Fréttablaðið - 12.12.2009, Síða 114
58 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
ir fyrstu myndirnar klukkutíma
áður en sýningin byrjaði. Þú sýnd-
ir okkur þetta og spurðir: Er þetta
eitthvað? Þú varst eiginlega skelk-
aður yfir dónaskapnum í sjálfum
þér.“
„Þetta var vorið 2001, alveg fyrir
9/11,“ segir Hugleikur.
„Djöfull er langt síðan, ég var
sköllótt,“ segir Lóa.
„Ég byrjaði fyrir 9/11 og end-
aði fyrir hrun, pældu í því,“ segir
Hugleikur dreyminn. „En nú er ég
hættur í „Okkur“. Ég ætla að gera
að minnsta kosti „Fleiri íslensk
dægurlög“ og líka útlenska útgáfu
með erlendum lögum sem heit-
ir „Popular Songs“, eða eitthvað
álíka.“
En Alhæft um þjóðir tvö, Lóa?
„Mér finnst að þú ættir frekar
að gera Alhæft um kynhneigðir.
Sú bók myndi gera það gott fyrir
Gay pride,“ segir Hulli. „Svo gæt-
irðu gert Alhæft um trúarbrögð og
Alhæft um hitt og þetta.“
„Mamma er að hvetja mig til að
gera bókina Dreifbýlisjussur og
úthverfapakk, enda er hún dreif-
ari,“ segir Lóa.
Að selja út
Hugleikur hefur fengið lista-
mannalaun en Lóa hefur ekki einu
sinni sótt um. „Ég fæ mér frek-
ar einhverja vinnu,“ segir hún,
„en ég veit ekki af hverju. Það er
fáránlegt því þá er maður alltaf of
þreyttur til að gera það sem maður
ætlaði að gera.“
Hafið þið neyðst til að selja út
meira núna en þegar það var góð-
æri?
„Nei, og það eru minni líkur að
maður selji út núna,“ segir Lóa.
„Það var meiri þrýstingur í góðær-
inu. Þá var alltaf verið að hvetja
mann til þess. Þar fyrir utan ertu
ekki að selja út nema þú sért að
svíkja hugsjónir þínar og ef þú ert
ekki með neinar hugsjónir geturðu
ekki verið „sell-out“. Þá ertu bara
að vinna við eitthvað.“
Hafið þið einhverjar hugsjónir?
„Já, og ég er ekki búin að selja
þær. Ég hef heldur ekki haft það
mörg tækifæri til þess nema í
gegnum hljómsveitina (Lóa syng-
ur með FM Belfast) og þar er eng-
inn áhugi fyrir þessu.“
„Ég er með mjög vægar hug-
sjónir,“ segir Hugleikur. „Ég man
ekki eftir að hafa selt út. Og svo
er líka sagt: „It‘s not about sell-
ing out, it‘s about cashing in.“ Ég
var reyndar beðinn um að endur-
bæta ímynd Sjálfstæðisflokksins
skömmu eftir síðustu jól. Ég lýg
þessu ekki. Það var hringt í mig og
gaurinn sagði, eins og allir í þess-
um bransa segja: „Þú gerir náttúr-
lega bara það sem þú vilt“, og svo
kemur alltaf „en...“
Hvað áttir þú eiginlega að gera
fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
„Æi, hann var með einhverj-
ar hugmyndir: „Þú teiknar bara
þjóðfélagið eins og þú sérð það
og það er kúkur úti um allt. Og
svo geturðu gert til samanburð-
ar þjóðfélagið eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn vill að það sé: enginn
kúkur.“ En allavega, ég sagði nei
áður en hann gat klárað „pitchið“.
Enda er alveg sama hver er kos-
inn. Hann kúkar.“
SETIÐ Á SPJALLI Á VEITINGASTAÐ IKEA Lóa: „Ég man eftir því þegar þú sýndir okkur teiknimyndasögurnar þínar fyrst. Þú varst eiginlega skelkaður yfir dónaskapnum í sjálfum
þér.“ Hugleikur: „Þetta var vorið 2001, alveg fyrir 9/11.“ Lóa: „Djöfull er langt síðan, ég var sköllótt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ HUGLEIKUR ➜ LÓA