Fréttablaðið - 12.12.2009, Side 104
MENNING 28
Kápan á þessu prósaverki eftir
þrælmenntaðan og spakan huga
var nýlega valin besta bókarkápan
á þessu útgáfuhausti. Hún er götuð
tveimur misstórum götum, nafn
höfundar þrykkt hvítu eilítið
fornlegu letri
en í gegn-
um gatið
lesum við
heiti og und-
irtitil. Mottó
verksins
segir okkur
grunnstað-
reynd: Jörðin
er heilsuhæli
(Nietzsche),
og sögumaður
segir ekki frá
neinu nema hafa
reynt það á eigin
skinni (Theresa
frá Avila). Ókei.
Sögukonan ég
er komin á hæli
útbrunnin og á að
fá bót meina sinna,
hælið er miðevr-
ópskt, en konan íslensk. Frásögn
hennar sem í hönd fer er næst því
að vera dagbók, endurminning, lífs-
reynslusaga með hverfulum hug-
leiðingum um lífið, heiminn, sögu,
fjölskyldu, ástina. Textinn er ljós,
setningaskipan oft raðskipuð sem
setur hugsunina á hreyfingu í lát-
litlum straumi. Sögukonan þjapp-
ar mörgu í runur, er hugkvæm og
nákvæm, svo lesandinn dregst fljótt
með. Margt er hér hugsað af miklu
viti og rósemi sem er aðlaðandi, þú
ert á spjalli við sál sem er reynd og
fullorðin, en leyfir sér samt kjána-
skap, bernsku og leik.
Og hugurinn leitar
víða, Þingholtin, Jökul-
dalurinn, bróðir og
móðir og faðir, ömmur.
Í útlöndum fólk af
ýmsu þjóðerni, kyni
og aldri, margbreyti-
legt og áhugavert:
skoðandinn er sívök-
ulu auga að leita
skynjunar í hvers-
kyns tilliti; nema,
þefa, þreifa. Það
fer ekki hjá því að
lesandinn taki að
slá saman brotn-
um myndum og
gruna frúna um
græsku – skáld-
sagan er ekki
login heldur per-
sónuleg og náin
lýsing skrifar-
ans – sem er
ekki verra því hugurinn sem stýr-
ir pennanum er frjór, svolítið tepru-
legur; siðprúð stúlka sem lætur ekki
draga sig út í neitt ljótt – ónei – vel-
uppalinn mótmælandi.
Af öllum þeim prósaverkum sem
komið hafa fram á þessu ári er þessi
ilmskýrsla nýstárlegasta verkið,
vönduð og þaulhugsuð og hana gefur
lesandi ekki frá sér fullviss þess að
bókin fari í glatkistu, upp í hillu eða
á sorpuna eins og svo margt prent-
ið þessi dægrin. Þetta er texti sem
lesandinn á eftir að sækja oft í sér
til hugarhægðar og bata í mörgum
ólíkum greinum, ilmskýrsla gerir
manni jú gott.
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Ilmskýrslugerðin
Hvernig átti Jón Karl Helgason að
ná utan um Ragnar Jónsson, þessa
holdklæddu menningarstefnu fyrstu
áratuga lýðveldisins? Ekki dugði hin
venjulega æviferilsskrá sem í réttri
röð rakti samviskulega og af full-
komnum svikum við hugann sem
skyldi lýsa: það voru ekki jakkaföt
sem pössuðu í partíið, það þurfti
annan viðbúnað til að ná sálinni, eld-
huganum, skýra tenglanetið, afköst-
in, greina kjarna ef hægt var í ork-
unni sem fór um á Willy’s-jeppa.
Og eftir lestur á þessari ævisögu
í skáldsöguformi sem hefur þegar
storkað viðjum vanans getur les-
andi ekki annað en fagnað að Jón
Karl skyldi ramba á þessa aðferð:
þriggja dag ferð Ragnars Jónsson-
ar útgefanda Halldórs Laxness á
Nóbelshátíðina lætur hann ramma
inn niðurskipað endurlit á ólík og
merkileg svið þessa merkilega
manns. Útkoman er spennandi saga,
Gikkur í veiðistöð
MYND AF RAGNARI Í SMÁRA
Jón Karl Helgason
Niðurstaða: Skáldverk, fullt af gögnum og staðreyndum, um merkilegan
anda – og hæfir viðfangsefninu prýðilega.
★★★★★
Jón Karl Helgason bókmennafræðingur
Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur
unnið þarft verk með ævisögu sinni
um Vilhjálm Vilhjálmsson. Um Vil-
hjálm hefur leikið dularfullur ljómi,
allir þekkja hann en lífshlaup hans
hefur ekki verið á allra vörum. Úr
því er svo sannarlega bætt í þessari
vönduðu bók og ljóst er að að baki
henni liggur mikil heimildavinna.
Jón hefur fyrir löngu sýnt að það
liggur ekki síður fyrir honum að tjá
sig í orðum en tónum. Hann hefur
stýrt útvarps- og sjónvarpsþátt-
um og sýnt þar að íslenskan leikur
honum á tungu. Bókin um Vilhjálm
er þó hans fyrsta og er skemmst frá
því að segja að Jóni tekst vel upp.
Textinn er lipur og Jón kann að
byggja upp frásögn, er ljóðrænn á
köflum og þegar við á brýst kímni-
gáfan, sem hann reiðir í þverpok-
um, fram.
Sagan sver sig í ætt við hefð-
bundnar ævisögur, æsku og upp-
vexti Vilhjálms eru gerð skil, með
smá forsögu foreldra, svo er farið í
tímaröð yfir ferilinn allt til hörmu-
legra endalokanna. Svo hefðbund-
in efnistök eiga einkar vel við
Vilhjálm, sem skar sig frá jafn-
öldrum sínum í tónlistarflutningi
sínum; framan af að minnsta kosti.
Hann sótti í hefðina, söng danslög
með hljómsveitum sem þóttu ekki
móðins hjá ungu kynslóðinni sem
kenndi sig við bítl.
Vilhjálmur virðist hafa verið ein-
stakur maður. Hann hefur verið
hvers manns hugljúfi og fjölmargir
viðmælendur lýsa því hvernig hann
greiddi götu þeirra. Skipti þá engu
hvort um var að ræða að aðstoða
landa sína í útlöndum eða að hjálpa
kollegunum að stíga fyrstu skrefin
í bransanum.
Þá hefur hann verið einstaklega
fróðleiksfús og algjör lestrarhest-
ur. Hann kláraði flugnámið á milli
ballanna á Röðli og hvenær sem laus
stund gafst greip hann í bók. Hann
var mikill málamaður og var fljótur
að læra ný tungumál. Þá var hann
andans maður og leitandi í þeim
efnum. Þá var hann gott skáld eins
og margir textar hans sýna og ein-
staklega víðsýnn.
Kannski lýsir Ruth Reginalds
honum best í viðtali þegar hún var
ellefu ára. „Mig langar dálítið til að
verða eins og Vilhjálmur Vilhjálms-
son. Hann kann að fljúga flugvél og
oft flýgur hann hátt, hátt upp og
lætur vélina bara sjálfa stýra sér.
Síðan fer hann að lesa bók eins og
ekkert væri, því að uppi í loftinu er
algjör friður.“
Bókin er mjög vönduð, í henni er
fjöldi skemmtilegra mynda. Þá eru
Að fljúga hátt með
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON
Jón Ólafsson
Niðurstaða: Vandað og vel unnið verk um hugljúfan mann.
★★★★
HEIM TIL MÍNS HJARTA
Ilmskýrsla um árstíð á hæli
Oddný Eir Ævarsdóttir
Niðurstaða: Merkisrit þessa árs
– íhugul hugsun um lífið og skyn-
heiminn.
★★★★★
Oddný Eir Ævarsdóttir - Heim til míns
hjarta.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki