Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 109
LAUGARDAGUR 12. desember 2009
Hvaða kvikmynd vildir þú hafa
samið tónlist við?
Pan’s Labyrinth, ekki spurning.
En ég hef reyndar fengið gífur-
lega spennandi tilboð um að gera
tónlist við Hollywood-mynd sem
er tekin upp á næsta ári. Þeir vilja
frumsamda tónlist frá mér. Ég er
búinn að lesa handritið og það er
svo fallegt að ég fór næstum að
gráta við lesturinn. Þetta er svona
raunsæis-ævintýri en ég má ekki
segja frá meiru að svo stöddu
þar sem samningar eru ekki frá-
gengnir. Annars verður nóg að
gera a næsta ári. Ég fer aftur á
alheimstónleikaferðalag líkt og í
fyrra til að fylgja eftir nýju plöt-
unni.
Það þarf að skattleggja netið
Kemst mikið meira fyrir í lífi þínu
en að semja tónlist og vinna?
Ég er eiginlega alltaf að vinna.
Það mætti segja að ég væri vinnu-
alki. Ég vinn tólf til fjórtán tíma
flesta daga. Þegar ég er ekki að
semja og spila tónlist þá er ég að
svara símanum eða svara tölvu-
pósti. Ég sem tónlist við auglýs-
ingar, meðal annars Sony og Ice-
landair, svo er ég að semja verk
fyrir Íslenska dansflokkinn og
stef fyrir þátt á sænska ríkissjón-
varpinu sem heitir Oh My God. Ég
er auk þess með teknó verkefni
með vini mínum sem heitir Kias-
mos og við spilum reglulega í borg-
inni. Það færir meira í aðra hönd
að taka að sér svona verkefni en að
selja plötur.
Er ekki plötusalan bara dauð?
Nei nei, fólk af okkar kynslóð
mun vilja kaupa geisladiska og
hafa eitthvað í höndunum. En við
erum kannski síðasta slík kynslóð.
Krakkarnir sem eru fjórtán ára í
dag ólust upp næstum eingöngu á
niðurhali á tónlist og munu aldrei
kaupa geisladiska. Vínyl-sala er
líka að aukast þar sem fólkið með
ipod vill samt hafa safngrip í hönd-
unum. Það eru mjög skemmtileg-
ar hugmyndir í gangi þarna úti í
heimi. Eins og til dæmis að skatt-
leggja netið þannig að það sé hægt
að fylgjast með því hvaða lista-
mönnum fólk er að hlaða niður.
Þannig er til dæmis hægt að sjá
hvaða plötum var halað niður
í hundrað þúsund eintökum og
yrði viðkomandi listamanni borg-
uð gjöld fyrir, líkt og stefgjöld.
Ef netið hjá meðalfjölskyldu yrði
skattlagt á þrjú hundruð kall efast
ég um að nokkur myndi taka eftir
því. Þetta yrði flott lausn á stóru
vandamáli og það væri frábært ef
Íslendingar gætu orðið brautryðj-
endur í því.
Næst á dagskrá eru jólatónleik-
ar ásamt Hudson Wayne?
Já, þeir verða núna 22. desem-
ber í Salnum í Kópavogi. Ég er
að fljúga öllu genginu mínu til
Íslands, fólkinu sem sér um ljós og
svið og hljóð á tónleikunum úti og
nýja bandið mitt, með bassaleik-
ara og trommuleikara. Það verður
ýmislegt sprell, ljósasjóv, skugga-
myndir og læti. Þetta verður von-
andi mjög flott. Mér finnst oft það
sem ég geri hérna heima hálfgert
hálfkák. Mig langaði að gera eitt-
hvað flott. Einhverja geðveiki.
Varfærni, einfalt þjónustuframboð og
örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir
fólk og fyrirtæki.
Þannig á banki að vera.
Það er minna mál að skipta um
banka en þú heldur.
Hafðu samband í síma 540 3200.
Borgartúni 26 · www.mp.is
Netgreiðsluþjónusta
Gjaldeyrisreikningar
Sparnaðarreikningar
Yfirdráttur
Debetkort
Launareikningur
Kreditkort
Netbanki
Sumir bera reglulega saman
vaxtakjörin í bönkunum.
Við bjóðum þá velkomna
í viðskipti.
Svanhvít Sverrisdóttir, viðskiptastjóri
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
SKEMMTILEGT JÓLAUPPBOÐ Í GALLERÍ BORG
FIMMTUDAGINN 17. DES. KL 20:30
Tómas R. Einarsson og félagar leika jólalögin – Boðið verður upp á veitingar
Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í málverkum
Sýning uppboðsverka hefst laugardaginn 12. Des. Kl 13. Opið verður alla daga fram að uppboði kl 11 til 17