Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 74
12. desember 2009 LAUGARDAGUR6
Jólamarkaður Skógræktarfélags
Reykjavíkur á Elliðavatni er vin-
sæll viðkomustaður á aðventunni.
Nú verður Jólaskógurinn í Hjalla-
dal opnaður í dag klukkan 12.30 er
Hanna Birna borgarstjóri mætir
með fjölskylduna. Skógurinn verð-
ur svo opinn næstu tvær helgar frá
11-16, eða meðan bjart er og þar
getur fólk fengið lánaðar sagir og
valið sér tré. Jólasveinar verða til
aðstoðar og varðeldur logar.
Á hlaðinu á Elliðavatni eru líka
tré til sölu, meðal annars bústn-
ir trjátoppar sem festir eru ofan
í niðursagaða trjáboli. Slík tré eru
vinsæl á tröppur og svalir og að
sögn Kristjáns Bjarnasonar jóla-
markaðsstjóra endast þau fram á
vor. „Við köllum þetta tröpputré og
það er óhætt að segja að þau séu
mjög vinsæl þessa dagana,“ segir
hann. „Fólk kaupir svona aftur og
aftur. Sérstaklega er furan barr-
heldin.“
Barnastund er í grenilundi
skammt frá bænum alla markaðs-
daga. Þar er tendraður varðeld-
ur, farið í leiki, lesið fyrir börnin
og jólasveinn kemur í heimsókn.
Í söluskúrum á hlaðinu og kjall-
ara gamla íbúðarhússins eru ull
og renndar trévörur, gler, leir,
skart, föt, hreindýraleður og hun-
ang. Nýir hönnuðir bætast við um
hverja helgi. Í Gamla salnum er
svo kaffistofa og tvær konur að
nafni Ásta og Auður framleiða þar
kransa og skreytingar, aðallega úr
efni sem fengið er í skóginum.
gun@frettabladid.is
Jólaskógurinn opnaður
Varðeldur í Rjóðrinu, jólatrjáasala á hlaðinu og handverksmarkaður í húsinu sem Einar Ben fæddist í er
meðal þess sem fólk upplifir á jólamarkaðnum á Elliðavatni. Svo er hægt að saga sér tré að eigin vali.
Jólalegt er í kjallara gamla hússins. MYND/ÁSTA
Forsetinn fékk sér kakó í hinu fornfræga
húsi á Elliðavatni sem byggt var um
1860.
Markús Máni og Sigurrós Sól Ásgrímsbörn og Alda Áslaug Unnardóttir í góðum
félagsskap. MYND/UNNUR
Fjölskyldufólk hefur gaman af heim-
sóknum að Elliðavatni enda er þar
eitthvað fyrir alla.
Á hlaðinu logar á arni og þar eru jólatré
til sölu, meðal annars svokölluð tröppu-
tré sem sjást í forgrunni. MYND/KB
JÓLAMARKAÐUR verður
haldinn á vegum Sjónlistamið-
stöðvarinnar í stóra salnum á
Korpúlfsstöðum í dag.
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454
Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - S: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki