Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 54

Fréttablaðið - 12.12.2009, Page 54
MENNING 2 (1943) og þjóðernisstemmningin fer stigvaxandi eftir því sem nær dreg- ur. Á móti kemur að alþjóðamálið hefur gert Þórberg að alþjóðasinna: „Og þess vegna hef ég aldrei getað og mun aldrei geta tekið undir þann fáfræðinnar þvætting sem höfðar til þjóðernisins í stað þess að höfða til eðlis einstaklingsins.“33 Ekki þar fyrir, þegar á hólminn er komið dregur hann upp ættrækna föðurlandsmynd: göfugur uppruni, glæsileg þjóðveldisöld, hrunið við sjálfstæðismissinn, vakningin við sjálfstæðisbaráttuna, bókmenntirn- ar líftaug sem aldrei slitnaði og dró þjóðina upp úr kviksyndi fátæktar inn í hægindi nútímans …34 „Se Islando havus multajn kons- ulojn kiel vin, ghi ne estus en mal- bona situacio sur la internacia kampo,“ segir einn áheyrenda. (Ef Ísland hefði marga konsúla á borð við yður, væri það ekki illa sett á alþjóðasviðinu.)35 ---- Á meðan Þórbergur er að flengj- ast um Danmörku og Svíþjóð bíður Margrét í Kaupmannahöfn. Og áminnir Þórberg um að láta nú ekki hlunnfara sig: „Fær þú ekki alsstaðar 30 kr. fyrir fyrirlesturinn? Blessaður láttu ekki helvítin snuða þig.“36 Sjálf hafði hún verið búin að fá vinnu á saumastofu í Kaupmanna- höfn, en hávaðinn og djöfulgangur- inn svo ærandi að taugarnar þoldu það ekki. Hún er í þokkabót á hrak- hólum með húsnæði, búin að setja auglýsingu í blað: „Ég vona náttúrlega að eitthvað hafist upp úr því, ef ekki, þá er þol- inmæði mín úti, þá fer ég annað- hvort heim til Íslands eða drep mig. Þetta er það aumasta helvíti sem ég hefi lent í …“ En bætir svo við í eftirskrift: „Ég er búin að fá tvö „ægteskabs- tilbud“ síðan þú fórst, ég veit ekki nema að ég slái til ef ekkert rætist úr …“37 Halldór og Inga Laxness eru í Höfn um sömu mundir og Inga skrifar vinkonu sinni Kristínu Guð- mundardóttur: … Manga Tobba kona var líka hér áðan, en Tobbinn er í Sví- þjóð. Hún sagðist ekki halda þetta út leingur, og ætlar nú hovedkuls til Gautaborgar á mánudaginn, aumingja kropp- ynjan! Hún spurði mikið að því hvort hún væri feitari en heima í sumar! Og var mér ekki nokkur leið að svara því öðru vísi en ját- andi – því það leyndi sér ekki!38 Margrét er þegar hér er komið 36 ára, Þórbergur 48. En þau eru eins og nýtrúlofaðir unglingar, enda ekki nema sex ár síðan þau byrjuðu að sofa saman: „Hvenær get ég komið til þín? Þráir þú mig ekkert? … Mér þykir verst að geta ekki orðið skot- in í neinum meðan þú ert í burtu, en það gengur erviðlega. Hefur þú ekki verið neitt skotinn?“39 Og innileikinn fer ekki á milli mála: „Vertu margblessaður elsku vinur minn. Þín Manga“, „Vertu blessaður hjartað mitt. Þín heitt- elskandi Margrét“. Og Þórbergur svarar í sömu mynt, eða þannig: „Elsku hjartans kerlingarruslið mitt!“ Hann biður líka fyrir kveðju til Ingu og Halldórs og klykkir út með þessari spámannlegu athugasemd: „… segðu Halldóri, að nú sé ekk- ert annað fyrir okkur að gera en að skjóta okkur eða hengja okkur eða skera okkur eða drekkja okkur, því að áður en þrjú ár verði liðin, verði fasisminn búinn að troða alla Evr- ópu undir járnhæl villimennskunn- ar …“40 Bréfið var stílað í október árið 1936. ---- Í bréfi til Stefáns Einarssonar bók- menntafræðings vestur í Amer- íku veitir Þórbergur fróðlega sýn á það sem hann hefur á prjónunum um þessar mundir. Þar kemur fram að pantað verk um Austur-Skafta- fellssýslu hefur dagað uppi, „hel- vítin vilja ekkert borga“, en eftir standa tveir þættir um Hornafjarð- arströndin sem birtust í tímaritun- um Dvöl og Iðunni árið 1934. Hann greinir Stefáni frá eljuverki sínu við að setja saman íslensk-esperantíska orðabók sem og flokki greina gegn Hitler sem hossi hátt í 70 blaðsíðna bók. „Þeir [Alþýðublaðsmenn] upp- skáru af því við kosningarnar, en þeir hómósexúellu apakettir, sem blaðinu stýra, ráku mig síðan frá því, af því að ég bauð þeim ekki að fara upp á mig“.41 Auk þess tínir Þórbergur til langa ritgerð um Stefán frá Hvítadal og bók um kenningar Krishnamurtis. Síðan segir: Loks hefi ég að nokkru leyti innan endimarka míns heila eins konar æfisögu sjálfs mín og samtíðar minnar. Hún á að heita Ofvitinn. Það var heiðurs- titill minn í Suðursveit og fyrstu ár mín hér í Íslands Sódóma og reyndar eini heiðurstitillinn, sem mér hefir hlotnast um æfina. Þetta verður bók í mörgum bindum, og ég hygg, að hún yfir- gangi alt annað sem sést hefir á tungu Snorra Sturlusonar. En því miður vinst mér ekki tími til neins heildarverks sökum hvíld- arlausrar baráttu við yfirvofandi hallæri líðandi stundar.42 Ein af matarholum íslenskra rithöf- unda var hið nýlega stofnaða Ríkis- útvarp við Austurvöll. Þar var hæst- ráðandi dagskrár Helgi Hjörvar og í byrjun árs 1935 fer hann þess á leit við Þórberg að taka saman efni um Stefán frá Hvítadal í tilefni af fimmtugsafmæli skáldsins sem þá var látið fyrir þremur árum. Ekki aðeins gjörþekkti Þórberg- ur Stefán og skáldskap hans, hann hafði á ýmsum tímaskeiðum gert atrennur að ævisögu hans og skrif- að upp eftir honum frásagnir sem að vísu voru svo bersöglar um kyn- líf að Ríkisútvarpið var óhugsandi vettvangur. En það er fleira matur en feitt kjet og í mars 1935 flytur Þórbergur tvö erindi um samskipti sín við skáldið. Örvaður af framúrskarandi við- tökum heldur hann áfram og áður en við er litið hefur verkið tekið hann allan.43 Um vorið 1937 er komið á það vinnuheiti: Fölskvaðir eldar, (sótt í heiti á ljóði eftir Stef- án frá Hvítadal) og ári síðar kemur Íslenskur aðall út á vegum Máls og menningar, hins nýstofnaða útgáfu- félags róttækra höfunda. Það fer ekki á milli mála að verk- ið hefur skipt um ham frá útvarps- erindunum. Lagt var upp með Stef- án frá Hvítadal, en strax á fyrstu síðu tekur það að snúast um Þór- berg og eltingarflótta hans við ást- ina. Stefáns gætir í upphafssetningu bókarinnar: „Þetta ævintýri sem hönd dauðans batt svo harkalegan enda á“, en síðan ekki söguna meir fyrr en á blaðsíðu 55 þegar Stefán mætir til leiks, ásamt persónugall- eríi hins íslenska aðals. Verkið byggir Þórbergur á per- sónum og atburðum úr eigin lífi og styðst í því skyni við dagbækur sem hann hefur haldið meira og minna uppstyttulítið frá árinu 1906. Þar sem dagbókunum sleppir fer hann á stúfana og ráðfærir sig við þá sem til þekkja, tekur viðtöl og til marks um nákvæmnina að hann steðjar út á Veðurstofu til að afla sér upp- lýsinga um tiltekinn dag sem hefur fallið úr veðurskýrslum dagbók- anna. Að þessum vinnubrögðum vék hann í viðtali við Matthías Johann- essen 20 árum síðar: Sumir vilja halda því fram, að þetta sé ekki skáldskapur hjá mér. En skiptir það miklu máli? – „Bækur eru annaðhvort skemmtilega eða leiðinlega skrif- aðar. Það er allt og sumt,“ sagði Oscar Wilde. Ég hef ekki skapað persónur. Ég hef lyft lifandi fólki upp á hærra svið og tekizt oft- ast að segja þannig frá á meira eða minna skáldlegan hátt. Það er minn skáldskapur.44 Ágætt dæmi er myndin af Tryggva Svörfuði. Um hann leikur ekki lít- ill ljómi á síldarplaninu. Á kvöld- in klæðir hann sig upp á í dimmblá jakkaföt með hvítan flibba og man- sjettur og Panamahatt. Nærsýnn með lonníettur sem kóróna hina ljóðrænu mynd. Í ástamálum afrek- ar Tryggvi að vera enn óframfærn- ari en Þórbergur, ekki nóg með að hann hafi aldrei kysst ástmey sína, hann hefur látið sér nægja að fylgj- ast með henni úr fjarska og sætt lagi að þrýsta kossi á hurðarhúninn eftir að hún hefur lokað að sér. Hitt er svo annað mál að í dag- bókum Þórbergs slær Tryggvi öll met í kvennafari í Unuhúsi og er þá ekki lítið sagt: Tryggvi brúkaði Ingu mikið. Var það siður hans að hátta hjá henni oft á dag. Við hverja uppáferð skrifaði hann B í vasabók sína. Mátti af henni sjá, að hann brúk- aði Ingu einum þrisvar sinnum á dag. … Síðara part vetrar fékk Tryggvi útbrot í andlitið af því, hve mikið hann reið Ingu. Bar hann hvítt duft í andlit sér, sem hann þvoði af, þegar hann fór út á götuna.45 ---- En hvar á að skipa Íslenskum aðli á bás í íslenskum bókmenntum sam- tímans? Það er lítt umdeilt að Þór- bergur hafi hringt þær inn með Bréfi til Láru. En síðan eru liðin 14 ár, það er að segja Vefarinn mikli frá Kasmír, Alþýðubókin, Kvæða- kver, Þú vínviður hreini, Fuglinn í fjörunni, Sjálfstætt fólk I og II, Ljós heimsins, Höll sumarlandsins … hvar sem þrír menn koma saman er Kiljan þeirra á meðal. Verk hans eru lesin upp á mannamótum og í heimahúsum, Steinn Steinarr kemur á hverju kvöldi í hús eitt í Ingólfsstræti og les úr Heimsljósi fyrir stúlkur tvær og gengur að eiga aðra þeirra í kjölfarið.46 Og úti í Kaupmannahöfn stendur Jón Helgason prófessor á miðju stofu- gólfi, en í sætum og sófum og flöt- um beinum situr fólk sem hefur sumt komið hjólandi um langan veg til að hlýða á hann lesa upphátt úr nýjustu bók Kiljans.47 Og dagbækur Þórbergs votta að hann les þessi sömu verk jafnóð- um og þau birtast. Það er því álíka sennilegt að Þórbergur hafi ekki orðið fyrir áhrifum af þeim og að geimfari geti haldið áfram að svífa í lausu lofti eftir komuna í aðdrátt- arsvið jarðar. En hrif þurfa ekki að birtast í eftirhermu, þau geta allt eins birst í andófi. Og einhverju sinni þegar Þórbergur var stadd- ur í heimahúsi þar sem húsbóndinn var að lesa upphátt úr Fegurð him- insins og gerði hlé á lestrinum til að dásama snilli sjálfrar upphafs- setningarinnar: „Þar sem jökulinn ber við loft …“, mótmælti Þórberg- ur kröftuglega með þeim rökum að svona væri hvergi tekið til máls á Íslandi. Það væri meinið með Hall- dór, hann skrifaði íslensku eins og maður sem hefði lært málið á bók en aldrei heyrt það talað!48 Samt er það svo að sá Þórbergur sem birtist í Íslenskum aðli minnir glettilega á þá skáldsagnapersónu sem á ritunartíma verksins „bar við loft“ í íslenskri bókmenntavitund: Ólaf Kárason Ljósvíking. Rauð- hærðir báðir og rekast fyrir þeim öflum sem ríkja í kringum þá, upp- nefndir ofvitar af samferðafólki sínu. Voru áhrifin kannski víxlverk- un? Að Þórbergur sé ein af fyrir- myndum Ljósvíkingsins sem síðan hafi haft áhrif á Aðalinn (og síðar meir Ofvitann)? Sjálfir höfundarnir, Halldór og Þórbergur, eru saman öllum stund- um. Þeir heimsækja hvor annan, sitja á kaffihúsum saman, hittast hjá Erlendi og Hallbirni og Vil- mundi og Kristni E. og Halldóri Stefánssyni, fara í gönguferðwir saman, fara í sund saman, liggja saman í sólbaði á Arnarhóli og sitja saman uppi á þaki Alþýðuhússins á skrafi49 – þeir eru jafn óaðskiljan- legir og Ofvitinn og Ljósvíkingur- inn! AFTANMÁLSGREINAR 25 Ritfregnir Alþýðublaðið 28. júní 1935, Ragnar E. Kvaran. 26 Vísir, 25. og 26. nóvember 1936. 27 Sjá Enginn er eyland, bls. 79. 28 Anne Applebaum, Gulag, bls. 59–62. 29 Halldór Kiljan Laxness, Gerska ævintýrið, bls. 62. 30 Isaac Deutscher, The Prophet Outcast, bls. 336. 31 Stóra handritið, Lbs. 32 Þóra Vigfúsdóttir, Dagbók, 20. júlí 1940. 33 Stóra handritið, Lbs. 34 Fyrirlestur um Ísland, Kristján Eiríksson þýddi. La Tradukis- to nr. 52, 2006. 35 Ýmislegar ritgerðir II, bls. 10. 36 Margrét Jónsdóttir til ÞÞ, 25. september, óársett, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 37 Margrét Jónsdóttir til ÞÞ, 1.október, óársett, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 38 Inga Laxness til Kristínar Guðmundardóttur, 31. október 1936, bréfasafn KG, Lbs. 39 Margrét Jónsdóttir til ÞÞ, 19. október, óársett, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 40 ÞÞ til Margrétar, 28. október 1936, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 41 ÞÞ til Stefáns Einarssonar, 2. nóv-ember 1934, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 42 ÞÞ til Stefáns Einarssonar, 2. nóvember 1934, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 43 „Við minnumst ekki þess, að hafa í annan tíma á vetrinum skemmt okkur betur við eina útvarpsræðu“, skrifar útvarps- hlustandi, bréfasafn ÞÞ, Lbs. 44 Í kompaníi við allífið, bls. 18–19. 45 ÞÞ, Dagbók júní-ágúst 1923, Lbs. 46 Gylfi Gröndal, Steinn Steinarr. Leit að ævi skálds I, bls. 242. 47 RÚV, Halldór Kiljan Laxness. 50 mínútur, þáttur í umsjá Stefáns Jökulssonar, 3. mars 1998. 48 Skúli Norðdahl í samtali við höfund, en faðir Skúla, Harald- ur Norðdahl, var meðal góðkunningja Þórbergs. 49 ÞÞ, Dagbók, 20. júní 1936, Lbs. Pétur Gunnarsson hefur unnið gott verk með skáldfræðisögu sinni. MYND HJÁLMTÝR HEIÐDAL Er til betri gjöf en verkjalaus jól ! Sore No More er fáanlegt í heilsubúðum, apótekum og Fjarðarkaup Sore No More ná ttúrlega hita- og kæligeli ð er áhrifarík t á líkam sverki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.