steinar Berg SÍÐA 4 Ritdómar: Villi Vill, Ragnar í Smára, Oddný Eir og nýjar íslenskar myndabækur fyrir börn SÍÐUR 8, 9, 10. á verði frá 799.000,- Frábær Öflugar og ódýrar brynjur frá SIXSIXONEKross skór frá FORMA á alla fjölskylduna Motocross hanskar í úrvali Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14. NAZRAN Fatnaður í sportið og þér verður ekki kalt. Verð 24.990,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.