Fréttablaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 140
84 12. desember 2009 LAUGARDAGUR
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
Ítalska tískuhúsið Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir sérstak-
lega glæsilega kvöldkjóla og hafa margar Hollywood-stjörnur
kosið að skarta slíkum flíkum á rauða dreglinum. Nú hefur Val-
entino sjálfur dregið sig í hlé frá hönnuninni en hin ítölsku Maria
Grazia Chiuri og Pier Paolo Piccioli fá að spreyta sig á að halda
uppi heiðri hússins. Hér gefur að líta haust- og vetrarlínu Val entino
þar sem blúndur, siffon, silki og pelsar voru allsráðandi.
- amb
BLÚNDUR OG SÍÐKJÓLAR HJÁ VALENTINO:
Kvenlegur þokki
BLÚNDUR
Þessi fallegi
kjóll minnti á
klæðnað sem
er borinn á
grímuballi í
Feneyjum.
STUTT Fallegur
svartur og
ferskjulitaður
kjóll.
SILFUR
Stelpulegur
stuttur kjóll
með víðu
pilsi.
KVENLEGT
Falleg
ferskjulit-
uð blússa
við stutt
pils.
Fallegan
sæbláan
augnskugga
frá Shiseido
fyrir partí-
augu.
Nú eru að koma jól og því dúkkar Pop-up markaðurinn
upp með nýju sniði. Fleiri hönnuðir taka þátt en áður
en þeir verða yfir þrjátíu talsins með mismunandi vöru-
merki. Meðal þess sem hægt er að gera góð kaup á
eru fatnaður, skart, fylgihlutir, barnaleikföng, jóla-
skraut og vörur fyrir heimilið.
Að auki verður lifandi tónlist á staðnum. Meðal
þeirra tónlistarmanna sem spila undir á meðan
viðstaddir velta fyrir sér jólagjöfunum eru Lay
Low og Agnes Erna, Pascal Pinon, Elín Ey og
fleiri. Frekari upplýsingar um PopUp-verzlun
og hönnuðina sem tengjast henni er að sjá á
síðunni http://www.facebook.com/popup.verzl-
un. Jólagleðin verður haldin í Hugmyndahúsi
háskólanna, Grandagarði 2, þar sem Saltfélagið
var áður til húsa, á laugardag og sunnudag frá
klukkan 11 til 20 báða dagana. - hhs
> LADY GAGA
FYRIR MAC
Á hverju ári stendur
snyrtivörufyrirtækið
Mac fyrir góðgerðar-
átaki til styrktar
alnæmisrannsóknum. Í
ár eru það söngkonurn-
ar Lady Gaga og Cyndi
Lauper sem kynna
varalitinn Viva Glam en
allur ágóði af varalitn-
um rennur í sjóðinn.
Dásamlega hlýja og
síða peysu frá Day
Birger og Mikkelsen.
Súpersvalan
blautan eyeliner
með gullögnum
frá Make Up
Store.
GLÆSILEGUR
Þessi svarti
síðkjóll myndi
sóma sér vel á
Óskarsverðlauna-
hátíðinni.
Fagor þvottavél
1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla.
Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop.
89.900
Fagor þvottavél
Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011
Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800
Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020
Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200
Þeytivinda Jólatilboð
Verð kr. 99.900
Yfir þrjátíu hönnuðir
EYGLÓ
Meðal
fatnaðar á
boðstólum
er hönnun
eftir Eygló
Lárusdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
HLÉBARÐAPELS Falleg-
ur loðfeldur sem er þó
ekki af raunverulegum
hlébarða.